Heilsuefling er sparnaður til framtíðar Ólafur G. Skúlason skrifar 10. mars 2014 00:00 Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar segir að efla eigi heilsugæsluna og tryggja sess hennar sem fyrsta viðkomustað sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. Þar segir einnig að efla eigi starf á sviði forvarna og lýðheilsu. Þannig megi draga úr beinum og óbeinum kostnaði fyrir samfélagið til framtíðar. Það skýtur því skökku við þegar í ljós kemur að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins á að draga saman um 100 milljónir króna á árinu 2014. Mikið hefur verið dregið úr fjárveitingu til heilsugæslu á landinu frá árinu 2009. Farin hefur verið sú leið að halda þjónustunni óbreyttri en í staðinn hefur álag á heilbrigðisstarfsfólk aukist og það látið vinna hraðar og meira til að sinna skjólstæðingum sínum. Nú er svo komið að gengið hefur verið eins langt og hægt er í hagræðingu. Þessari sparnaðarkröfu sem nú er uppi verður mætt með skerðingu á þjónustu hjúkrunarfræðinga. Skerðingu einmitt á þeim sviðum sem ríkisstjórnin nefnir í stefnuyfirlýsingu sinni. Minnka á ung- og smábarnavernd, mæðraeftirlit og skólahjúkrun. Fækka á stöðugildum hjúkrunarfræðinga um 7,5 eða samtals 17,5 stöðugildi frá árinu 2008. Skólahjúkrun er afar mikilvægur hluti heilsugæslu. Þar fer fram mikil fræðsla um forvarnir og heilsueflingu. Aðgangur er að börnum sem eru móttækileg fyrir nýjum hlutum og eru að tileinka sér lífshætti og prófa sig áfram í lífinu. Þarna er tækifæri til að sá fræjum í huga þeirra þess efnis að heilsan skiptir máli. Með því að hvetja þau til heilbrigðara lífernis, fræða þau um sjúkdóma, greina vandamálin áður en þau verða stórvægileg og veita þeim sálfélagslegan stuðning má spara í heilbrigðiskerfinu til langframa. Hjúkrunarfræðingar vinna þarna að eflingu heilbrigðis og hafa þannig áhrif á heilbrigði þjóðarinnar til framtíðar. Við skulum ekki spara eyrinn og kasta krónunni. Við verðum að horfa fram á veginn og tryggja það að heilsuefling, eftirlit og forvarnir haldi sessi. Heilbrigði þjóðarinnar er í húfi. Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar segir að efla eigi heilsugæsluna og tryggja sess hennar sem fyrsta viðkomustað sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. Þar segir einnig að efla eigi starf á sviði forvarna og lýðheilsu. Þannig megi draga úr beinum og óbeinum kostnaði fyrir samfélagið til framtíðar. Það skýtur því skökku við þegar í ljós kemur að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins á að draga saman um 100 milljónir króna á árinu 2014. Mikið hefur verið dregið úr fjárveitingu til heilsugæslu á landinu frá árinu 2009. Farin hefur verið sú leið að halda þjónustunni óbreyttri en í staðinn hefur álag á heilbrigðisstarfsfólk aukist og það látið vinna hraðar og meira til að sinna skjólstæðingum sínum. Nú er svo komið að gengið hefur verið eins langt og hægt er í hagræðingu. Þessari sparnaðarkröfu sem nú er uppi verður mætt með skerðingu á þjónustu hjúkrunarfræðinga. Skerðingu einmitt á þeim sviðum sem ríkisstjórnin nefnir í stefnuyfirlýsingu sinni. Minnka á ung- og smábarnavernd, mæðraeftirlit og skólahjúkrun. Fækka á stöðugildum hjúkrunarfræðinga um 7,5 eða samtals 17,5 stöðugildi frá árinu 2008. Skólahjúkrun er afar mikilvægur hluti heilsugæslu. Þar fer fram mikil fræðsla um forvarnir og heilsueflingu. Aðgangur er að börnum sem eru móttækileg fyrir nýjum hlutum og eru að tileinka sér lífshætti og prófa sig áfram í lífinu. Þarna er tækifæri til að sá fræjum í huga þeirra þess efnis að heilsan skiptir máli. Með því að hvetja þau til heilbrigðara lífernis, fræða þau um sjúkdóma, greina vandamálin áður en þau verða stórvægileg og veita þeim sálfélagslegan stuðning má spara í heilbrigðiskerfinu til langframa. Hjúkrunarfræðingar vinna þarna að eflingu heilbrigðis og hafa þannig áhrif á heilbrigði þjóðarinnar til framtíðar. Við skulum ekki spara eyrinn og kasta krónunni. Við verðum að horfa fram á veginn og tryggja það að heilsuefling, eftirlit og forvarnir haldi sessi. Heilbrigði þjóðarinnar er í húfi. Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar