Blekkingin um verðtrygginguna afhjúpuð Kristinn H. Gunnarsson skrifar 6. mars 2014 06:00 Um árabil hefur því verið haldið fram að verðtrygging lánsfjár væri helsta vandamál skuldsettra heimila þar sem sjálfvirkar verðbætur gerðu það að verkum að lánin hækkuðu sífellt. Krafan hefur verið sú að banna verðtrygginguna og breyta lánunum í óverðtryggð lán. Yrði það gert myndu vextir lækka og greiðslubyrðin léttast og skuldin greiðast niður. Þessi málflutningur fékk mikinn stuðning í síðustu alþingiskosningum og nú stendur til að banna verðtrygginguna. Sérstök nefnd ríkisstjórnarinnar hefur nú skilað áliti og tillögum. Niðurstaðan er á annan veg en til stóð, staða skuldara mun versna við breytinguna í stað þess að batna. Óverðtryggðu vextirnir verða hærri en þeir verðtryggðu og lánstíminn mun styttast. Greiðslubyrðin mun stórlega þyngjast. Af þessu leiðir að færri heimili munu ráða við íbúðakaup og þurfa því að búa við háa húsaleigu á almennum markaði eða treysta á úrræði sveitarfélaganna. Nefndarmönnum hrýs eðlilega hugur við afleiðingunum af afnámi verðtryggingarinnar og þeir leggja flestir til að setja málið í bið um óákveðinn tíma. Um það er einhugur í nefndinni að vextir munu hækka. Upplýst er að síðustu 20 ár hafa vextir óverðtryggðra lán verið að jafnaði um 1,5% hærri en verðtryggðir vextir. Það er í samræmi við niðurstöður ýmissa aðila undanfarin ár. Þar með er fallin um sjálft sig meginfullyrðingin um hækkunarspíralinn sem sagður er leiða af verðtryggingunni. Við blasir að væru allar skuldir heimilanna færðar yfir í óverðtryggða vexti myndi vaxtafjárhæðin af skuldunum verða enn hærri en áður.Umræðan á villigötum Greiðslubyrðin af vöxtunum einum yrði slík að tugþúsundir heimila myndu ekki ráða við hana og augljóst er að úrræði bankanna yrði að bæta stórum hluta af vöxtunum við höfuðstól lánsins, rétt eins og gert er í verðtryggingunni. Allir nefndarmenn viðurkenna þessa staðreynd og telja að ríkið þurfi að grípa inn í með fjárframlögum til þess að vinna á móti vandanum sem afnám verðtryggingarinnar skapar. Þá telja nefndarmenn að lánstíminn muni styttast umtalsvert ef bönnuð yrði greiðsludreifing á verðbótunum sem tíðkast í verðtryggingunni. Sú breyting mun líka hækka greiðslubyrðina af skuldunum verulega. Á móti því kæmi hraðari eignamyndun. Samanlagt getur greiðslubyrðin hækkað í rúman áratug um allt að 70% vegna vaxtahækkunarinnar og styttri lánstíma. Fjölmargir kjósendur fá með áliti nefndarinnar framan í sig sem kalda vatnsgusu þá staðreynd, sem raunar lá fyrir, að afnám verðtryggingarinnar er ekkert töfraráð, heldur þvert á móti til þess fallið að auka á vandræði skuldugra heimila. Versta útreið fær tillaga formanns Framsóknarflokksins, sem lagði til fyrir tæpu ári að skipt yrði út verðtryggðum skuldabréfum fyrir óverðtryggð. Seðlabankinn og Analytica telja að þá myndi greiðslubyrðin hækka mest og fasteignaverð gæti lækkað frá 14%–23% og með rýrnandi eignarhluta fjölskyldnanna í fasteigninni. Það sem eftir stendur er að umræðan hefur verið á villigötum og kjósendur hafa verið blekktir. Verðtryggingin er ekki vandamálið og afnám hennar því ekki lausnin. Háir raunvextir hérlendis eiga sér flóknar orsakir og vanhæfir stjórnmálamenn eru sjálfstætt og umtalsvert efnahagsvandamál. Í heimi án verðtryggingar og án möguleika á því að jafna greiðslubyrðina yfir lánstímann verður vandinn áfram við lýði og skuldarar verða síst betur staddir. Það er kjarni málsins og hann hefur nú verið afhjúpaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Agnar Már Másson skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Um árabil hefur því verið haldið fram að verðtrygging lánsfjár væri helsta vandamál skuldsettra heimila þar sem sjálfvirkar verðbætur gerðu það að verkum að lánin hækkuðu sífellt. Krafan hefur verið sú að banna verðtrygginguna og breyta lánunum í óverðtryggð lán. Yrði það gert myndu vextir lækka og greiðslubyrðin léttast og skuldin greiðast niður. Þessi málflutningur fékk mikinn stuðning í síðustu alþingiskosningum og nú stendur til að banna verðtrygginguna. Sérstök nefnd ríkisstjórnarinnar hefur nú skilað áliti og tillögum. Niðurstaðan er á annan veg en til stóð, staða skuldara mun versna við breytinguna í stað þess að batna. Óverðtryggðu vextirnir verða hærri en þeir verðtryggðu og lánstíminn mun styttast. Greiðslubyrðin mun stórlega þyngjast. Af þessu leiðir að færri heimili munu ráða við íbúðakaup og þurfa því að búa við háa húsaleigu á almennum markaði eða treysta á úrræði sveitarfélaganna. Nefndarmönnum hrýs eðlilega hugur við afleiðingunum af afnámi verðtryggingarinnar og þeir leggja flestir til að setja málið í bið um óákveðinn tíma. Um það er einhugur í nefndinni að vextir munu hækka. Upplýst er að síðustu 20 ár hafa vextir óverðtryggðra lán verið að jafnaði um 1,5% hærri en verðtryggðir vextir. Það er í samræmi við niðurstöður ýmissa aðila undanfarin ár. Þar með er fallin um sjálft sig meginfullyrðingin um hækkunarspíralinn sem sagður er leiða af verðtryggingunni. Við blasir að væru allar skuldir heimilanna færðar yfir í óverðtryggða vexti myndi vaxtafjárhæðin af skuldunum verða enn hærri en áður.Umræðan á villigötum Greiðslubyrðin af vöxtunum einum yrði slík að tugþúsundir heimila myndu ekki ráða við hana og augljóst er að úrræði bankanna yrði að bæta stórum hluta af vöxtunum við höfuðstól lánsins, rétt eins og gert er í verðtryggingunni. Allir nefndarmenn viðurkenna þessa staðreynd og telja að ríkið þurfi að grípa inn í með fjárframlögum til þess að vinna á móti vandanum sem afnám verðtryggingarinnar skapar. Þá telja nefndarmenn að lánstíminn muni styttast umtalsvert ef bönnuð yrði greiðsludreifing á verðbótunum sem tíðkast í verðtryggingunni. Sú breyting mun líka hækka greiðslubyrðina af skuldunum verulega. Á móti því kæmi hraðari eignamyndun. Samanlagt getur greiðslubyrðin hækkað í rúman áratug um allt að 70% vegna vaxtahækkunarinnar og styttri lánstíma. Fjölmargir kjósendur fá með áliti nefndarinnar framan í sig sem kalda vatnsgusu þá staðreynd, sem raunar lá fyrir, að afnám verðtryggingarinnar er ekkert töfraráð, heldur þvert á móti til þess fallið að auka á vandræði skuldugra heimila. Versta útreið fær tillaga formanns Framsóknarflokksins, sem lagði til fyrir tæpu ári að skipt yrði út verðtryggðum skuldabréfum fyrir óverðtryggð. Seðlabankinn og Analytica telja að þá myndi greiðslubyrðin hækka mest og fasteignaverð gæti lækkað frá 14%–23% og með rýrnandi eignarhluta fjölskyldnanna í fasteigninni. Það sem eftir stendur er að umræðan hefur verið á villigötum og kjósendur hafa verið blekktir. Verðtryggingin er ekki vandamálið og afnám hennar því ekki lausnin. Háir raunvextir hérlendis eiga sér flóknar orsakir og vanhæfir stjórnmálamenn eru sjálfstætt og umtalsvert efnahagsvandamál. Í heimi án verðtryggingar og án möguleika á því að jafna greiðslubyrðina yfir lánstímann verður vandinn áfram við lýði og skuldarar verða síst betur staddir. Það er kjarni málsins og hann hefur nú verið afhjúpaður.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun