Menntastefna fjármálaráðuneytis? Guðbjartur Hannesson skrifar 21. mars 2014 07:00 Enn og aftur þurfa uppeldisstéttir að berjast fyrir kjörum sínum með verkföllum og ræða menntastefnu við samninganefnd ríkisins. Aðilar almenna vinnumarkaðarins hafa samið og það á að binda kennara á sama bás óháð því hvernig laun hafa þróast hjá ólíkum stéttum á undanförnum árum og hvernig ríki og almenni markaðurinn verðmetur vinnu starfsstétta með sambærilega menntun. Á sama tíma hefur komið fram í fjölmiðlum að menntamálaráðherra geri það að skilyrði fyrir kjarabótum að framhaldsskólinn verði styttur. Beðið er eftir Hvítbók, skýrslu ráðherra, sem á að draga fram helstu álitamál og viðfangsefni í íslensku skólastarfi, ekki hvað síst varðandi styttingu náms til lokaprófs og brotthvarf nemenda úr framhaldsskólum. Hún átti að verða til þess að skapa umræðu um framhaldsskólastigið svo hægt væri að ná breiðri samstöðu um breytingar. Skilaboð menntamálaráðherra hafa verið afar misvísandi og helst þau að ráðherra telji að enn megi hagræða í fjársveltum framhaldsskólum. Ekkert er rætt um innihald náms né hvernig fjármagna eigi t.d. bætt iðn- og starfsnám, tækniframfarir og bætta aðstöðu fyrir nemendur og kennara. Á þessi atriði var ítrekað bent við gerð síðustu fjárlaga þar sem enn frekari niðurskurður fjárveitinga var samþykktur og breytingartillögum um hækkanir var hafnað, þrátt fyrir aukið svigrúm í rekstri ríkissjóðs. Nú er útlit fyrir að það verði gerðir kjarasamningar um framtíð og fyrirkomulag framhaldsskólans á Íslandi, af fjármála- og efnahagsráðuneyti, áður en almenn fagleg umræðan í samfélaginu á sér stað um innihald náms og gæði! Von er á enn einu valdboðinu frá ríkisstjórninni, þar sem Alþingi verður stillt upp frammi fyrir gerðum hlut og gert að samþykkja lög til að uppfylla slíka kjarasamninga. Þetta eru úrelt vinnubrögð sem varla leiða af sér bestu niðurstöðu. Nú þegar rofar til þarf að forgangsraða í þágu menntunar. Fyrsta skrefið er að leiðrétta laun kennara þannig að þau standist samanburð. Það skref verður að stíga strax. Við þurfum vel menntaða og vel launaða kennara til að takast á við sífellt ný og krefjandi verkefni, svo hægt verði að efla enn frekar skólastarf á framhaldsskólastigi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Sjá meira
Enn og aftur þurfa uppeldisstéttir að berjast fyrir kjörum sínum með verkföllum og ræða menntastefnu við samninganefnd ríkisins. Aðilar almenna vinnumarkaðarins hafa samið og það á að binda kennara á sama bás óháð því hvernig laun hafa þróast hjá ólíkum stéttum á undanförnum árum og hvernig ríki og almenni markaðurinn verðmetur vinnu starfsstétta með sambærilega menntun. Á sama tíma hefur komið fram í fjölmiðlum að menntamálaráðherra geri það að skilyrði fyrir kjarabótum að framhaldsskólinn verði styttur. Beðið er eftir Hvítbók, skýrslu ráðherra, sem á að draga fram helstu álitamál og viðfangsefni í íslensku skólastarfi, ekki hvað síst varðandi styttingu náms til lokaprófs og brotthvarf nemenda úr framhaldsskólum. Hún átti að verða til þess að skapa umræðu um framhaldsskólastigið svo hægt væri að ná breiðri samstöðu um breytingar. Skilaboð menntamálaráðherra hafa verið afar misvísandi og helst þau að ráðherra telji að enn megi hagræða í fjársveltum framhaldsskólum. Ekkert er rætt um innihald náms né hvernig fjármagna eigi t.d. bætt iðn- og starfsnám, tækniframfarir og bætta aðstöðu fyrir nemendur og kennara. Á þessi atriði var ítrekað bent við gerð síðustu fjárlaga þar sem enn frekari niðurskurður fjárveitinga var samþykktur og breytingartillögum um hækkanir var hafnað, þrátt fyrir aukið svigrúm í rekstri ríkissjóðs. Nú er útlit fyrir að það verði gerðir kjarasamningar um framtíð og fyrirkomulag framhaldsskólans á Íslandi, af fjármála- og efnahagsráðuneyti, áður en almenn fagleg umræðan í samfélaginu á sér stað um innihald náms og gæði! Von er á enn einu valdboðinu frá ríkisstjórninni, þar sem Alþingi verður stillt upp frammi fyrir gerðum hlut og gert að samþykkja lög til að uppfylla slíka kjarasamninga. Þetta eru úrelt vinnubrögð sem varla leiða af sér bestu niðurstöðu. Nú þegar rofar til þarf að forgangsraða í þágu menntunar. Fyrsta skrefið er að leiðrétta laun kennara þannig að þau standist samanburð. Það skref verður að stíga strax. Við þurfum vel menntaða og vel launaða kennara til að takast á við sífellt ný og krefjandi verkefni, svo hægt verði að efla enn frekar skólastarf á framhaldsskólastigi.
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar