Menntastefna fjármálaráðuneytis? Guðbjartur Hannesson skrifar 21. mars 2014 07:00 Enn og aftur þurfa uppeldisstéttir að berjast fyrir kjörum sínum með verkföllum og ræða menntastefnu við samninganefnd ríkisins. Aðilar almenna vinnumarkaðarins hafa samið og það á að binda kennara á sama bás óháð því hvernig laun hafa þróast hjá ólíkum stéttum á undanförnum árum og hvernig ríki og almenni markaðurinn verðmetur vinnu starfsstétta með sambærilega menntun. Á sama tíma hefur komið fram í fjölmiðlum að menntamálaráðherra geri það að skilyrði fyrir kjarabótum að framhaldsskólinn verði styttur. Beðið er eftir Hvítbók, skýrslu ráðherra, sem á að draga fram helstu álitamál og viðfangsefni í íslensku skólastarfi, ekki hvað síst varðandi styttingu náms til lokaprófs og brotthvarf nemenda úr framhaldsskólum. Hún átti að verða til þess að skapa umræðu um framhaldsskólastigið svo hægt væri að ná breiðri samstöðu um breytingar. Skilaboð menntamálaráðherra hafa verið afar misvísandi og helst þau að ráðherra telji að enn megi hagræða í fjársveltum framhaldsskólum. Ekkert er rætt um innihald náms né hvernig fjármagna eigi t.d. bætt iðn- og starfsnám, tækniframfarir og bætta aðstöðu fyrir nemendur og kennara. Á þessi atriði var ítrekað bent við gerð síðustu fjárlaga þar sem enn frekari niðurskurður fjárveitinga var samþykktur og breytingartillögum um hækkanir var hafnað, þrátt fyrir aukið svigrúm í rekstri ríkissjóðs. Nú er útlit fyrir að það verði gerðir kjarasamningar um framtíð og fyrirkomulag framhaldsskólans á Íslandi, af fjármála- og efnahagsráðuneyti, áður en almenn fagleg umræðan í samfélaginu á sér stað um innihald náms og gæði! Von er á enn einu valdboðinu frá ríkisstjórninni, þar sem Alþingi verður stillt upp frammi fyrir gerðum hlut og gert að samþykkja lög til að uppfylla slíka kjarasamninga. Þetta eru úrelt vinnubrögð sem varla leiða af sér bestu niðurstöðu. Nú þegar rofar til þarf að forgangsraða í þágu menntunar. Fyrsta skrefið er að leiðrétta laun kennara þannig að þau standist samanburð. Það skref verður að stíga strax. Við þurfum vel menntaða og vel launaða kennara til að takast á við sífellt ný og krefjandi verkefni, svo hægt verði að efla enn frekar skólastarf á framhaldsskólastigi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Sjá meira
Enn og aftur þurfa uppeldisstéttir að berjast fyrir kjörum sínum með verkföllum og ræða menntastefnu við samninganefnd ríkisins. Aðilar almenna vinnumarkaðarins hafa samið og það á að binda kennara á sama bás óháð því hvernig laun hafa þróast hjá ólíkum stéttum á undanförnum árum og hvernig ríki og almenni markaðurinn verðmetur vinnu starfsstétta með sambærilega menntun. Á sama tíma hefur komið fram í fjölmiðlum að menntamálaráðherra geri það að skilyrði fyrir kjarabótum að framhaldsskólinn verði styttur. Beðið er eftir Hvítbók, skýrslu ráðherra, sem á að draga fram helstu álitamál og viðfangsefni í íslensku skólastarfi, ekki hvað síst varðandi styttingu náms til lokaprófs og brotthvarf nemenda úr framhaldsskólum. Hún átti að verða til þess að skapa umræðu um framhaldsskólastigið svo hægt væri að ná breiðri samstöðu um breytingar. Skilaboð menntamálaráðherra hafa verið afar misvísandi og helst þau að ráðherra telji að enn megi hagræða í fjársveltum framhaldsskólum. Ekkert er rætt um innihald náms né hvernig fjármagna eigi t.d. bætt iðn- og starfsnám, tækniframfarir og bætta aðstöðu fyrir nemendur og kennara. Á þessi atriði var ítrekað bent við gerð síðustu fjárlaga þar sem enn frekari niðurskurður fjárveitinga var samþykktur og breytingartillögum um hækkanir var hafnað, þrátt fyrir aukið svigrúm í rekstri ríkissjóðs. Nú er útlit fyrir að það verði gerðir kjarasamningar um framtíð og fyrirkomulag framhaldsskólans á Íslandi, af fjármála- og efnahagsráðuneyti, áður en almenn fagleg umræðan í samfélaginu á sér stað um innihald náms og gæði! Von er á enn einu valdboðinu frá ríkisstjórninni, þar sem Alþingi verður stillt upp frammi fyrir gerðum hlut og gert að samþykkja lög til að uppfylla slíka kjarasamninga. Þetta eru úrelt vinnubrögð sem varla leiða af sér bestu niðurstöðu. Nú þegar rofar til þarf að forgangsraða í þágu menntunar. Fyrsta skrefið er að leiðrétta laun kennara þannig að þau standist samanburð. Það skref verður að stíga strax. Við þurfum vel menntaða og vel launaða kennara til að takast á við sífellt ný og krefjandi verkefni, svo hægt verði að efla enn frekar skólastarf á framhaldsskólastigi.
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar