Salernisgjald og bílastæða- gjald í stað náttúrupassa Kári Jónasson skrifar 6. mars 2014 06:00 Þá er endanlega orðið ljóst að ekki verður af því að erlendir ferðamenn skuli kaupa náttúrupassa ef þeir hugsa sér að ferðast um landið. Ragnheiður Elín ráðherra ferðamála hafði í haust gert sér vonir um að náttúrupassi yrði tekinn í notkun á sumarvertíð á þessu ári, en eftir að samráðshópur um passann var settur á laggirnar hafa komið upp margs konar sjónarmið varðandi passann. Á það bæði við um gildi hans, sölufyrirkomulag og kannski ekki síst hvernig eigi að útdeila þeim fjármunum sem kynnu að koma inn verði passinn að veruleika. Þar eiga í hlut bæði opinberir aðilar, sveitarfélög, landeigendur, einstaklingar og fleiri sem hagsmuna hafa að gæta varðandi útgáfu væntanlegs passa. Samkvæmt mínum heimildum hafa komið fram í samstarfshópnum um undirbúning passans mjög mismunandi skoðanir um útdeilingu fjárins sérstaklega, og þar hafa fulltrúar ríkisins ekki verið neinir eftirbátar annarra í að krefjast ríkulegs hlutar af innkomunni fyrir passann.Hvernig skal bregðast við? Á meðan beðið er kannski í allt að eitt ár eftir að passinn komist í umferð, eykst stöðugt straumur ferðamanna hingað til lands, og við leiðsögumenn höfum ekki síður en aðrir áhyggjur af umgengni á ferðamannstöðum. Margir okkar eru líka algjörlega á móti „skúravæðingu“ við vinsæla ferðamannastaði. Það er orðið of seint að hækka gistináttagjaldið svokallaða fyrir sumarvertíðina, en það hefði stjórnvöldum verið í lófa lagið á síðasta ári. Þá hefði að sjálfsögðu verið hægt að falla frá því að lækka virðisauka á gistingu, en með því hefði Framkvæmdasjóður ferðamannastaða fengið töluvert aukið fé. Stjórnvöld eru hins vegar ekki á þeim buxunum.Salernisgjald og bílastæðagjald Þá fer maður að huga að öðrum og fljótvirkari leiðum, og í huga mér koma þá strax tvær tekjuöflunarleiðir á ferðamannastöðum sem hafa hingað til ekki verið nýttar mikið hér. Það er þá í fyrsta lagi að staðir eins og Geysir innheimti salernisgjald eins og gert er víðast hvar í heiminum á ferðamannastöðum, áningarstöðum við hraðbrautir, á sumum veitingahúsum og verslunarmiðstöðvum. Við innganginn á salernunum á Geysi greiddu menn t.d. 200 krónur, fengju miða og gætu notað hálfvirði hans til að kaupa minjagripi eða veitingar. Þessari aðstöðu væri hægt að koma fyrir víða á viku og þá væri verið að greiða fyrir einhverja þjónustu. Annar tekjumöguleiki sem ég sé er að ökumenn verði látnir greiða fyrir bílastæði á fjölmennum stöðum, rétt eins og fólk þarf að gera hér í Miðbænum, að ekki sé nú talað um Landspítalann við Hringbraut eða bráðadeildina í Fossvogi. Hvers vegna ekki við Hakið, Gullfoss og Geysi, Seljalandsfoss, Skógafoss eða Dimmuborgir svo dæmi séu nefnd.Miðamælir kostar um 1,7 milljónir Á þessum stöðum þyrftu viðkomandi sveitarfélög að stofna bílastæðasjóð eins og í Reykjavík, og e.t.v. þyrfti að keyra í gegn lagabreytingu á Alþingi fyrir þinglok, ef ekki er lagagrundvöllur fyrir þessu utan borgarinnar. Miðamælar eins og í Reykjavík kosta kannski 1,7 milljónir króna og þeir eru sjálfbærir þ.e. í þeim eru sólarsellur svo það þarf ekki að leggja að þeim rafmagn, bara að skella þeim niður, setja upp skilti, þjálfa fólk með hjálp Bílastæðasjóðs Reykjavíkur að reka mælana og sekta þá sem fara fram yfir. Þarna mætti hugsa sér að bílar með hópferðaleyfi þyrftu ekki að greiða, rétt eins og íbúar og fatlaðir í borginni. Nú þurfa sveitarstjórnarmenn á ýmsum stöðum að bretta upp ermar, og kannski gæti þetta og álag á gistingu sparað okkur að setja á stofn „Náttúrupassastofnun ríkisins“, með öllu því sem slíkum stofnunum tilheyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Tengdar fréttir Betri Kópavogur Það er gott að búa í Kópavogi, þess vegna bý ég þar. Það þýðir ekki að hvorki megi né þurfi að bæta bæinn okkar, bæta þjónustu við íbúana, bæta skólastarf og bæta húsnæðismálin svo örfá dæmi séu tekin. Markmiðið er að gera Kópavog að betri og öflugri bæ. 5. mars 2014 06:00 Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Sjá meira
Þá er endanlega orðið ljóst að ekki verður af því að erlendir ferðamenn skuli kaupa náttúrupassa ef þeir hugsa sér að ferðast um landið. Ragnheiður Elín ráðherra ferðamála hafði í haust gert sér vonir um að náttúrupassi yrði tekinn í notkun á sumarvertíð á þessu ári, en eftir að samráðshópur um passann var settur á laggirnar hafa komið upp margs konar sjónarmið varðandi passann. Á það bæði við um gildi hans, sölufyrirkomulag og kannski ekki síst hvernig eigi að útdeila þeim fjármunum sem kynnu að koma inn verði passinn að veruleika. Þar eiga í hlut bæði opinberir aðilar, sveitarfélög, landeigendur, einstaklingar og fleiri sem hagsmuna hafa að gæta varðandi útgáfu væntanlegs passa. Samkvæmt mínum heimildum hafa komið fram í samstarfshópnum um undirbúning passans mjög mismunandi skoðanir um útdeilingu fjárins sérstaklega, og þar hafa fulltrúar ríkisins ekki verið neinir eftirbátar annarra í að krefjast ríkulegs hlutar af innkomunni fyrir passann.Hvernig skal bregðast við? Á meðan beðið er kannski í allt að eitt ár eftir að passinn komist í umferð, eykst stöðugt straumur ferðamanna hingað til lands, og við leiðsögumenn höfum ekki síður en aðrir áhyggjur af umgengni á ferðamannstöðum. Margir okkar eru líka algjörlega á móti „skúravæðingu“ við vinsæla ferðamannastaði. Það er orðið of seint að hækka gistináttagjaldið svokallaða fyrir sumarvertíðina, en það hefði stjórnvöldum verið í lófa lagið á síðasta ári. Þá hefði að sjálfsögðu verið hægt að falla frá því að lækka virðisauka á gistingu, en með því hefði Framkvæmdasjóður ferðamannastaða fengið töluvert aukið fé. Stjórnvöld eru hins vegar ekki á þeim buxunum.Salernisgjald og bílastæðagjald Þá fer maður að huga að öðrum og fljótvirkari leiðum, og í huga mér koma þá strax tvær tekjuöflunarleiðir á ferðamannastöðum sem hafa hingað til ekki verið nýttar mikið hér. Það er þá í fyrsta lagi að staðir eins og Geysir innheimti salernisgjald eins og gert er víðast hvar í heiminum á ferðamannastöðum, áningarstöðum við hraðbrautir, á sumum veitingahúsum og verslunarmiðstöðvum. Við innganginn á salernunum á Geysi greiddu menn t.d. 200 krónur, fengju miða og gætu notað hálfvirði hans til að kaupa minjagripi eða veitingar. Þessari aðstöðu væri hægt að koma fyrir víða á viku og þá væri verið að greiða fyrir einhverja þjónustu. Annar tekjumöguleiki sem ég sé er að ökumenn verði látnir greiða fyrir bílastæði á fjölmennum stöðum, rétt eins og fólk þarf að gera hér í Miðbænum, að ekki sé nú talað um Landspítalann við Hringbraut eða bráðadeildina í Fossvogi. Hvers vegna ekki við Hakið, Gullfoss og Geysi, Seljalandsfoss, Skógafoss eða Dimmuborgir svo dæmi séu nefnd.Miðamælir kostar um 1,7 milljónir Á þessum stöðum þyrftu viðkomandi sveitarfélög að stofna bílastæðasjóð eins og í Reykjavík, og e.t.v. þyrfti að keyra í gegn lagabreytingu á Alþingi fyrir þinglok, ef ekki er lagagrundvöllur fyrir þessu utan borgarinnar. Miðamælar eins og í Reykjavík kosta kannski 1,7 milljónir króna og þeir eru sjálfbærir þ.e. í þeim eru sólarsellur svo það þarf ekki að leggja að þeim rafmagn, bara að skella þeim niður, setja upp skilti, þjálfa fólk með hjálp Bílastæðasjóðs Reykjavíkur að reka mælana og sekta þá sem fara fram yfir. Þarna mætti hugsa sér að bílar með hópferðaleyfi þyrftu ekki að greiða, rétt eins og íbúar og fatlaðir í borginni. Nú þurfa sveitarstjórnarmenn á ýmsum stöðum að bretta upp ermar, og kannski gæti þetta og álag á gistingu sparað okkur að setja á stofn „Náttúrupassastofnun ríkisins“, með öllu því sem slíkum stofnunum tilheyrir.
Betri Kópavogur Það er gott að búa í Kópavogi, þess vegna bý ég þar. Það þýðir ekki að hvorki megi né þurfi að bæta bæinn okkar, bæta þjónustu við íbúana, bæta skólastarf og bæta húsnæðismálin svo örfá dæmi séu tekin. Markmiðið er að gera Kópavog að betri og öflugri bæ. 5. mars 2014 06:00
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun