Jón Ólafsson og Krímskaginn Þröstur Ólafsson skrifar 28. mars 2014 07:00 Í Fréttaspegli Ríkisútvarpsins þriðjudagskvöldið 25. mars var viðtal við Jón Ólafsson, prófessor á Bifröst, um Krím og þá málavexti sem ollu yfirtöku Rússa á skaganum. Ég hef ætíð haft ánægju af að hlusta á Jón vegna öfgalausra sjónarmiða og skýrleika í framsetningu, sem ekki er of algengt. Mér brá því óneitanlega að heyra hann bera hálfgert blak af Rússum og segja að við þessu hafi lengi mátt búast. Rússar hafi aldrei sætt sig almennilega við að Krím væri ekki rússneskt yfirráðasvæði. Meirihluti íbúanna á Krím sé Rússar og þeir hafi viljað fara heim í Ríkið, svo notuð sé orðatiltæki sem þýskir nazistar notuðu, þegar þeir innlimuðu Súdetahéruðin og Austurríki og gerðu tilkall um fleiri héruð, sem voru hluti af öðrum ríkjum, en voru byggð Þjóðverjum að meirihluta. Þetta var forspil og upphaf mesta hildarleiks heimssögunnar. En aftur að Krím. Þessi skagi hefur ekki verið hluti af Rússlandi nema frá 1783, en hafði þá all lengi verið hérað í Tyrkjaveldi. Kænugarður hefur verið mun lengur hluti af Rússlandi, enda má segja að Rússland nútímans eigi uppruna sinn þar. Viðurkenndu landamæri Úkraínu Úkraína er sjálfstætt og fullvalda ríki. Það hefur verið viðurkennt sem slíkt af rússneskum stjórnvöldum. Þegar Úkraína afhenti Rússum öll þau kjarnorkuvopn, sem voru á úkraínsku landi (mig minnir það hafi verið 1992) gerðu Rússar sérstakt samkomulag við Úkraínu um að í staðinn viðurkenndu þeir þáverandi landamæri Úkraínu, sem óbreytanleg og endanleg, þar með talin Krím, sem Rússar fengu afnot af. Þeir nýttu sér fyrsta tækifæri sem gafst til að svíkja samninginn, til að sælast til landsvæðis fullvalda ríkis. Það höfðu engir sambúðarerfiðleikar verið milli íbúa skagans, hvort sem þeir voru af rússnesku eða úkraínsku bergi brotnir. Það búa rússneskir minnihlutahópar í öllum fyrrverandi löndum Sovétríkjanna sálugu. Frá 5% upp í um 20%. Sennilega langar þá flesta af tilfinningaástæðum heim í Ríkið aftur. Gráupplagt er t.d. að kveikja elda óánægju í austurhluta Úkraínu og láta fara fram atkvæðagreiðslu þar og taka hana síðan með hervaldi. Hvað verður síðan um önnur fyrrverandi Sovéthéruð? Hervald eða samningar Jón fór svo að vitna í nútímasöguna og tók Kósóvó sem dæmi, um að Vestrið hefði gefið fordæmi og klofið það frá Serbíu. Þetta er smánarlegur samanburður. Í Kósóvó, Bosníu og Herzegóvínu höfðu Serbar gengið fram með óhemju grimmd og stundað útrýmingu og þjóðernishreinsanir í stórum stíl. Rússar komu í veg fyrir að Sameinuðu þjóðirnar gripu inn í átökin með því að beita neitunarvaldi. Þegar Vestrið var búið að koma á friði, neituðu þær þjóðir sem Serbar höfðu beitt ofbeldi að verða hluti af ríki Serba á ný, og kusu frekar áframhaldandi stríð. Lái það þeim enginn. Að bera þetta saman við innlimun Krím, sem fordæmi, er í besta falli ósmekklegt. Með innlimun Krím brutu Rússar þann meginsáttmála Evrópuríkja eftir stríð, að engar breytingar yrðu gerðar á landamærum ríkja nema með samkomulagi við viðkomandi ríki. Þá gengu þeir einnig í berhögg við þá aðferð sem viðhöfð hefur verið í Evrópu að leysa mál með samningum og málamiðlunum. Það er aðall ESB að leysa deilur milli ólíkra aðildarríkja sinna með samningum, þar sem báðir aðilar þurfa að láta af ýtrustu kröfum. Það hefur tryggt frið þar. Nú hafa Rússar aftur sett hótun eða beitingu hervalds á dagskrá í viðskiptum milli ríkja í Evrópu. Í ár eru 100 ár liðin frá upphafi heimstyrjaldarinnar fyrri en 75 ár frá upphafi þeirrar síðari. Vonandi verður hægt að fá Rússa ofan af því að halda áfram á þessari háskabraut. Ef ekki, þá gæti ófriður verið aftur í boði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Í Fréttaspegli Ríkisútvarpsins þriðjudagskvöldið 25. mars var viðtal við Jón Ólafsson, prófessor á Bifröst, um Krím og þá málavexti sem ollu yfirtöku Rússa á skaganum. Ég hef ætíð haft ánægju af að hlusta á Jón vegna öfgalausra sjónarmiða og skýrleika í framsetningu, sem ekki er of algengt. Mér brá því óneitanlega að heyra hann bera hálfgert blak af Rússum og segja að við þessu hafi lengi mátt búast. Rússar hafi aldrei sætt sig almennilega við að Krím væri ekki rússneskt yfirráðasvæði. Meirihluti íbúanna á Krím sé Rússar og þeir hafi viljað fara heim í Ríkið, svo notuð sé orðatiltæki sem þýskir nazistar notuðu, þegar þeir innlimuðu Súdetahéruðin og Austurríki og gerðu tilkall um fleiri héruð, sem voru hluti af öðrum ríkjum, en voru byggð Þjóðverjum að meirihluta. Þetta var forspil og upphaf mesta hildarleiks heimssögunnar. En aftur að Krím. Þessi skagi hefur ekki verið hluti af Rússlandi nema frá 1783, en hafði þá all lengi verið hérað í Tyrkjaveldi. Kænugarður hefur verið mun lengur hluti af Rússlandi, enda má segja að Rússland nútímans eigi uppruna sinn þar. Viðurkenndu landamæri Úkraínu Úkraína er sjálfstætt og fullvalda ríki. Það hefur verið viðurkennt sem slíkt af rússneskum stjórnvöldum. Þegar Úkraína afhenti Rússum öll þau kjarnorkuvopn, sem voru á úkraínsku landi (mig minnir það hafi verið 1992) gerðu Rússar sérstakt samkomulag við Úkraínu um að í staðinn viðurkenndu þeir þáverandi landamæri Úkraínu, sem óbreytanleg og endanleg, þar með talin Krím, sem Rússar fengu afnot af. Þeir nýttu sér fyrsta tækifæri sem gafst til að svíkja samninginn, til að sælast til landsvæðis fullvalda ríkis. Það höfðu engir sambúðarerfiðleikar verið milli íbúa skagans, hvort sem þeir voru af rússnesku eða úkraínsku bergi brotnir. Það búa rússneskir minnihlutahópar í öllum fyrrverandi löndum Sovétríkjanna sálugu. Frá 5% upp í um 20%. Sennilega langar þá flesta af tilfinningaástæðum heim í Ríkið aftur. Gráupplagt er t.d. að kveikja elda óánægju í austurhluta Úkraínu og láta fara fram atkvæðagreiðslu þar og taka hana síðan með hervaldi. Hvað verður síðan um önnur fyrrverandi Sovéthéruð? Hervald eða samningar Jón fór svo að vitna í nútímasöguna og tók Kósóvó sem dæmi, um að Vestrið hefði gefið fordæmi og klofið það frá Serbíu. Þetta er smánarlegur samanburður. Í Kósóvó, Bosníu og Herzegóvínu höfðu Serbar gengið fram með óhemju grimmd og stundað útrýmingu og þjóðernishreinsanir í stórum stíl. Rússar komu í veg fyrir að Sameinuðu þjóðirnar gripu inn í átökin með því að beita neitunarvaldi. Þegar Vestrið var búið að koma á friði, neituðu þær þjóðir sem Serbar höfðu beitt ofbeldi að verða hluti af ríki Serba á ný, og kusu frekar áframhaldandi stríð. Lái það þeim enginn. Að bera þetta saman við innlimun Krím, sem fordæmi, er í besta falli ósmekklegt. Með innlimun Krím brutu Rússar þann meginsáttmála Evrópuríkja eftir stríð, að engar breytingar yrðu gerðar á landamærum ríkja nema með samkomulagi við viðkomandi ríki. Þá gengu þeir einnig í berhögg við þá aðferð sem viðhöfð hefur verið í Evrópu að leysa mál með samningum og málamiðlunum. Það er aðall ESB að leysa deilur milli ólíkra aðildarríkja sinna með samningum, þar sem báðir aðilar þurfa að láta af ýtrustu kröfum. Það hefur tryggt frið þar. Nú hafa Rússar aftur sett hótun eða beitingu hervalds á dagskrá í viðskiptum milli ríkja í Evrópu. Í ár eru 100 ár liðin frá upphafi heimstyrjaldarinnar fyrri en 75 ár frá upphafi þeirrar síðari. Vonandi verður hægt að fá Rússa ofan af því að halda áfram á þessari háskabraut. Ef ekki, þá gæti ófriður verið aftur í boði.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar