Betri Kópavogur Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar 5. mars 2014 06:00 Það er gott að búa í Kópavogi, þess vegna bý ég þar. Það þýðir ekki að hvorki megi né þurfi að bæta bæinn okkar, bæta þjónustu við íbúana, bæta skólastarf og bæta húsnæðismálin svo örfá dæmi séu tekin. Markmiðið er að gera Kópavog að betri og öflugri bæ. Húsnæðismálin eru mikilvægt úrlausnarefni. Nauðsynlegt er að Kópavogur stígi inn og fjölgi búsetuúrræðum fyrir ungt fólk sem og félagslegum íbúðum. Þróunin á húsnæðismarkaði höfuðborgarsvæðisins er ekki ásættanleg þar sem lífeyrissjóðir og fjárfestingasjóðir eru að kaupa upp hundruð íbúða. Ungt fólk má sín lítils í slíkri samkeppni. Það er mjög brýnt að ganga strax í þessi mál. Það þarf að endurreisa með einum eða öðrum hætti húsnæðiskerfi sem núverandi ríkisstjórnarflokkar brutu niður á sínum tíma. Andstaða núverandi bæjarstjóra við öflugan leigumarkað hefur komið fram, en mikilvægt er að þau sjónarmið verði ekki ráðandi í Kópavogi eftir kosningar í vor. Íþrótta- og tómstundamál eru meðal þess sem sveitarfélagið á að standa myndarlega að. Það þarf að bæta og skipuleggja íþrótta- og tómstundastarfið með hagsmuni iðkenda í huga, sérstaklega þeirra sem yngri eru. Öflugt íþróttabandalag í Kópavogi tel ég að geti orðið íþróttastarfinu til mikils framdráttar. Íþróttir og tómstundir snúa ekki einvörðungu að börnum og unglingum. Þar koma allir aldurshópar við sögu. Eldri borgarar í Kópavogi hafa verið virkir á þeim vettvangi og er það vel. Til að nýta enn betur þekkingu þeirra og reynslu tel ég að koma eigi á fót öldungaráði í bænum. Eldri borgarar myndu þar vera umsagnaraðilar og ráðgjafar um hvaðeina sem lýtur að aðstæðum þessa hóps í Kópavogi. Það þarf svo sannarlega að bæta þjónustu við þennan hóp íbúa í bænum. Undirstaða undir allar góðar hugmyndir fyrir betri Kópavog til framtíðar er að ná tökum á fjármálum Kópavogsbæjar sem sjálfstæðismenn og framsóknarmenn hafa skilið eftir í afar slæmu ástandi. Skuldir Kópavogsbæjar nema nú um 40 milljörðum sem er afleitur árangur. Nýtt fólk sem hefur gefið kost á sér á lista jafnaðarmanna í Kópavogi er tilbúið til að gera Kópavog að betri bæ.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Það er gott að búa í Kópavogi, þess vegna bý ég þar. Það þýðir ekki að hvorki megi né þurfi að bæta bæinn okkar, bæta þjónustu við íbúana, bæta skólastarf og bæta húsnæðismálin svo örfá dæmi séu tekin. Markmiðið er að gera Kópavog að betri og öflugri bæ. Húsnæðismálin eru mikilvægt úrlausnarefni. Nauðsynlegt er að Kópavogur stígi inn og fjölgi búsetuúrræðum fyrir ungt fólk sem og félagslegum íbúðum. Þróunin á húsnæðismarkaði höfuðborgarsvæðisins er ekki ásættanleg þar sem lífeyrissjóðir og fjárfestingasjóðir eru að kaupa upp hundruð íbúða. Ungt fólk má sín lítils í slíkri samkeppni. Það er mjög brýnt að ganga strax í þessi mál. Það þarf að endurreisa með einum eða öðrum hætti húsnæðiskerfi sem núverandi ríkisstjórnarflokkar brutu niður á sínum tíma. Andstaða núverandi bæjarstjóra við öflugan leigumarkað hefur komið fram, en mikilvægt er að þau sjónarmið verði ekki ráðandi í Kópavogi eftir kosningar í vor. Íþrótta- og tómstundamál eru meðal þess sem sveitarfélagið á að standa myndarlega að. Það þarf að bæta og skipuleggja íþrótta- og tómstundastarfið með hagsmuni iðkenda í huga, sérstaklega þeirra sem yngri eru. Öflugt íþróttabandalag í Kópavogi tel ég að geti orðið íþróttastarfinu til mikils framdráttar. Íþróttir og tómstundir snúa ekki einvörðungu að börnum og unglingum. Þar koma allir aldurshópar við sögu. Eldri borgarar í Kópavogi hafa verið virkir á þeim vettvangi og er það vel. Til að nýta enn betur þekkingu þeirra og reynslu tel ég að koma eigi á fót öldungaráði í bænum. Eldri borgarar myndu þar vera umsagnaraðilar og ráðgjafar um hvaðeina sem lýtur að aðstæðum þessa hóps í Kópavogi. Það þarf svo sannarlega að bæta þjónustu við þennan hóp íbúa í bænum. Undirstaða undir allar góðar hugmyndir fyrir betri Kópavog til framtíðar er að ná tökum á fjármálum Kópavogsbæjar sem sjálfstæðismenn og framsóknarmenn hafa skilið eftir í afar slæmu ástandi. Skuldir Kópavogsbæjar nema nú um 40 milljörðum sem er afleitur árangur. Nýtt fólk sem hefur gefið kost á sér á lista jafnaðarmanna í Kópavogi er tilbúið til að gera Kópavog að betri bæ.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun