Jón Ólafsson og Krímskaginn Þröstur Ólafsson skrifar 28. mars 2014 07:00 Í Fréttaspegli Ríkisútvarpsins þriðjudagskvöldið 25. mars var viðtal við Jón Ólafsson, prófessor á Bifröst, um Krím og þá málavexti sem ollu yfirtöku Rússa á skaganum. Ég hef ætíð haft ánægju af að hlusta á Jón vegna öfgalausra sjónarmiða og skýrleika í framsetningu, sem ekki er of algengt. Mér brá því óneitanlega að heyra hann bera hálfgert blak af Rússum og segja að við þessu hafi lengi mátt búast. Rússar hafi aldrei sætt sig almennilega við að Krím væri ekki rússneskt yfirráðasvæði. Meirihluti íbúanna á Krím sé Rússar og þeir hafi viljað fara heim í Ríkið, svo notuð sé orðatiltæki sem þýskir nazistar notuðu, þegar þeir innlimuðu Súdetahéruðin og Austurríki og gerðu tilkall um fleiri héruð, sem voru hluti af öðrum ríkjum, en voru byggð Þjóðverjum að meirihluta. Þetta var forspil og upphaf mesta hildarleiks heimssögunnar. En aftur að Krím. Þessi skagi hefur ekki verið hluti af Rússlandi nema frá 1783, en hafði þá all lengi verið hérað í Tyrkjaveldi. Kænugarður hefur verið mun lengur hluti af Rússlandi, enda má segja að Rússland nútímans eigi uppruna sinn þar. Viðurkenndu landamæri Úkraínu Úkraína er sjálfstætt og fullvalda ríki. Það hefur verið viðurkennt sem slíkt af rússneskum stjórnvöldum. Þegar Úkraína afhenti Rússum öll þau kjarnorkuvopn, sem voru á úkraínsku landi (mig minnir það hafi verið 1992) gerðu Rússar sérstakt samkomulag við Úkraínu um að í staðinn viðurkenndu þeir þáverandi landamæri Úkraínu, sem óbreytanleg og endanleg, þar með talin Krím, sem Rússar fengu afnot af. Þeir nýttu sér fyrsta tækifæri sem gafst til að svíkja samninginn, til að sælast til landsvæðis fullvalda ríkis. Það höfðu engir sambúðarerfiðleikar verið milli íbúa skagans, hvort sem þeir voru af rússnesku eða úkraínsku bergi brotnir. Það búa rússneskir minnihlutahópar í öllum fyrrverandi löndum Sovétríkjanna sálugu. Frá 5% upp í um 20%. Sennilega langar þá flesta af tilfinningaástæðum heim í Ríkið aftur. Gráupplagt er t.d. að kveikja elda óánægju í austurhluta Úkraínu og láta fara fram atkvæðagreiðslu þar og taka hana síðan með hervaldi. Hvað verður síðan um önnur fyrrverandi Sovéthéruð? Hervald eða samningar Jón fór svo að vitna í nútímasöguna og tók Kósóvó sem dæmi, um að Vestrið hefði gefið fordæmi og klofið það frá Serbíu. Þetta er smánarlegur samanburður. Í Kósóvó, Bosníu og Herzegóvínu höfðu Serbar gengið fram með óhemju grimmd og stundað útrýmingu og þjóðernishreinsanir í stórum stíl. Rússar komu í veg fyrir að Sameinuðu þjóðirnar gripu inn í átökin með því að beita neitunarvaldi. Þegar Vestrið var búið að koma á friði, neituðu þær þjóðir sem Serbar höfðu beitt ofbeldi að verða hluti af ríki Serba á ný, og kusu frekar áframhaldandi stríð. Lái það þeim enginn. Að bera þetta saman við innlimun Krím, sem fordæmi, er í besta falli ósmekklegt. Með innlimun Krím brutu Rússar þann meginsáttmála Evrópuríkja eftir stríð, að engar breytingar yrðu gerðar á landamærum ríkja nema með samkomulagi við viðkomandi ríki. Þá gengu þeir einnig í berhögg við þá aðferð sem viðhöfð hefur verið í Evrópu að leysa mál með samningum og málamiðlunum. Það er aðall ESB að leysa deilur milli ólíkra aðildarríkja sinna með samningum, þar sem báðir aðilar þurfa að láta af ýtrustu kröfum. Það hefur tryggt frið þar. Nú hafa Rússar aftur sett hótun eða beitingu hervalds á dagskrá í viðskiptum milli ríkja í Evrópu. Í ár eru 100 ár liðin frá upphafi heimstyrjaldarinnar fyrri en 75 ár frá upphafi þeirrar síðari. Vonandi verður hægt að fá Rússa ofan af því að halda áfram á þessari háskabraut. Ef ekki, þá gæti ófriður verið aftur í boði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Ísland fyrir Íslendínga! Ólafur Sindri Ólafsson Bakþankar „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Sjá meira
Í Fréttaspegli Ríkisútvarpsins þriðjudagskvöldið 25. mars var viðtal við Jón Ólafsson, prófessor á Bifröst, um Krím og þá málavexti sem ollu yfirtöku Rússa á skaganum. Ég hef ætíð haft ánægju af að hlusta á Jón vegna öfgalausra sjónarmiða og skýrleika í framsetningu, sem ekki er of algengt. Mér brá því óneitanlega að heyra hann bera hálfgert blak af Rússum og segja að við þessu hafi lengi mátt búast. Rússar hafi aldrei sætt sig almennilega við að Krím væri ekki rússneskt yfirráðasvæði. Meirihluti íbúanna á Krím sé Rússar og þeir hafi viljað fara heim í Ríkið, svo notuð sé orðatiltæki sem þýskir nazistar notuðu, þegar þeir innlimuðu Súdetahéruðin og Austurríki og gerðu tilkall um fleiri héruð, sem voru hluti af öðrum ríkjum, en voru byggð Þjóðverjum að meirihluta. Þetta var forspil og upphaf mesta hildarleiks heimssögunnar. En aftur að Krím. Þessi skagi hefur ekki verið hluti af Rússlandi nema frá 1783, en hafði þá all lengi verið hérað í Tyrkjaveldi. Kænugarður hefur verið mun lengur hluti af Rússlandi, enda má segja að Rússland nútímans eigi uppruna sinn þar. Viðurkenndu landamæri Úkraínu Úkraína er sjálfstætt og fullvalda ríki. Það hefur verið viðurkennt sem slíkt af rússneskum stjórnvöldum. Þegar Úkraína afhenti Rússum öll þau kjarnorkuvopn, sem voru á úkraínsku landi (mig minnir það hafi verið 1992) gerðu Rússar sérstakt samkomulag við Úkraínu um að í staðinn viðurkenndu þeir þáverandi landamæri Úkraínu, sem óbreytanleg og endanleg, þar með talin Krím, sem Rússar fengu afnot af. Þeir nýttu sér fyrsta tækifæri sem gafst til að svíkja samninginn, til að sælast til landsvæðis fullvalda ríkis. Það höfðu engir sambúðarerfiðleikar verið milli íbúa skagans, hvort sem þeir voru af rússnesku eða úkraínsku bergi brotnir. Það búa rússneskir minnihlutahópar í öllum fyrrverandi löndum Sovétríkjanna sálugu. Frá 5% upp í um 20%. Sennilega langar þá flesta af tilfinningaástæðum heim í Ríkið aftur. Gráupplagt er t.d. að kveikja elda óánægju í austurhluta Úkraínu og láta fara fram atkvæðagreiðslu þar og taka hana síðan með hervaldi. Hvað verður síðan um önnur fyrrverandi Sovéthéruð? Hervald eða samningar Jón fór svo að vitna í nútímasöguna og tók Kósóvó sem dæmi, um að Vestrið hefði gefið fordæmi og klofið það frá Serbíu. Þetta er smánarlegur samanburður. Í Kósóvó, Bosníu og Herzegóvínu höfðu Serbar gengið fram með óhemju grimmd og stundað útrýmingu og þjóðernishreinsanir í stórum stíl. Rússar komu í veg fyrir að Sameinuðu þjóðirnar gripu inn í átökin með því að beita neitunarvaldi. Þegar Vestrið var búið að koma á friði, neituðu þær þjóðir sem Serbar höfðu beitt ofbeldi að verða hluti af ríki Serba á ný, og kusu frekar áframhaldandi stríð. Lái það þeim enginn. Að bera þetta saman við innlimun Krím, sem fordæmi, er í besta falli ósmekklegt. Með innlimun Krím brutu Rússar þann meginsáttmála Evrópuríkja eftir stríð, að engar breytingar yrðu gerðar á landamærum ríkja nema með samkomulagi við viðkomandi ríki. Þá gengu þeir einnig í berhögg við þá aðferð sem viðhöfð hefur verið í Evrópu að leysa mál með samningum og málamiðlunum. Það er aðall ESB að leysa deilur milli ólíkra aðildarríkja sinna með samningum, þar sem báðir aðilar þurfa að láta af ýtrustu kröfum. Það hefur tryggt frið þar. Nú hafa Rússar aftur sett hótun eða beitingu hervalds á dagskrá í viðskiptum milli ríkja í Evrópu. Í ár eru 100 ár liðin frá upphafi heimstyrjaldarinnar fyrri en 75 ár frá upphafi þeirrar síðari. Vonandi verður hægt að fá Rússa ofan af því að halda áfram á þessari háskabraut. Ef ekki, þá gæti ófriður verið aftur í boði.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar