Nærið barnið rétt frá unga aldri Birgitta Jónsdóttir Klasen skrifar 11. mars 2014 07:00 Rætur tanna eru meðal þess sem við fengum í vöggugjöf og mjög mikilvægt að ungbörn drekki brjóstamjólk eins lengi og hægt er. Rannsóknir sýna að börn sem fá brjóstamjólk í lengri tíma en eitt ár standa sig betur í námi og þroskast betur líkamlega en börn sem fá brjóstamjólk í skemmri tíma. Barnamauk eða sérvalinn matur er ekki nauðsynlegur fyrsta árið. Þess verður að gæta að gefa börnum ekki of stóra bita því næringarefni með hýði geta staðið í þeim. Í þessu samhengi er sérlega mikilvægt að nefna að ungbörn eiga alls ekki að borða pylsur með görn. Annað sem ætti að forðast á fyrstu tveimur aldursárunum eru belgjurtir, djúpsteiktur matur og brauðskorpa. Að öðru leyti ættu eins árs börn að taka þátt í matartímanum með fjölskyldunni og borða mat þar sem ferlið við að læra að tyggja og bíta er nauðsynlegt til að þroska kjálka og góm. Séu börn mötuð lengi með næringu á borð við mauk og smábarnagrauta eða látin sjúga mikið fingur eða pela getur það skemmt tennur og stöðu þeirra í munni. Myndun tannglerungs á tannkrónum fullorðinstanna á sér stað frá blautu barnsbeini. Á þeim tíma er sérstaklega mikilvægt að börn fái nóg af kalsíum, fosfór og D-vítamíni. Þessi næringarefni hafa mikil áhrif á myndun og samsetningu tannglerungs. Börn fá öll þessi nauðsynlegu efni úr ferskum ávöxtum, grænmeti, heilhveitivörum, mjólk, kjöti og fiski. Börn þurfa líka að drekka nóg. Börn upp að 10 ára aldri þurfa að drekka einn til tvo lítra af vökva á dag en meira ef þau hreyfa sig mikið eða hlýtt er í veðri. Við þorsta er best að fá sér hreint bergvatn en sýruríka drykki eins og ávaxtate og djús ætti ekki að drekka mjög oft. Þarmarnir eru ekki fullþroskaðir fyrr en á tíunda aldursári. Drykkja mjólkur er ekki æskileg því mörg börn fá magaverk, niðurgang eða uppköst þegar þau drekka mikla mjólk. Drykki sem innihalda sykur eða sýru, svo sem gos, djús og íste, ætti að forðast. Aðeins eldri unglingar ættu að hafa aðgang að koffínríkum drykkjum. Melting hefst í munninum, þar sem tennurnar mylja næringu, munnvatnið þynnir hana og skipting kolvetna fer af stað. Í gegnum vélinda kemst næringin í magann en þar geymist hún þangað til að hún fer í skeifugörnina í litlum bitum, sem eru minni en þrír millimetrar. Það skiptir litlu máli hvort við borðum brauð, spagettí eða ávexti, nánast öll kolvetni breytast í glúkósa. Hvítur sykur fer hins vegar óbreyttur í gegnum munn, háls og maga og endar í mjógörninni þar sem brissafi úr briskirtli og slímhúð þarma skiptir glúkósahlutunum. Glúkósi fer út í blóðið í gegnum slímhúð þarmanna. Því meira sem er af honum í blóðinu, því meira insúlín framleiðir briskirtillinn. Þannig kemst „eldsneyti“ úr blóðinu í frumuvefi þar sem það verður geymt. Þrátt fyrir það geta lifur og magi bara geymt ákveðið magn af glúkósa, afgangurinn endar sem „spik á mjöðmum“ eins og hvert orkugefandi næringarefni. Hér byrjar í rauninni glíman við offitu sem hefur verið vandamál margra á síðustu 15 árum. Segja má að offita sé 15% genatengd, 25% megi rekja til sorgar og ótta og 60% til álags og streitu. Í stað þess að láta neikvæð orð falla um „þau feitu“ væri ráðlegt að styðja þétt við bakið á þeim einstaklingum sem eiga við offituvandamál að stríða og aðstoða þá við að búa til dagsáætlun allrar fjölskyldunnar í átt að bættri næringu, heilsu og vellíðan. Gott er að slík áætlun byrji á sameiginlegum morgunverði og næringarríkum hádegismat allra fjölskyldumeðlima hvort sem þeir eru í vinnu eða í skóla. Á kvöldin ættu svo máltíðir að vera léttar á borð við súpu eða salat. Holl næring og dagleg samvera fjölskyldumeðlima krefst að sjálfsögðu góðrar skipulagningar í krefjandi hraða samfélags sem er stöðugt að taka breytingum og gerir sífellt auknar kröfur til einstaklinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Rætur tanna eru meðal þess sem við fengum í vöggugjöf og mjög mikilvægt að ungbörn drekki brjóstamjólk eins lengi og hægt er. Rannsóknir sýna að börn sem fá brjóstamjólk í lengri tíma en eitt ár standa sig betur í námi og þroskast betur líkamlega en börn sem fá brjóstamjólk í skemmri tíma. Barnamauk eða sérvalinn matur er ekki nauðsynlegur fyrsta árið. Þess verður að gæta að gefa börnum ekki of stóra bita því næringarefni með hýði geta staðið í þeim. Í þessu samhengi er sérlega mikilvægt að nefna að ungbörn eiga alls ekki að borða pylsur með görn. Annað sem ætti að forðast á fyrstu tveimur aldursárunum eru belgjurtir, djúpsteiktur matur og brauðskorpa. Að öðru leyti ættu eins árs börn að taka þátt í matartímanum með fjölskyldunni og borða mat þar sem ferlið við að læra að tyggja og bíta er nauðsynlegt til að þroska kjálka og góm. Séu börn mötuð lengi með næringu á borð við mauk og smábarnagrauta eða látin sjúga mikið fingur eða pela getur það skemmt tennur og stöðu þeirra í munni. Myndun tannglerungs á tannkrónum fullorðinstanna á sér stað frá blautu barnsbeini. Á þeim tíma er sérstaklega mikilvægt að börn fái nóg af kalsíum, fosfór og D-vítamíni. Þessi næringarefni hafa mikil áhrif á myndun og samsetningu tannglerungs. Börn fá öll þessi nauðsynlegu efni úr ferskum ávöxtum, grænmeti, heilhveitivörum, mjólk, kjöti og fiski. Börn þurfa líka að drekka nóg. Börn upp að 10 ára aldri þurfa að drekka einn til tvo lítra af vökva á dag en meira ef þau hreyfa sig mikið eða hlýtt er í veðri. Við þorsta er best að fá sér hreint bergvatn en sýruríka drykki eins og ávaxtate og djús ætti ekki að drekka mjög oft. Þarmarnir eru ekki fullþroskaðir fyrr en á tíunda aldursári. Drykkja mjólkur er ekki æskileg því mörg börn fá magaverk, niðurgang eða uppköst þegar þau drekka mikla mjólk. Drykki sem innihalda sykur eða sýru, svo sem gos, djús og íste, ætti að forðast. Aðeins eldri unglingar ættu að hafa aðgang að koffínríkum drykkjum. Melting hefst í munninum, þar sem tennurnar mylja næringu, munnvatnið þynnir hana og skipting kolvetna fer af stað. Í gegnum vélinda kemst næringin í magann en þar geymist hún þangað til að hún fer í skeifugörnina í litlum bitum, sem eru minni en þrír millimetrar. Það skiptir litlu máli hvort við borðum brauð, spagettí eða ávexti, nánast öll kolvetni breytast í glúkósa. Hvítur sykur fer hins vegar óbreyttur í gegnum munn, háls og maga og endar í mjógörninni þar sem brissafi úr briskirtli og slímhúð þarma skiptir glúkósahlutunum. Glúkósi fer út í blóðið í gegnum slímhúð þarmanna. Því meira sem er af honum í blóðinu, því meira insúlín framleiðir briskirtillinn. Þannig kemst „eldsneyti“ úr blóðinu í frumuvefi þar sem það verður geymt. Þrátt fyrir það geta lifur og magi bara geymt ákveðið magn af glúkósa, afgangurinn endar sem „spik á mjöðmum“ eins og hvert orkugefandi næringarefni. Hér byrjar í rauninni glíman við offitu sem hefur verið vandamál margra á síðustu 15 árum. Segja má að offita sé 15% genatengd, 25% megi rekja til sorgar og ótta og 60% til álags og streitu. Í stað þess að láta neikvæð orð falla um „þau feitu“ væri ráðlegt að styðja þétt við bakið á þeim einstaklingum sem eiga við offituvandamál að stríða og aðstoða þá við að búa til dagsáætlun allrar fjölskyldunnar í átt að bættri næringu, heilsu og vellíðan. Gott er að slík áætlun byrji á sameiginlegum morgunverði og næringarríkum hádegismat allra fjölskyldumeðlima hvort sem þeir eru í vinnu eða í skóla. Á kvöldin ættu svo máltíðir að vera léttar á borð við súpu eða salat. Holl næring og dagleg samvera fjölskyldumeðlima krefst að sjálfsögðu góðrar skipulagningar í krefjandi hraða samfélags sem er stöðugt að taka breytingum og gerir sífellt auknar kröfur til einstaklinga.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar