Segir Ísland þurfa á rafmynt að halda Freyr Bjarnason skrifar 29. mars 2014 07:00 Christopher Carmichael er yfir sig ástfanginn af Íslandi og ætlar að búa hér í framtíðinni. Christopher Carmichael, 26 ára Kanadamaður, kom hingað til lands í byrjun ársins ásamt vini sínum Jerome Jarre, stjörnu samskiptamiðilsins Vine. Allt ætlaði um koll að keyra í Smáralind þegar Jarre mætti þangað því hundruð ungmenni söfnuðust þar saman til að berja hann augum. Carmichael hreifst svo af landi og þjóð að hann langar að búa hér til frambúðar og stofna fyrirtæki. Á Facebook-síðu sinni heldur hann því fram að Ísland geti bjargað heiminum með notkun rafmyntarinnar umdeildu, Auroracoin, sem Íslendingar gátu í fyrsta sinn notað á miðnætti, aðfaranótt þriðjudags. Reyndar telur hann að mögulega ætti Ísland að búa til sína eigin útgáfu af myntinni þar sem engin leynd hvíldi yfir því hver væri á bak hana. Aðspurður segist Carmichael ekki tengjast Auroracoin með beinum hætti. „Það var skrítið þegar ég kom hingað í janúar. Þá var ég að tala um að einhver ætti að búa til nýjan gjaldmiðil og skrifaði á Reddit [vefsíðuna] um að fólk ætti að koma með Bitcoin og Dotcoin til Íslands. Það væri eina landið þar sem aðstæður væru fullkomnar fyrir rafmynt til að ná fótfestu. Þremur vikum síðar tilkynnti einhver að hann væri að stofna Auroracoin. Ég trúði því ekki og hélt að það tæki mörg ár fyrir Íslendinga að búa til eitthvað þessu líkt,“ segir Carmichael, sem hefur fylgst með Íslandi síðan bankahrunið varð 2008. „Ísland þarf augljóslega á nýjum gjaldmiðli að halda. Öll stjórnvöld í heiminum reyna að halda aftur af rafmynt af ýmsum toga og passa upp á hún verði ekki of stór í sniðum,“ segir hann en Seðlabanki Íslands og fleiri stofnanir hafa varað við myntinni. „Menn voru ekki heldur sammála því að jörðin væri hnöttótt. Í gamla daga var fólk drepið fyrir að koma fram með hugmyndir sem hljómuðu klikkaðar en núna getum við talað um þær, sem er svalt.“ Hann bætir við að Ísland gæti vel orðið efnahagsveldi í heiminum. „Fyrsta landið sem mun leyfa svona gjaldmiðli að þrífast mun byggja upp nýja tækni fyrir fjármálakerfið sem hefur ekki sést áður, þannig að peningar munu flæða inn í landið frá öðrum löndum. Þess vegna tel ég að vegna fámennisins á Íslandi gæti rafmynt haft gríðarmikla fjárhagslega kosti fyrir hverja einustu manneskju.“Kennitölur ganga kaupum og sölum Íslendingar geta sótt sér sína 31,8 aura hver á slóðina Auroracoin.org í gegnum kennitölu sína. Eitthvað hefur verið um það að kennitölur fólks hafa gengið kaupum og sölum, til dæmis í Háskóla Íslands. Auk þess er myntin sjálf seld, meðal annars í opnum Aurora-hópi á Facebook. Þar eru ýmsar vörur sömuleiðis boðnar til sölu fyrir Auroracoin, þar á meðal leikjatölva, mánaðaráskrift af Skjá Einum og ljósmyndavél. Dæmi eru einnig um að fólk hafi skipt Auroracoin yfir í aðra rafmynt, Bitcoin, og fengið fyrir hana Bandaríkjadali greidda út á Paypal en á þeim reikningi er hægt að senda peninga á milli fólks í gegnum tölvupóst. Manneskjan á bak við Auracoin, sem gengur dulnefninu Baldur Friggjar Óðinsson, segir myntina vera tækifæri til að segja skilið við verðbólgu, gjaldeyrishöft og gengisfellingu hins hefðbundna fjármagnskerfis. Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Christopher Carmichael, 26 ára Kanadamaður, kom hingað til lands í byrjun ársins ásamt vini sínum Jerome Jarre, stjörnu samskiptamiðilsins Vine. Allt ætlaði um koll að keyra í Smáralind þegar Jarre mætti þangað því hundruð ungmenni söfnuðust þar saman til að berja hann augum. Carmichael hreifst svo af landi og þjóð að hann langar að búa hér til frambúðar og stofna fyrirtæki. Á Facebook-síðu sinni heldur hann því fram að Ísland geti bjargað heiminum með notkun rafmyntarinnar umdeildu, Auroracoin, sem Íslendingar gátu í fyrsta sinn notað á miðnætti, aðfaranótt þriðjudags. Reyndar telur hann að mögulega ætti Ísland að búa til sína eigin útgáfu af myntinni þar sem engin leynd hvíldi yfir því hver væri á bak hana. Aðspurður segist Carmichael ekki tengjast Auroracoin með beinum hætti. „Það var skrítið þegar ég kom hingað í janúar. Þá var ég að tala um að einhver ætti að búa til nýjan gjaldmiðil og skrifaði á Reddit [vefsíðuna] um að fólk ætti að koma með Bitcoin og Dotcoin til Íslands. Það væri eina landið þar sem aðstæður væru fullkomnar fyrir rafmynt til að ná fótfestu. Þremur vikum síðar tilkynnti einhver að hann væri að stofna Auroracoin. Ég trúði því ekki og hélt að það tæki mörg ár fyrir Íslendinga að búa til eitthvað þessu líkt,“ segir Carmichael, sem hefur fylgst með Íslandi síðan bankahrunið varð 2008. „Ísland þarf augljóslega á nýjum gjaldmiðli að halda. Öll stjórnvöld í heiminum reyna að halda aftur af rafmynt af ýmsum toga og passa upp á hún verði ekki of stór í sniðum,“ segir hann en Seðlabanki Íslands og fleiri stofnanir hafa varað við myntinni. „Menn voru ekki heldur sammála því að jörðin væri hnöttótt. Í gamla daga var fólk drepið fyrir að koma fram með hugmyndir sem hljómuðu klikkaðar en núna getum við talað um þær, sem er svalt.“ Hann bætir við að Ísland gæti vel orðið efnahagsveldi í heiminum. „Fyrsta landið sem mun leyfa svona gjaldmiðli að þrífast mun byggja upp nýja tækni fyrir fjármálakerfið sem hefur ekki sést áður, þannig að peningar munu flæða inn í landið frá öðrum löndum. Þess vegna tel ég að vegna fámennisins á Íslandi gæti rafmynt haft gríðarmikla fjárhagslega kosti fyrir hverja einustu manneskju.“Kennitölur ganga kaupum og sölum Íslendingar geta sótt sér sína 31,8 aura hver á slóðina Auroracoin.org í gegnum kennitölu sína. Eitthvað hefur verið um það að kennitölur fólks hafa gengið kaupum og sölum, til dæmis í Háskóla Íslands. Auk þess er myntin sjálf seld, meðal annars í opnum Aurora-hópi á Facebook. Þar eru ýmsar vörur sömuleiðis boðnar til sölu fyrir Auroracoin, þar á meðal leikjatölva, mánaðaráskrift af Skjá Einum og ljósmyndavél. Dæmi eru einnig um að fólk hafi skipt Auroracoin yfir í aðra rafmynt, Bitcoin, og fengið fyrir hana Bandaríkjadali greidda út á Paypal en á þeim reikningi er hægt að senda peninga á milli fólks í gegnum tölvupóst. Manneskjan á bak við Auracoin, sem gengur dulnefninu Baldur Friggjar Óðinsson, segir myntina vera tækifæri til að segja skilið við verðbólgu, gjaldeyrishöft og gengisfellingu hins hefðbundna fjármagnskerfis.
Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun