Blekkingin um verðtrygginguna afhjúpuð Kristinn H. Gunnarsson skrifar 6. mars 2014 06:00 Um árabil hefur því verið haldið fram að verðtrygging lánsfjár væri helsta vandamál skuldsettra heimila þar sem sjálfvirkar verðbætur gerðu það að verkum að lánin hækkuðu sífellt. Krafan hefur verið sú að banna verðtrygginguna og breyta lánunum í óverðtryggð lán. Yrði það gert myndu vextir lækka og greiðslubyrðin léttast og skuldin greiðast niður. Þessi málflutningur fékk mikinn stuðning í síðustu alþingiskosningum og nú stendur til að banna verðtrygginguna. Sérstök nefnd ríkisstjórnarinnar hefur nú skilað áliti og tillögum. Niðurstaðan er á annan veg en til stóð, staða skuldara mun versna við breytinguna í stað þess að batna. Óverðtryggðu vextirnir verða hærri en þeir verðtryggðu og lánstíminn mun styttast. Greiðslubyrðin mun stórlega þyngjast. Af þessu leiðir að færri heimili munu ráða við íbúðakaup og þurfa því að búa við háa húsaleigu á almennum markaði eða treysta á úrræði sveitarfélaganna. Nefndarmönnum hrýs eðlilega hugur við afleiðingunum af afnámi verðtryggingarinnar og þeir leggja flestir til að setja málið í bið um óákveðinn tíma. Um það er einhugur í nefndinni að vextir munu hækka. Upplýst er að síðustu 20 ár hafa vextir óverðtryggðra lán verið að jafnaði um 1,5% hærri en verðtryggðir vextir. Það er í samræmi við niðurstöður ýmissa aðila undanfarin ár. Þar með er fallin um sjálft sig meginfullyrðingin um hækkunarspíralinn sem sagður er leiða af verðtryggingunni. Við blasir að væru allar skuldir heimilanna færðar yfir í óverðtryggða vexti myndi vaxtafjárhæðin af skuldunum verða enn hærri en áður.Umræðan á villigötum Greiðslubyrðin af vöxtunum einum yrði slík að tugþúsundir heimila myndu ekki ráða við hana og augljóst er að úrræði bankanna yrði að bæta stórum hluta af vöxtunum við höfuðstól lánsins, rétt eins og gert er í verðtryggingunni. Allir nefndarmenn viðurkenna þessa staðreynd og telja að ríkið þurfi að grípa inn í með fjárframlögum til þess að vinna á móti vandanum sem afnám verðtryggingarinnar skapar. Þá telja nefndarmenn að lánstíminn muni styttast umtalsvert ef bönnuð yrði greiðsludreifing á verðbótunum sem tíðkast í verðtryggingunni. Sú breyting mun líka hækka greiðslubyrðina af skuldunum verulega. Á móti því kæmi hraðari eignamyndun. Samanlagt getur greiðslubyrðin hækkað í rúman áratug um allt að 70% vegna vaxtahækkunarinnar og styttri lánstíma. Fjölmargir kjósendur fá með áliti nefndarinnar framan í sig sem kalda vatnsgusu þá staðreynd, sem raunar lá fyrir, að afnám verðtryggingarinnar er ekkert töfraráð, heldur þvert á móti til þess fallið að auka á vandræði skuldugra heimila. Versta útreið fær tillaga formanns Framsóknarflokksins, sem lagði til fyrir tæpu ári að skipt yrði út verðtryggðum skuldabréfum fyrir óverðtryggð. Seðlabankinn og Analytica telja að þá myndi greiðslubyrðin hækka mest og fasteignaverð gæti lækkað frá 14%–23% og með rýrnandi eignarhluta fjölskyldnanna í fasteigninni. Það sem eftir stendur er að umræðan hefur verið á villigötum og kjósendur hafa verið blekktir. Verðtryggingin er ekki vandamálið og afnám hennar því ekki lausnin. Háir raunvextir hérlendis eiga sér flóknar orsakir og vanhæfir stjórnmálamenn eru sjálfstætt og umtalsvert efnahagsvandamál. Í heimi án verðtryggingar og án möguleika á því að jafna greiðslubyrðina yfir lánstímann verður vandinn áfram við lýði og skuldarar verða síst betur staddir. Það er kjarni málsins og hann hefur nú verið afhjúpaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Um árabil hefur því verið haldið fram að verðtrygging lánsfjár væri helsta vandamál skuldsettra heimila þar sem sjálfvirkar verðbætur gerðu það að verkum að lánin hækkuðu sífellt. Krafan hefur verið sú að banna verðtrygginguna og breyta lánunum í óverðtryggð lán. Yrði það gert myndu vextir lækka og greiðslubyrðin léttast og skuldin greiðast niður. Þessi málflutningur fékk mikinn stuðning í síðustu alþingiskosningum og nú stendur til að banna verðtrygginguna. Sérstök nefnd ríkisstjórnarinnar hefur nú skilað áliti og tillögum. Niðurstaðan er á annan veg en til stóð, staða skuldara mun versna við breytinguna í stað þess að batna. Óverðtryggðu vextirnir verða hærri en þeir verðtryggðu og lánstíminn mun styttast. Greiðslubyrðin mun stórlega þyngjast. Af þessu leiðir að færri heimili munu ráða við íbúðakaup og þurfa því að búa við háa húsaleigu á almennum markaði eða treysta á úrræði sveitarfélaganna. Nefndarmönnum hrýs eðlilega hugur við afleiðingunum af afnámi verðtryggingarinnar og þeir leggja flestir til að setja málið í bið um óákveðinn tíma. Um það er einhugur í nefndinni að vextir munu hækka. Upplýst er að síðustu 20 ár hafa vextir óverðtryggðra lán verið að jafnaði um 1,5% hærri en verðtryggðir vextir. Það er í samræmi við niðurstöður ýmissa aðila undanfarin ár. Þar með er fallin um sjálft sig meginfullyrðingin um hækkunarspíralinn sem sagður er leiða af verðtryggingunni. Við blasir að væru allar skuldir heimilanna færðar yfir í óverðtryggða vexti myndi vaxtafjárhæðin af skuldunum verða enn hærri en áður.Umræðan á villigötum Greiðslubyrðin af vöxtunum einum yrði slík að tugþúsundir heimila myndu ekki ráða við hana og augljóst er að úrræði bankanna yrði að bæta stórum hluta af vöxtunum við höfuðstól lánsins, rétt eins og gert er í verðtryggingunni. Allir nefndarmenn viðurkenna þessa staðreynd og telja að ríkið þurfi að grípa inn í með fjárframlögum til þess að vinna á móti vandanum sem afnám verðtryggingarinnar skapar. Þá telja nefndarmenn að lánstíminn muni styttast umtalsvert ef bönnuð yrði greiðsludreifing á verðbótunum sem tíðkast í verðtryggingunni. Sú breyting mun líka hækka greiðslubyrðina af skuldunum verulega. Á móti því kæmi hraðari eignamyndun. Samanlagt getur greiðslubyrðin hækkað í rúman áratug um allt að 70% vegna vaxtahækkunarinnar og styttri lánstíma. Fjölmargir kjósendur fá með áliti nefndarinnar framan í sig sem kalda vatnsgusu þá staðreynd, sem raunar lá fyrir, að afnám verðtryggingarinnar er ekkert töfraráð, heldur þvert á móti til þess fallið að auka á vandræði skuldugra heimila. Versta útreið fær tillaga formanns Framsóknarflokksins, sem lagði til fyrir tæpu ári að skipt yrði út verðtryggðum skuldabréfum fyrir óverðtryggð. Seðlabankinn og Analytica telja að þá myndi greiðslubyrðin hækka mest og fasteignaverð gæti lækkað frá 14%–23% og með rýrnandi eignarhluta fjölskyldnanna í fasteigninni. Það sem eftir stendur er að umræðan hefur verið á villigötum og kjósendur hafa verið blekktir. Verðtryggingin er ekki vandamálið og afnám hennar því ekki lausnin. Háir raunvextir hérlendis eiga sér flóknar orsakir og vanhæfir stjórnmálamenn eru sjálfstætt og umtalsvert efnahagsvandamál. Í heimi án verðtryggingar og án möguleika á því að jafna greiðslubyrðina yfir lánstímann verður vandinn áfram við lýði og skuldarar verða síst betur staddir. Það er kjarni málsins og hann hefur nú verið afhjúpaður.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar