Varnaglar og valdbeiting Tryggvi Gunnarsson skrifar 13. mars 2014 07:00 Samkvæmt fjölmiðlum, RÚV, Stöð 2 og Fréttablaðinu, lofuðu formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar fyrir alþingiskosningarnar 2013 að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði um hvort halda ætti viðræðum við ESB áfram. Ekki var minnst á að slíta bæri þessu viðræðuferli. Eftir kosningarnar endurtóku bæði Bjarni Ben. og Sigmundur Davíð (Laugarvatni 22. maí 2013) þetta fallega loforð. Á vefnum Vísi.is segir Gunnar Bragi að Framsóknarflokkurinn hafi ekki gefið nein loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu á þessu kjörtímabili. Einungis hafi verið um að ræða þjóðaratkvæðagreiðslu ef Framsókn lenti í stjórn með Evrópusinnuðum flokki til að hafa þannig hemil á honum. Þetta átti að vera varnagli gegn gallhörðum aðildarsinnum Samfylkingarinnar, eins og Frosti Sigurjónsson hafði á orði. Hér vandast nú málið fyrir ykkur framsóknarmenn, því hvers vegna var þá Sigmundur Davíð að lofa þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta mál eftir kosningar, þegar fyrir lá að Samfylkingin yrði ekki með Framsókn í ríkisstjórn heldur Sjálfstæðisflokkurinn?Stenst engan veginn Staðreyndin er því að sjálfsögðu sú, að þessi varnaglakenning ykkar stenst engan veginn og er með eindæmum fáránleg í þokkabót. Gátuð þið ekki fundið eitthvað aðeins trúverðugra en þessa endemis þvælu? Varðandi sannfæringu þingmanna við atkvæðagreiðslur á Alþingi, sem Gunnar Bragi dregur mjög í efa, þá er afar eðlilegt að spyrja hann um eftirfarandi vegna greinar Inga F. Vilhjálmssonar í helgarblaði DV: 1) Hversu mikinn þátt spilar sannfæring Þórólfs Gíslasonar, fyrrverandi yfirmanns þíns, í ákvarðanatöku þinni á hinu háa og virðulega þjóðþingi okkar Íslendinga? 2) Eru lætin og yfirgangurinn í þér varðandi slitatillöguna nokkuð vegna sérstakrar hagsmunagæslu í þágu hins volduga kvótakóngs á Sauðárkróki? Að lokum vil ég geta þess að framlagningin á þingsályktuninni um slit á viðræðum við ESB í miðri umræðu um skýrslu Hagfræðistofnunar Háskólans var alls ekki sjálfsögð og eðlileg eins og Gunnar Bragi hélt fram. Þetta athæfi hans var ekki aðeins fautaskapur, heldur einnig algjör rökleysa, því að þessi skýrsla átti að vera grundvöllur fyrir málefnalegri umræðu á þingfundum og síðan átti að taka málið fyrir í þingnefnd, þar sem sérfræðingar yrðu kallaðir til að veita þingmönnum svör við spurningum þeirra. Þetta þýðir að ákvörðunin um slitin var tekin áður en forsendur fyrir henni lágu fyrir og þar af leiðandi var hér um að ræða óhóflega valdbeitingu vegna ótta við óhagstæðar niðurstöður um skýrsluna og til þess að ljúka þessu máli, áður en hin stórhættulega skýrsla frá Alþjóðastofnun Háskóla Íslands birtist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Samkvæmt fjölmiðlum, RÚV, Stöð 2 og Fréttablaðinu, lofuðu formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar fyrir alþingiskosningarnar 2013 að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði um hvort halda ætti viðræðum við ESB áfram. Ekki var minnst á að slíta bæri þessu viðræðuferli. Eftir kosningarnar endurtóku bæði Bjarni Ben. og Sigmundur Davíð (Laugarvatni 22. maí 2013) þetta fallega loforð. Á vefnum Vísi.is segir Gunnar Bragi að Framsóknarflokkurinn hafi ekki gefið nein loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu á þessu kjörtímabili. Einungis hafi verið um að ræða þjóðaratkvæðagreiðslu ef Framsókn lenti í stjórn með Evrópusinnuðum flokki til að hafa þannig hemil á honum. Þetta átti að vera varnagli gegn gallhörðum aðildarsinnum Samfylkingarinnar, eins og Frosti Sigurjónsson hafði á orði. Hér vandast nú málið fyrir ykkur framsóknarmenn, því hvers vegna var þá Sigmundur Davíð að lofa þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta mál eftir kosningar, þegar fyrir lá að Samfylkingin yrði ekki með Framsókn í ríkisstjórn heldur Sjálfstæðisflokkurinn?Stenst engan veginn Staðreyndin er því að sjálfsögðu sú, að þessi varnaglakenning ykkar stenst engan veginn og er með eindæmum fáránleg í þokkabót. Gátuð þið ekki fundið eitthvað aðeins trúverðugra en þessa endemis þvælu? Varðandi sannfæringu þingmanna við atkvæðagreiðslur á Alþingi, sem Gunnar Bragi dregur mjög í efa, þá er afar eðlilegt að spyrja hann um eftirfarandi vegna greinar Inga F. Vilhjálmssonar í helgarblaði DV: 1) Hversu mikinn þátt spilar sannfæring Þórólfs Gíslasonar, fyrrverandi yfirmanns þíns, í ákvarðanatöku þinni á hinu háa og virðulega þjóðþingi okkar Íslendinga? 2) Eru lætin og yfirgangurinn í þér varðandi slitatillöguna nokkuð vegna sérstakrar hagsmunagæslu í þágu hins volduga kvótakóngs á Sauðárkróki? Að lokum vil ég geta þess að framlagningin á þingsályktuninni um slit á viðræðum við ESB í miðri umræðu um skýrslu Hagfræðistofnunar Háskólans var alls ekki sjálfsögð og eðlileg eins og Gunnar Bragi hélt fram. Þetta athæfi hans var ekki aðeins fautaskapur, heldur einnig algjör rökleysa, því að þessi skýrsla átti að vera grundvöllur fyrir málefnalegri umræðu á þingfundum og síðan átti að taka málið fyrir í þingnefnd, þar sem sérfræðingar yrðu kallaðir til að veita þingmönnum svör við spurningum þeirra. Þetta þýðir að ákvörðunin um slitin var tekin áður en forsendur fyrir henni lágu fyrir og þar af leiðandi var hér um að ræða óhóflega valdbeitingu vegna ótta við óhagstæðar niðurstöður um skýrsluna og til þess að ljúka þessu máli, áður en hin stórhættulega skýrsla frá Alþjóðastofnun Háskóla Íslands birtist.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar