Bleiki fíllinn í stofunni G. Svala Arnardóttir skrifar 6. mars 2014 06:00 Það er ekki óalgengt að menn fjargviðrist hér yfir orðræðu þingmanna manna á meðal og í fjölmiðlum. Nýlegt dæmi er úr umræðunni á Alþingi um tillögu ríkisstjórnarinnar um slit viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Vissulega eru góð samskipti án ásakana og gífuryrða alltaf keppikefli, ekki síst á hinu háa Alþingi, en umræðan um orðaval á ekki að koma í staðinn fyrir málefnalega umræðu um tilefni ummælanna. Í umræðunni hefur komið fram að fólki finnist t.d. afar hneykslanlegt að bölva og að ekki sé nú talað um að nefnt sé að einhver sé dónalegur. Landsmenn hafa undanfarið mótmælt þúsundum saman andlýðræðislegum vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar vegna tillögunnar um slit á viðræðunum við Evrópusambandið. Þessi andlýðræðislegu vinnubrögð ættu auðvitað að vera meira áhyggjuefni fyrir fólk og fjölmiðla heldur en þegar þingmönnum ofbýður yfirgangurinn. Það má líkja þessu við það að ásaka fjölskyldu alkóhólistans um ljótt orðbragð þegar hann er búinn að rústa stofunni á fylleríi. Samkvæmt þessu ætti þá að senda málfarsráðunaut inn á stofugólfið hjá viðkomandi og fara yfir orðaval til að halda öllu huggulegu á yfirborðinu. Passa verður upp á að nefna alls ekki ástæðuna fyrir reiði fjölskyldunnar og það má ekki undir nokkrum kringumstæðum nefna það að viðkomandi alkóhólisti fari í meðferð.Lýðræðisbrestur Bleiki fíllinn í stofunni, þ.e. alkinn, getur þá haldið áfram við iðju sína og málfarsráðunauturinn hefur í nógu að snúast við að snyrta orðfærið. Starf málfarsráðunautsins er auðvitað mjög mikilvægt en það kemur ekki í veg fyrir reiðina og óréttlætið sem kraumar í fjölskyldunni. Alkóhólistinn þarf að kannast við vanda sinn og gera ráðstafanir í samræmi við hann ef samskipti fjölskyldunnar eiga að batna. Annars dafnar bleiki fíllinn í stofunni svo vel að hann fyllir á endanum alveg út í hana og aðrir meðlimir fjölskyldunnar hrökklast út með herfilegum afleiðingum. Fjölmiðlar og umræðan í samfélaginu eiga ekki að sameinast í því að horfa fram hjá bleika fílnum í stofunni, meðvitað eða ómeðvitað. Það þarf að viðurkenna tilvist hans til að þoka málum áfram. Það er ástæða til að hafa áhyggjur af lýðræðinu hér á landi þegar vinnubrögð ríkisstjórnarinnar eru skoðuð í sambandi við tillöguna um viðræðuslitin. Það þurfa að fara fram góðar og málefnalegar umræður um þann lýðræðisbrest sem við höfum horft upp á í beinni útsendingu sjónvarpsins undanfarið. Er það ekki sérkennilega teprulegt að við, afkomendur bænda og sjómanna, skulum svo oft missa sjónar á aðalatriðunum þegar tekið er hressilega til orða? Eða er hér kannski kominn angi af gömlu íslensku þrætugirninni sem lýst er svo meistaralega í Njálu. Þrætugirni sem Jón Grunnvíkingur lýsti með einni setningu: „bændur flugust á.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki óalgengt að menn fjargviðrist hér yfir orðræðu þingmanna manna á meðal og í fjölmiðlum. Nýlegt dæmi er úr umræðunni á Alþingi um tillögu ríkisstjórnarinnar um slit viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Vissulega eru góð samskipti án ásakana og gífuryrða alltaf keppikefli, ekki síst á hinu háa Alþingi, en umræðan um orðaval á ekki að koma í staðinn fyrir málefnalega umræðu um tilefni ummælanna. Í umræðunni hefur komið fram að fólki finnist t.d. afar hneykslanlegt að bölva og að ekki sé nú talað um að nefnt sé að einhver sé dónalegur. Landsmenn hafa undanfarið mótmælt þúsundum saman andlýðræðislegum vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar vegna tillögunnar um slit á viðræðunum við Evrópusambandið. Þessi andlýðræðislegu vinnubrögð ættu auðvitað að vera meira áhyggjuefni fyrir fólk og fjölmiðla heldur en þegar þingmönnum ofbýður yfirgangurinn. Það má líkja þessu við það að ásaka fjölskyldu alkóhólistans um ljótt orðbragð þegar hann er búinn að rústa stofunni á fylleríi. Samkvæmt þessu ætti þá að senda málfarsráðunaut inn á stofugólfið hjá viðkomandi og fara yfir orðaval til að halda öllu huggulegu á yfirborðinu. Passa verður upp á að nefna alls ekki ástæðuna fyrir reiði fjölskyldunnar og það má ekki undir nokkrum kringumstæðum nefna það að viðkomandi alkóhólisti fari í meðferð.Lýðræðisbrestur Bleiki fíllinn í stofunni, þ.e. alkinn, getur þá haldið áfram við iðju sína og málfarsráðunauturinn hefur í nógu að snúast við að snyrta orðfærið. Starf málfarsráðunautsins er auðvitað mjög mikilvægt en það kemur ekki í veg fyrir reiðina og óréttlætið sem kraumar í fjölskyldunni. Alkóhólistinn þarf að kannast við vanda sinn og gera ráðstafanir í samræmi við hann ef samskipti fjölskyldunnar eiga að batna. Annars dafnar bleiki fíllinn í stofunni svo vel að hann fyllir á endanum alveg út í hana og aðrir meðlimir fjölskyldunnar hrökklast út með herfilegum afleiðingum. Fjölmiðlar og umræðan í samfélaginu eiga ekki að sameinast í því að horfa fram hjá bleika fílnum í stofunni, meðvitað eða ómeðvitað. Það þarf að viðurkenna tilvist hans til að þoka málum áfram. Það er ástæða til að hafa áhyggjur af lýðræðinu hér á landi þegar vinnubrögð ríkisstjórnarinnar eru skoðuð í sambandi við tillöguna um viðræðuslitin. Það þurfa að fara fram góðar og málefnalegar umræður um þann lýðræðisbrest sem við höfum horft upp á í beinni útsendingu sjónvarpsins undanfarið. Er það ekki sérkennilega teprulegt að við, afkomendur bænda og sjómanna, skulum svo oft missa sjónar á aðalatriðunum þegar tekið er hressilega til orða? Eða er hér kannski kominn angi af gömlu íslensku þrætugirninni sem lýst er svo meistaralega í Njálu. Þrætugirni sem Jón Grunnvíkingur lýsti með einni setningu: „bændur flugust á.“
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun