
Treystum þjóðinni
Með aðild að Evrópusambandinu verður hægt að taka upp evru og mótun nýrrar peningamálastefnu verður auðveldari. Auðveldara verður að aflétta höftum og það verður auðveldara að halda þekkingarfyrirtækjum á Íslandi með öllum þeim störfum og gjaldeyristekjum sem þau skapa. Viðskiptaráð áætlar að alþjóðageirinn hafi orðið af 80 milljörðum í gjaldeyristekjur vegna haftanna árið 2013. Það verður auðveldara að ná vöxtum niður. Samtök atvinnulífsins áætla að vaxtakostnaður heimila og fyrirtækja sé 150 milljörðum meiri en ella vegna krónunnar árið 2013.
Á síðasta kjörtímabili kom út vönduð skýrsla Seðlabanka Íslands um kosti okkar í gjaldmiðilsmálum. Tveir kostir voru taldir mögulegir. Annar var upptaka evru samhliða inngöngu í Evrópusambandið og hinn að kljást áfram við krónuna þar sem Seðlabankinn hefði víðtækar heimildir til að stýra fjármagnsflutningum, m.ö.o notast við misstíf gjaldeyrishöft eftir tilefni og árferði.
Auðvitað er spurningin um aðild að Evrópusambandinu stærri en val á milli þessara tveggja kosta. En þeir einir sýna að það að loka dyrunum á aðild að Evrópusambandinu er óskynsamlegt. Það verður enn óskynsamlegra þegar horft er á hvað við erum komin langt í samningaviðræðum. Og það verður að teljast algjört glapræði að loka þeim þvert á gefin loforð um að þjóðin fái að ákveða framhaldið. Höfum í huga að loforðin leiddu til þess að Evrópumálin fengu litla athygli í síðustu alþingiskosningum.
Samfylkingin hefur frá stofnun barist fyrir almannahagsmunum og lýðræðisumbótum til að brjóta stjórnmálin undan oki sérhagsmuna einstakra stétta og viðskiptablokka. Að hlusta á kröfu meira en 20% atkvæðisbærra Íslendinga sem ritað hafa undir áskorun um aðkomu þjóðarinnar að ákvörðun um framhald viðræðna við ESB er algert lágmark í þeim lýðræðisumbótum sem þurfa að eiga sér stað í nánustu framtíð. Við í Samfylkingunni ætlum að ræða það á flokksstjórnarfundi um helgina hvernig við getum lagt okkar af mörkum til nauðsynlegra lýðræðisumbóta hér á landi.
Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Skoðun

Hvað er markaðsverð á fiski?
Sverrir Haraldsson skrifar

Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda
Anna Karen Svövudóttir skrifar

Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt
BIrgir Dýrfjörð skrifar

Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað?
Valentina Klaas skrifar

Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti
Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar

Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna
Berit Mueller skrifar

Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði
Eiríkur Rögnvaldsson skrifar

Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi?
Einar Jóhannes Guðnason skrifar

Þakkir til starfsfólk Janusar
Sigrún Ósk Bergmann skrifar

Mun gervigreindin senda konur heim?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Frá, frá, frá. Fúsa liggur á
Eiríkur Hjálmarsson skrifar

Nokkur orð um stöðuna
Dögg Þrastardóttir skrifar

Kynbundinn munur í tekjum á efri árum
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

#blessmeta – þriðja grein
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins?
Berglind Halla Elíasdóttir skrifar

Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara!
Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar

Feluleikur Þorgerðar Katrínar
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Ráðalaus ráðherra
Högni Elfar Gylfason skrifar

Spólum til baka
Snævar Ingi Sveinsson skrifar

Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis
Erna Bjarnadóttir skrifar

Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna
Birna Ösp Traustadóttir skrifar

Sæluríkið Ísland
Einar Helgason skrifar

Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna
Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar

Stormurinn gegn stóðhryssunni
Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar

Kallið þið þetta fjölbreytni?
Hermann Borgar Jakobsson skrifar

Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu
Pétur Jónasson skrifar

Réttlætið sem refsar Jóni
Hjálmar Vilhjálmsson skrifar

Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum
Kristján Blöndal skrifar

Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár
Katrín Matthíasdóttir skrifar