Eineltisumræða í fjölmiðlum Hildur Jakobína Gísladóttir skrifar 12. mars 2014 07:00 Undanfarna mánuði hafa nokkur eineltismál innan vinnustaða verið rakin í fjölmiðlum. Maður spyr sig af hverju ofbeldismál eins og einelti sé til umræðu í fjölmiðlum? Hvaða tilgangi þjónar það? Hver er bættari fyrir vikið og af hverju lenda slík mál á forsíðum fjölmiðla? Það má leiða líkur að því að það sé að hluta til ábyrgð stjórnenda vinnustaða. Í fyrsta lagi er mikilvægt að taka strax á eineltismálum innan vinnustaða komi þau upp. Séu þessi mál hunsuð munu þau draga dilk á eftir sér og skaða bæði manneskjuna sem fyrir því verður, fyrirtækið, orðspor þess og ímynd. Þeir sem verða fyrir einelti á vinnustöðum og upplifa sem stjórnendur vinnustaðarins taki ekki mark á þeim né geri neitt í þeirra málum, upplifa sig máttarvana og einmana. Áfall þeirra verður enn annað. Þeir leita því eftir stuðningi til vina og fjölskyldu og ræða framkomu gerandans og ekki síst vinnustaðarins í sinn garð. Sumir upplifa misréttið það mikið að þeir telja mikilvægt að málið fari í fjölmiðla til að þeir fái verðskuldaða athygli og samkennd vegna óréttlætisins sem þeim finnst þeir vera beittir. Aðrir fara ekki í fjölmiðlana en ræða þessi mál við alla sem vilja hlusta.Umræðan óvægin og einhliða Eineltisumræða í fjölmiðlum er óvægin og einhliða. Hún er til þess gerð að lesandinn fer að mynda sér eigin skoðun um hvort einelti hafi átt sér stað innan hlutaðeigandi vinnustaðar eða hvort þolandinn sé að gera sér það upp. Þessi skoðun lesandans er byggð á einhliða umfjöllun um málið þar sem allar forsendur fyrir slíkt mat liggja ekki fyrir. Skaðinn getur verið óafturkræfur þegar almenningsálitið er annars vegar og ekki gott að snúa slíku við sé það yfirhöfuð hægt. Einelti er ofbeldi og fórnarlömb ofbeldis hegða sér ekki alltaf „rökrétt“ við slíkar aðstæður. Eineltismál eru erfið en ábyrgð stjórnandans er mikil og þeir verða að horfast í augu við þessi mál. Það hefur forvarnargildi því það má ekki gleyma að þessi mál eru ekki síður skaðsöm fyrir innra starf vinnustaðarins. Það getur því verið erfitt að reyna að stöðva snjóboltann þegar hann er farinn að rúlla niður hlíðina á fullum krafti. Ef vinnustaðir taka strax á málunum með faglegum hætti, þ.e hlusta á starfsmanninn sem segir frá slíku og fá óháða utanaðkomandi fagaðila til að meta hvort einelti eigi sér stað og veiti viðeigandi málsmeðferð verður skaðinn minni. Stjórnendur vinnustaða ættu því að hafa þetta hugfast komi slík mál upp á vinnustaðnum og vera fljótir að bregðast við áður en starfsmenn og vinnustaðurinn hljóta af varanlegan skaða. Með því er hægt að minnka líkurnar á að einhliða umræða um eineltismál innan vinnustaðarins rati í fjölmiðla og skaði vinnustaðinn og starfsmenn meira en í raun þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði hafa nokkur eineltismál innan vinnustaða verið rakin í fjölmiðlum. Maður spyr sig af hverju ofbeldismál eins og einelti sé til umræðu í fjölmiðlum? Hvaða tilgangi þjónar það? Hver er bættari fyrir vikið og af hverju lenda slík mál á forsíðum fjölmiðla? Það má leiða líkur að því að það sé að hluta til ábyrgð stjórnenda vinnustaða. Í fyrsta lagi er mikilvægt að taka strax á eineltismálum innan vinnustaða komi þau upp. Séu þessi mál hunsuð munu þau draga dilk á eftir sér og skaða bæði manneskjuna sem fyrir því verður, fyrirtækið, orðspor þess og ímynd. Þeir sem verða fyrir einelti á vinnustöðum og upplifa sem stjórnendur vinnustaðarins taki ekki mark á þeim né geri neitt í þeirra málum, upplifa sig máttarvana og einmana. Áfall þeirra verður enn annað. Þeir leita því eftir stuðningi til vina og fjölskyldu og ræða framkomu gerandans og ekki síst vinnustaðarins í sinn garð. Sumir upplifa misréttið það mikið að þeir telja mikilvægt að málið fari í fjölmiðla til að þeir fái verðskuldaða athygli og samkennd vegna óréttlætisins sem þeim finnst þeir vera beittir. Aðrir fara ekki í fjölmiðlana en ræða þessi mál við alla sem vilja hlusta.Umræðan óvægin og einhliða Eineltisumræða í fjölmiðlum er óvægin og einhliða. Hún er til þess gerð að lesandinn fer að mynda sér eigin skoðun um hvort einelti hafi átt sér stað innan hlutaðeigandi vinnustaðar eða hvort þolandinn sé að gera sér það upp. Þessi skoðun lesandans er byggð á einhliða umfjöllun um málið þar sem allar forsendur fyrir slíkt mat liggja ekki fyrir. Skaðinn getur verið óafturkræfur þegar almenningsálitið er annars vegar og ekki gott að snúa slíku við sé það yfirhöfuð hægt. Einelti er ofbeldi og fórnarlömb ofbeldis hegða sér ekki alltaf „rökrétt“ við slíkar aðstæður. Eineltismál eru erfið en ábyrgð stjórnandans er mikil og þeir verða að horfast í augu við þessi mál. Það hefur forvarnargildi því það má ekki gleyma að þessi mál eru ekki síður skaðsöm fyrir innra starf vinnustaðarins. Það getur því verið erfitt að reyna að stöðva snjóboltann þegar hann er farinn að rúlla niður hlíðina á fullum krafti. Ef vinnustaðir taka strax á málunum með faglegum hætti, þ.e hlusta á starfsmanninn sem segir frá slíku og fá óháða utanaðkomandi fagaðila til að meta hvort einelti eigi sér stað og veiti viðeigandi málsmeðferð verður skaðinn minni. Stjórnendur vinnustaða ættu því að hafa þetta hugfast komi slík mál upp á vinnustaðnum og vera fljótir að bregðast við áður en starfsmenn og vinnustaðurinn hljóta af varanlegan skaða. Með því er hægt að minnka líkurnar á að einhliða umræða um eineltismál innan vinnustaðarins rati í fjölmiðla og skaði vinnustaðinn og starfsmenn meira en í raun þarf.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar