Skoðun

Bandinginn sem lét til leiðast

Óskar Guðmundsson skrifar
Kæri lesandi. Hefurðu einhvern tíma spurt þig að því…

„Er raunveruleg samkeppni á Íslandi“?

Leiða má að því líkur að blokkamyndun stórra aðila með víðtæk völd hafi í raun „fórnað“ samkeppninni fyrir markaðshlutdeild.

Vöruverði á landinu er þannig haldið uppi (en ekki niðri) af stórum keðjum og vægast sagt undarlegt að þar ofan á geti vel þrifist gróska af smáverslunum sem standa hérlendis þéttar en þó víðar en víðast hvar annars staðar.

En hver þarf að borga fyrir alla yfirbygginguna, samkeppnisleysið og það sem ekki er hægt að kalla neitt nema flottræfilshátt?

Jú… Hinn almenni neytandi.

Merkilegt nokk að þá er „hinn almenni neytandi“ ekki með launin til að standa undir yfirbyggingunni og samkeppnisleysinu þar sem launin eru langan veg á eftir viðmiðunarþjóðum og lægstu laun fjarri því sem þó hefur verið greint sem lágmarksframfærsla.

„Af hverju ert þú að skipta þér af því?“ spyr máski einhver.

…Ég get ekki lengur setið hjá og horft aðgerðalaus á.

Er skyldulesning stjórnarmanna „Animal Farm“ e. George Orwell?

Það sem hefur verið kallað „sameiginleg ábyrgð atvinnurekenda og launafólks“… þarf að athuga verulega þar sem stjórnir lífeyrissjóðanna eru, vegna einstrengingslegrar afstöðu SA og meirihlutavalds (einn fulltrúi gegn launafólki öllu), með sanni ekki „fjár síns ráðandi“ og í raun hægt að hætta öllu brölti og vinnu, þar til SA gefur eftir alræðisvald sitt því að þetta brölt er þangað til í raun eins absúrd og staða almennings var í Rússlandi kommúnismans enda fá „stjórnendur“ sjóðanna því einu að ráða sem „bangsa-pabbi“ leyfir þeim og því eru þeir í raun valdlausir og öll lög, reglur, nefndir og ráð blekkingin ein.

Ef slíkt er ekki gefið eftir með góðu þarf það að gerast fyrir dómi.

Þangað til er allt sem frá „stjórn“ kemur nefnilega „álit minnihluta“ og hefur því harla lítið vægi í raunveruleikanum.

Það að stjórnir lífeyrissjóðanna og þar með lífeyrisþegar og fjármagnseigendurnir sjálfir séu undir hæl SA og þar með ekki „fjár síns ráðandi“ er náttúrulega hneisa og sýnir í raun hversu stutt á veg við erum komin sem lýðveldi. Þar með er ég ekki að segja að SA eigi ekki að sitja við borðið á einn veg… en raunin er að þeir sitja á þrjá vegu við borðið og almenningur er að paufast við eina hlið… en þó mun meira undir borðinu enda fátt eða ekkert sem tíðkast að hafa uppi á borðum hérlendis… sem og að „brauðmola“ má máski finna á gólfinu.

Ef við breytum þessu ekki STRAX getum við sjálfum okkur um kennt þegar (það er ekkert „ef“ lengur, því miður) þenslubóla lífeyrissjóðanna springur og lífeyrir okkar fer til „money heaven“ og við sitjum ekki aðeins uppi með skuldabagga okkar heldur í raun í ánauð fyrirtækjanna og því lítið annað en þrælar.

Þá spyr fólk máski: „en getum við eitthvað gert“?

Svarið er einfalt… „Já“

Eins og þar segir: „Þú vinnur ekki í lottói ef þú tekur ekki þátt“.

Valdið er þitt.








Skoðun

Sjá meira


×