Lýðræðislegt umboð – sýnd og reynd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar 5. mars 2014 06:00 Ekki er svo ýkja langt síðan lítill hópur Evrópuandstæðinga talaði um það mikið og hátt að skort hefði lýðræðislegt umboð fyrir aðildarumsókn Íslands að ESB. Með þessum rökum vildu þeir hætta öllum samningaviðræðum við sambandið og draga umsóknina til baka. Vitaskuld var hugmyndin í hæsta máta langsótt. Á Íslandi er þingræðisregla í gildi samkvæmt ríkri hefð. Stjórnskipulegt vald er í höndum meirihluta Alþingis. Og það var meirihluti Alþingis, þar á meðal þingmenn úr öllum flokkum, sem samþykkti aðildarumsókn að ESB. Ennfremur var á þeim tíma nokkuð almennur stuðningur við þennan framgangsmáta í þjóðfélaginu og þá lá alltaf fyrir að þjóðin hefði síðasta orðið. Engu að síður var þessi nýstárlega hugmynd endurtekin í síbylju eins og helgibókstafur og voru þingmenn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks meðal þeirra sem endurómuðu hátíðlegheitin. Nú hefur fólk ekki hugmyndir sem fela í sér stjórnskipulega byltingu í flimtingum – allra síst fólk sem vill láta taka mark á orðum sínum. Það kann svo sem að hafa legið einhver djúp hugsun á bak við þessar upphrópanir, þó hún sé tæpast til í fræðunum. En þessum miklu lýðræðisvinum þótti a.m.k. ekki tilhlýðilegt að reifa skynsamlegar röksemdir opinberlega, enda þótt ærin ástæða væri til. Við verðum bara að geta okkur til. Hugsanlega litu þessir aðilar svo á að möguleg aðild að ESB væri svo afdrifarík að þjóðin sjálf þyrfti að kveða á um hvort af aðildarumsókn yrði. Um slíkt þekkjast þó engin dæmi, hvorki í Evrópu né hérlendis. Raunar var það svo þegar Ísland gerðist aðili að EES á sínum tíma, að þjóðin fékk ekki einu sinni að segja skoðun sína á endanlegum samningi. Þó var það með EES sem hið eiginlega aðlögunarferli íslensks samfélags að löggjöf ESB hófst – og stendur reyndar yfir enn án þess að löggjafinn fái nokkru um það ráðið. Aldeilis afdrifarík ákvörðun það. Ef til vill höfðu ESB-andstæðingar í huga skoðanakannanir sem á miðju kjörtímabili bentu til þess að ekki væri vilji meðal þjóðarinnar til þess að ganga í ESB. Þeir þreyttust heldur ekki á að lýsa því að annar stjórnarflokkanna hefði gefið fyrirheit um eitthvað annað en aðildarumsókn í aðdraganda kosninga vorið 2009 og væri því að svíkjast um. Svo kann þeim að hafa þótt dvínandi fylgi við stjórnarflokkana, eftir því sem seig á seinni hluta kjörtímabilsins, rýra umboð þeirra til athafna. En þetta eru allt veikar röksemdir og á litlum hyggindum byggðar. Auðvitað var viðbúið að þær kæmu í bakið á þeim ef þeir kæmust til valda. Þarna var því furðu djarft teflt. Sömu rökin geta nefnilega vakið spurningar um hvaðeina sem núverandi meirihluti Alþingis vill framkvæma. En höldum okkur til hægðarauka við þetta afmarkaða mál og horfum til staðreynda. Nýlegar skoðanakannanir hafa ítrekað leitt í ljós að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar vill fá að kjósa um áframhald viðræðna. Stór meirihluti vill jafnframt halda viðræðum áfram og taka upplýsta ákvörðun um aðild þegar samningur liggur fyrir. Allir núverandi ráðherrar Sjálfstæðisflokksins lofuðu því hátíðlega fyrir kosningar að fram myndi fara þjóðaratkvæðagreiðsla um málið og sáu enga annmarka á því að hlíta dómi þjóðarinnar. Það var reyndar talað um skyldu í því samhengi. Undanfarna daga höfum við svo orðið vitni að raunverulegu og óumdeilanlegu ákalli um að stjórnvöld leiti umboðs þjóðarinnar fyrir ákvörðun sinni um að slíta aðildarviðræðum við ESB. Þúsundir hafa safnast saman daglega á Austurvelli og látið þessa kröfu sína í ljósi. Tugþúsundir hafa léð málstaðnum nafn sitt með undirskrift. Slíku var aldrei til að dreifa þegar lítill hópur manna heimtaði viðræðuslit á síðasta kjörtímabili og bar fyrir sig skort á lýðræðislegu umboði. Er ekki rétt að líta svo á að með málflutningi sínum hafi andstæðingar aðildar lagt til leikreglur, jafnvel pólitískar lífsreglur? Liggur ekki í augum uppi að þeir sömu sjálfstæðismenn og hófu hugmyndina um lýðræðislegt umboð upp til skýjanna skuldi kjósendum að framfylgja í dag sinni lýðræðislegu ástríðu? Eða vilja þeir bíða þess að skoðanakannanir sýni þeim fram á enn frekara fylgishrun? Hefur ekki stefna þeirra kolfallið á prófinu? Á meðan þeir velta vöngum yfir þessum samviskuspurningum mættu þeir líka hyggja að því að ákvörðun um að slíta aðildarviðræðum er í raun mun afdrifaríkari en ákvörðunin um að hefja þær var á sínum tíma. Það er ekki bara óskynsamlegt af einangraðri og stórskuldugri þjóð, sem býr við gjaldeyrishöft og er utan gátta alþjóðlegra fjármála, að hafna nánara samstarfi við helstu vina- og viðskiptaþjóðir og þar með mögulegri upptöku gjaldgengrar myntar. Með því að slíta aðildarviðræðum gætu stjórnvöld verið að útiloka þennan möguleika til langframa. Á það hefur verið bent, bæði af fræðimönnum og embættismönnum ESB, að það sé síst sjálfgefið að viðræður muni hefjast á nýjan leik. Ef mælikvarðinn á þörf fyrir lýðræðislegt umboð er fólginn í mikilvægi ákvörðunar þá er ennþá ríkari ástæða til þess að tryggja slíkt umboð ef slíta á aðildarviðræðum við ESB. Og það ber að árétta í þessu samhengi að aðildarumsóknin fól í sér að málið skyldi leitt til lykta í almennri þjóðaratkvæðagreiðslu. Í dag vilja þingflokkar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafa það úrslitavald út af fyrir sig. Stjórnvöld virðast ætla að horfa fram hjá loforðum sínum og ætlaðri sannfæringu. Nú er ljóst að nýkviknuð lýðræðisástin risti ekki djúpt heldur var hún einber og innantómur uppspuni, sýndarmennska. En hafi nokkurn tíma verið eitthvert bit í röksemdinni um lýðræðislegt umboð, þá hlýtur hún að bíta fast í samvisku sjálfstæðismanna í dag.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Ekki er svo ýkja langt síðan lítill hópur Evrópuandstæðinga talaði um það mikið og hátt að skort hefði lýðræðislegt umboð fyrir aðildarumsókn Íslands að ESB. Með þessum rökum vildu þeir hætta öllum samningaviðræðum við sambandið og draga umsóknina til baka. Vitaskuld var hugmyndin í hæsta máta langsótt. Á Íslandi er þingræðisregla í gildi samkvæmt ríkri hefð. Stjórnskipulegt vald er í höndum meirihluta Alþingis. Og það var meirihluti Alþingis, þar á meðal þingmenn úr öllum flokkum, sem samþykkti aðildarumsókn að ESB. Ennfremur var á þeim tíma nokkuð almennur stuðningur við þennan framgangsmáta í þjóðfélaginu og þá lá alltaf fyrir að þjóðin hefði síðasta orðið. Engu að síður var þessi nýstárlega hugmynd endurtekin í síbylju eins og helgibókstafur og voru þingmenn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks meðal þeirra sem endurómuðu hátíðlegheitin. Nú hefur fólk ekki hugmyndir sem fela í sér stjórnskipulega byltingu í flimtingum – allra síst fólk sem vill láta taka mark á orðum sínum. Það kann svo sem að hafa legið einhver djúp hugsun á bak við þessar upphrópanir, þó hún sé tæpast til í fræðunum. En þessum miklu lýðræðisvinum þótti a.m.k. ekki tilhlýðilegt að reifa skynsamlegar röksemdir opinberlega, enda þótt ærin ástæða væri til. Við verðum bara að geta okkur til. Hugsanlega litu þessir aðilar svo á að möguleg aðild að ESB væri svo afdrifarík að þjóðin sjálf þyrfti að kveða á um hvort af aðildarumsókn yrði. Um slíkt þekkjast þó engin dæmi, hvorki í Evrópu né hérlendis. Raunar var það svo þegar Ísland gerðist aðili að EES á sínum tíma, að þjóðin fékk ekki einu sinni að segja skoðun sína á endanlegum samningi. Þó var það með EES sem hið eiginlega aðlögunarferli íslensks samfélags að löggjöf ESB hófst – og stendur reyndar yfir enn án þess að löggjafinn fái nokkru um það ráðið. Aldeilis afdrifarík ákvörðun það. Ef til vill höfðu ESB-andstæðingar í huga skoðanakannanir sem á miðju kjörtímabili bentu til þess að ekki væri vilji meðal þjóðarinnar til þess að ganga í ESB. Þeir þreyttust heldur ekki á að lýsa því að annar stjórnarflokkanna hefði gefið fyrirheit um eitthvað annað en aðildarumsókn í aðdraganda kosninga vorið 2009 og væri því að svíkjast um. Svo kann þeim að hafa þótt dvínandi fylgi við stjórnarflokkana, eftir því sem seig á seinni hluta kjörtímabilsins, rýra umboð þeirra til athafna. En þetta eru allt veikar röksemdir og á litlum hyggindum byggðar. Auðvitað var viðbúið að þær kæmu í bakið á þeim ef þeir kæmust til valda. Þarna var því furðu djarft teflt. Sömu rökin geta nefnilega vakið spurningar um hvaðeina sem núverandi meirihluti Alþingis vill framkvæma. En höldum okkur til hægðarauka við þetta afmarkaða mál og horfum til staðreynda. Nýlegar skoðanakannanir hafa ítrekað leitt í ljós að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar vill fá að kjósa um áframhald viðræðna. Stór meirihluti vill jafnframt halda viðræðum áfram og taka upplýsta ákvörðun um aðild þegar samningur liggur fyrir. Allir núverandi ráðherrar Sjálfstæðisflokksins lofuðu því hátíðlega fyrir kosningar að fram myndi fara þjóðaratkvæðagreiðsla um málið og sáu enga annmarka á því að hlíta dómi þjóðarinnar. Það var reyndar talað um skyldu í því samhengi. Undanfarna daga höfum við svo orðið vitni að raunverulegu og óumdeilanlegu ákalli um að stjórnvöld leiti umboðs þjóðarinnar fyrir ákvörðun sinni um að slíta aðildarviðræðum við ESB. Þúsundir hafa safnast saman daglega á Austurvelli og látið þessa kröfu sína í ljósi. Tugþúsundir hafa léð málstaðnum nafn sitt með undirskrift. Slíku var aldrei til að dreifa þegar lítill hópur manna heimtaði viðræðuslit á síðasta kjörtímabili og bar fyrir sig skort á lýðræðislegu umboði. Er ekki rétt að líta svo á að með málflutningi sínum hafi andstæðingar aðildar lagt til leikreglur, jafnvel pólitískar lífsreglur? Liggur ekki í augum uppi að þeir sömu sjálfstæðismenn og hófu hugmyndina um lýðræðislegt umboð upp til skýjanna skuldi kjósendum að framfylgja í dag sinni lýðræðislegu ástríðu? Eða vilja þeir bíða þess að skoðanakannanir sýni þeim fram á enn frekara fylgishrun? Hefur ekki stefna þeirra kolfallið á prófinu? Á meðan þeir velta vöngum yfir þessum samviskuspurningum mættu þeir líka hyggja að því að ákvörðun um að slíta aðildarviðræðum er í raun mun afdrifaríkari en ákvörðunin um að hefja þær var á sínum tíma. Það er ekki bara óskynsamlegt af einangraðri og stórskuldugri þjóð, sem býr við gjaldeyrishöft og er utan gátta alþjóðlegra fjármála, að hafna nánara samstarfi við helstu vina- og viðskiptaþjóðir og þar með mögulegri upptöku gjaldgengrar myntar. Með því að slíta aðildarviðræðum gætu stjórnvöld verið að útiloka þennan möguleika til langframa. Á það hefur verið bent, bæði af fræðimönnum og embættismönnum ESB, að það sé síst sjálfgefið að viðræður muni hefjast á nýjan leik. Ef mælikvarðinn á þörf fyrir lýðræðislegt umboð er fólginn í mikilvægi ákvörðunar þá er ennþá ríkari ástæða til þess að tryggja slíkt umboð ef slíta á aðildarviðræðum við ESB. Og það ber að árétta í þessu samhengi að aðildarumsóknin fól í sér að málið skyldi leitt til lykta í almennri þjóðaratkvæðagreiðslu. Í dag vilja þingflokkar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafa það úrslitavald út af fyrir sig. Stjórnvöld virðast ætla að horfa fram hjá loforðum sínum og ætlaðri sannfæringu. Nú er ljóst að nýkviknuð lýðræðisástin risti ekki djúpt heldur var hún einber og innantómur uppspuni, sýndarmennska. En hafi nokkurn tíma verið eitthvert bit í röksemdinni um lýðræðislegt umboð, þá hlýtur hún að bíta fast í samvisku sjálfstæðismanna í dag.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun