Varnaglar og valdbeiting Tryggvi Gunnarsson skrifar 13. mars 2014 07:00 Samkvæmt fjölmiðlum, RÚV, Stöð 2 og Fréttablaðinu, lofuðu formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar fyrir alþingiskosningarnar 2013 að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði um hvort halda ætti viðræðum við ESB áfram. Ekki var minnst á að slíta bæri þessu viðræðuferli. Eftir kosningarnar endurtóku bæði Bjarni Ben. og Sigmundur Davíð (Laugarvatni 22. maí 2013) þetta fallega loforð. Á vefnum Vísi.is segir Gunnar Bragi að Framsóknarflokkurinn hafi ekki gefið nein loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu á þessu kjörtímabili. Einungis hafi verið um að ræða þjóðaratkvæðagreiðslu ef Framsókn lenti í stjórn með Evrópusinnuðum flokki til að hafa þannig hemil á honum. Þetta átti að vera varnagli gegn gallhörðum aðildarsinnum Samfylkingarinnar, eins og Frosti Sigurjónsson hafði á orði. Hér vandast nú málið fyrir ykkur framsóknarmenn, því hvers vegna var þá Sigmundur Davíð að lofa þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta mál eftir kosningar, þegar fyrir lá að Samfylkingin yrði ekki með Framsókn í ríkisstjórn heldur Sjálfstæðisflokkurinn?Stenst engan veginn Staðreyndin er því að sjálfsögðu sú, að þessi varnaglakenning ykkar stenst engan veginn og er með eindæmum fáránleg í þokkabót. Gátuð þið ekki fundið eitthvað aðeins trúverðugra en þessa endemis þvælu? Varðandi sannfæringu þingmanna við atkvæðagreiðslur á Alþingi, sem Gunnar Bragi dregur mjög í efa, þá er afar eðlilegt að spyrja hann um eftirfarandi vegna greinar Inga F. Vilhjálmssonar í helgarblaði DV: 1) Hversu mikinn þátt spilar sannfæring Þórólfs Gíslasonar, fyrrverandi yfirmanns þíns, í ákvarðanatöku þinni á hinu háa og virðulega þjóðþingi okkar Íslendinga? 2) Eru lætin og yfirgangurinn í þér varðandi slitatillöguna nokkuð vegna sérstakrar hagsmunagæslu í þágu hins volduga kvótakóngs á Sauðárkróki? Að lokum vil ég geta þess að framlagningin á þingsályktuninni um slit á viðræðum við ESB í miðri umræðu um skýrslu Hagfræðistofnunar Háskólans var alls ekki sjálfsögð og eðlileg eins og Gunnar Bragi hélt fram. Þetta athæfi hans var ekki aðeins fautaskapur, heldur einnig algjör rökleysa, því að þessi skýrsla átti að vera grundvöllur fyrir málefnalegri umræðu á þingfundum og síðan átti að taka málið fyrir í þingnefnd, þar sem sérfræðingar yrðu kallaðir til að veita þingmönnum svör við spurningum þeirra. Þetta þýðir að ákvörðunin um slitin var tekin áður en forsendur fyrir henni lágu fyrir og þar af leiðandi var hér um að ræða óhóflega valdbeitingu vegna ótta við óhagstæðar niðurstöður um skýrsluna og til þess að ljúka þessu máli, áður en hin stórhættulega skýrsla frá Alþjóðastofnun Háskóla Íslands birtist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Samkvæmt fjölmiðlum, RÚV, Stöð 2 og Fréttablaðinu, lofuðu formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar fyrir alþingiskosningarnar 2013 að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði um hvort halda ætti viðræðum við ESB áfram. Ekki var minnst á að slíta bæri þessu viðræðuferli. Eftir kosningarnar endurtóku bæði Bjarni Ben. og Sigmundur Davíð (Laugarvatni 22. maí 2013) þetta fallega loforð. Á vefnum Vísi.is segir Gunnar Bragi að Framsóknarflokkurinn hafi ekki gefið nein loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu á þessu kjörtímabili. Einungis hafi verið um að ræða þjóðaratkvæðagreiðslu ef Framsókn lenti í stjórn með Evrópusinnuðum flokki til að hafa þannig hemil á honum. Þetta átti að vera varnagli gegn gallhörðum aðildarsinnum Samfylkingarinnar, eins og Frosti Sigurjónsson hafði á orði. Hér vandast nú málið fyrir ykkur framsóknarmenn, því hvers vegna var þá Sigmundur Davíð að lofa þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta mál eftir kosningar, þegar fyrir lá að Samfylkingin yrði ekki með Framsókn í ríkisstjórn heldur Sjálfstæðisflokkurinn?Stenst engan veginn Staðreyndin er því að sjálfsögðu sú, að þessi varnaglakenning ykkar stenst engan veginn og er með eindæmum fáránleg í þokkabót. Gátuð þið ekki fundið eitthvað aðeins trúverðugra en þessa endemis þvælu? Varðandi sannfæringu þingmanna við atkvæðagreiðslur á Alþingi, sem Gunnar Bragi dregur mjög í efa, þá er afar eðlilegt að spyrja hann um eftirfarandi vegna greinar Inga F. Vilhjálmssonar í helgarblaði DV: 1) Hversu mikinn þátt spilar sannfæring Þórólfs Gíslasonar, fyrrverandi yfirmanns þíns, í ákvarðanatöku þinni á hinu háa og virðulega þjóðþingi okkar Íslendinga? 2) Eru lætin og yfirgangurinn í þér varðandi slitatillöguna nokkuð vegna sérstakrar hagsmunagæslu í þágu hins volduga kvótakóngs á Sauðárkróki? Að lokum vil ég geta þess að framlagningin á þingsályktuninni um slit á viðræðum við ESB í miðri umræðu um skýrslu Hagfræðistofnunar Háskólans var alls ekki sjálfsögð og eðlileg eins og Gunnar Bragi hélt fram. Þetta athæfi hans var ekki aðeins fautaskapur, heldur einnig algjör rökleysa, því að þessi skýrsla átti að vera grundvöllur fyrir málefnalegri umræðu á þingfundum og síðan átti að taka málið fyrir í þingnefnd, þar sem sérfræðingar yrðu kallaðir til að veita þingmönnum svör við spurningum þeirra. Þetta þýðir að ákvörðunin um slitin var tekin áður en forsendur fyrir henni lágu fyrir og þar af leiðandi var hér um að ræða óhóflega valdbeitingu vegna ótta við óhagstæðar niðurstöður um skýrsluna og til þess að ljúka þessu máli, áður en hin stórhættulega skýrsla frá Alþjóðastofnun Háskóla Íslands birtist.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar