Heilsuefling er sparnaður til framtíðar Ólafur G. Skúlason skrifar 10. mars 2014 00:00 Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar segir að efla eigi heilsugæsluna og tryggja sess hennar sem fyrsta viðkomustað sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. Þar segir einnig að efla eigi starf á sviði forvarna og lýðheilsu. Þannig megi draga úr beinum og óbeinum kostnaði fyrir samfélagið til framtíðar. Það skýtur því skökku við þegar í ljós kemur að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins á að draga saman um 100 milljónir króna á árinu 2014. Mikið hefur verið dregið úr fjárveitingu til heilsugæslu á landinu frá árinu 2009. Farin hefur verið sú leið að halda þjónustunni óbreyttri en í staðinn hefur álag á heilbrigðisstarfsfólk aukist og það látið vinna hraðar og meira til að sinna skjólstæðingum sínum. Nú er svo komið að gengið hefur verið eins langt og hægt er í hagræðingu. Þessari sparnaðarkröfu sem nú er uppi verður mætt með skerðingu á þjónustu hjúkrunarfræðinga. Skerðingu einmitt á þeim sviðum sem ríkisstjórnin nefnir í stefnuyfirlýsingu sinni. Minnka á ung- og smábarnavernd, mæðraeftirlit og skólahjúkrun. Fækka á stöðugildum hjúkrunarfræðinga um 7,5 eða samtals 17,5 stöðugildi frá árinu 2008. Skólahjúkrun er afar mikilvægur hluti heilsugæslu. Þar fer fram mikil fræðsla um forvarnir og heilsueflingu. Aðgangur er að börnum sem eru móttækileg fyrir nýjum hlutum og eru að tileinka sér lífshætti og prófa sig áfram í lífinu. Þarna er tækifæri til að sá fræjum í huga þeirra þess efnis að heilsan skiptir máli. Með því að hvetja þau til heilbrigðara lífernis, fræða þau um sjúkdóma, greina vandamálin áður en þau verða stórvægileg og veita þeim sálfélagslegan stuðning má spara í heilbrigðiskerfinu til langframa. Hjúkrunarfræðingar vinna þarna að eflingu heilbrigðis og hafa þannig áhrif á heilbrigði þjóðarinnar til framtíðar. Við skulum ekki spara eyrinn og kasta krónunni. Við verðum að horfa fram á veginn og tryggja það að heilsuefling, eftirlit og forvarnir haldi sessi. Heilbrigði þjóðarinnar er í húfi. Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar segir að efla eigi heilsugæsluna og tryggja sess hennar sem fyrsta viðkomustað sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. Þar segir einnig að efla eigi starf á sviði forvarna og lýðheilsu. Þannig megi draga úr beinum og óbeinum kostnaði fyrir samfélagið til framtíðar. Það skýtur því skökku við þegar í ljós kemur að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins á að draga saman um 100 milljónir króna á árinu 2014. Mikið hefur verið dregið úr fjárveitingu til heilsugæslu á landinu frá árinu 2009. Farin hefur verið sú leið að halda þjónustunni óbreyttri en í staðinn hefur álag á heilbrigðisstarfsfólk aukist og það látið vinna hraðar og meira til að sinna skjólstæðingum sínum. Nú er svo komið að gengið hefur verið eins langt og hægt er í hagræðingu. Þessari sparnaðarkröfu sem nú er uppi verður mætt með skerðingu á þjónustu hjúkrunarfræðinga. Skerðingu einmitt á þeim sviðum sem ríkisstjórnin nefnir í stefnuyfirlýsingu sinni. Minnka á ung- og smábarnavernd, mæðraeftirlit og skólahjúkrun. Fækka á stöðugildum hjúkrunarfræðinga um 7,5 eða samtals 17,5 stöðugildi frá árinu 2008. Skólahjúkrun er afar mikilvægur hluti heilsugæslu. Þar fer fram mikil fræðsla um forvarnir og heilsueflingu. Aðgangur er að börnum sem eru móttækileg fyrir nýjum hlutum og eru að tileinka sér lífshætti og prófa sig áfram í lífinu. Þarna er tækifæri til að sá fræjum í huga þeirra þess efnis að heilsan skiptir máli. Með því að hvetja þau til heilbrigðara lífernis, fræða þau um sjúkdóma, greina vandamálin áður en þau verða stórvægileg og veita þeim sálfélagslegan stuðning má spara í heilbrigðiskerfinu til langframa. Hjúkrunarfræðingar vinna þarna að eflingu heilbrigðis og hafa þannig áhrif á heilbrigði þjóðarinnar til framtíðar. Við skulum ekki spara eyrinn og kasta krónunni. Við verðum að horfa fram á veginn og tryggja það að heilsuefling, eftirlit og forvarnir haldi sessi. Heilbrigði þjóðarinnar er í húfi. Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar