Váleg tíðindi Margrét Jónsdóttir skrifar 11. mars 2014 07:00 Váleg tíðindi bárust með vindinum um daginn. Nefnilega þau, að stórauka ætti, nú þegar of mikinn, útflutning til Rússlands, á niðurgreiddu rolluketi sem framleitt er á mjög illa förnu eða örfoka landi. Og hvað er það sem fer svona fyrir brjóstið á mér? Jú, nefnilega það að það eru ekki skilyrði í landinu til að gera þetta framkvæmanlegt, þar sem gróðurhulan á landinu hefur minnkað úr 75% í 25% frá landnámi fram á þennan dag. Hún þekur sem sagt nú um 25% landsins og þar af eru aðeins um 4-5% heil gróðurþekja, allt hitt mismunandi mikið götótt. Þessar upplýsingar ætla seint að komast inn í hausinn á löndum mínum því heilaþvotturinn frá bændasamtökunum og stjórnmálaflokkunum er svo yfirgnæfandi, að ein lítil rödd úr eyðimörkinni má sín lítils. Það eru nefnilega of fáar raddir í mínu liði sem heyrast og er það miður, þar sem margir miklir og mikið menntaðir menn á þessu sviði eru mér sammála. Ég skora hér með á þá að láta í sér heyra, því meiri líkur eru á að landsmenn trúi þessum ömurlega sannleika ef þeir taka til máls. En það eru að vísu gleðileg teikn á lofti um þessar mundir, nefnilega þau, að þetta gæti dregist með útflutninginn til Rússanna, því nú þarf að snara sér yfir í það að refsa þeim fyrir framferði sitt í Úkraínu og loka á öll viðskipti við þá, eða er nokkuð annað í stöðunni? Ég ætla a.m.k. að halda í þetta litla vonarhálmstrá um sinn. Þangað til bið ég til Guðs að skynsamir menn taki völdin í landbúnaðarráðuneytinu og hætti að niðurgreiða framleiðslu á kjöti sem framleitt er á illa förnu landi, og banni auk þess allan útflutning á því. Nóg er að framleiða fyrir innanlandsmarkað sem minnkar ört með árunum, þar sem kjötdýrkun fer þverrandi, a.m.k. hjá þeim sem eru upplýstir um skaðsemi of mikils kjötáts. Næsta grein mín mun fjalla um árlegar, alveg ótrúlega svívirðilegar auglýsingar MS, þar sem börn landsins eru misnotuð í auglýsingaherferðinni og sjónvarp allra landsmanna tekur þátt í. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Váleg tíðindi bárust með vindinum um daginn. Nefnilega þau, að stórauka ætti, nú þegar of mikinn, útflutning til Rússlands, á niðurgreiddu rolluketi sem framleitt er á mjög illa förnu eða örfoka landi. Og hvað er það sem fer svona fyrir brjóstið á mér? Jú, nefnilega það að það eru ekki skilyrði í landinu til að gera þetta framkvæmanlegt, þar sem gróðurhulan á landinu hefur minnkað úr 75% í 25% frá landnámi fram á þennan dag. Hún þekur sem sagt nú um 25% landsins og þar af eru aðeins um 4-5% heil gróðurþekja, allt hitt mismunandi mikið götótt. Þessar upplýsingar ætla seint að komast inn í hausinn á löndum mínum því heilaþvotturinn frá bændasamtökunum og stjórnmálaflokkunum er svo yfirgnæfandi, að ein lítil rödd úr eyðimörkinni má sín lítils. Það eru nefnilega of fáar raddir í mínu liði sem heyrast og er það miður, þar sem margir miklir og mikið menntaðir menn á þessu sviði eru mér sammála. Ég skora hér með á þá að láta í sér heyra, því meiri líkur eru á að landsmenn trúi þessum ömurlega sannleika ef þeir taka til máls. En það eru að vísu gleðileg teikn á lofti um þessar mundir, nefnilega þau, að þetta gæti dregist með útflutninginn til Rússanna, því nú þarf að snara sér yfir í það að refsa þeim fyrir framferði sitt í Úkraínu og loka á öll viðskipti við þá, eða er nokkuð annað í stöðunni? Ég ætla a.m.k. að halda í þetta litla vonarhálmstrá um sinn. Þangað til bið ég til Guðs að skynsamir menn taki völdin í landbúnaðarráðuneytinu og hætti að niðurgreiða framleiðslu á kjöti sem framleitt er á illa förnu landi, og banni auk þess allan útflutning á því. Nóg er að framleiða fyrir innanlandsmarkað sem minnkar ört með árunum, þar sem kjötdýrkun fer þverrandi, a.m.k. hjá þeim sem eru upplýstir um skaðsemi of mikils kjötáts. Næsta grein mín mun fjalla um árlegar, alveg ótrúlega svívirðilegar auglýsingar MS, þar sem börn landsins eru misnotuð í auglýsingaherferðinni og sjónvarp allra landsmanna tekur þátt í.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar