Gulrætur eða keyri við innleiðingu á samfélagsábyrgð Lára Jóhannsdóttir skrifar 5. mars 2014 07:00 Nýlega kom út á vegum KPMG, Global Reporting Initiative (GRI), Umhverfisáætlunar Sameinuðu þjóðanna (UNEP) og Miðstöðvar um stjórnunarhætti í Afríku skýrslan Carrots and sticks. Skýrslan tók til stöðu mála í 45 þjóðlöndum og fjallaði um samfélagsábyrgð út frá þeim forsendum að fyrirtæki axli sjálfviljug ábyrgð á áhrifum sínum á samfélag og umhverfi, eða að þau séu þvinguð til aðgerða. SamtakamátturFram kemur að sjálfbærnivandamál, það er efnahagsleg, umhverfisleg og samfélagsleg vandamál, krefjist samtakamáttar og að sjálfbærniskýrslur stuðli að árangri þar sem fyrirtæki setji markmið, mæli árangur og stjórni breytingum. Skýrslurnar þjóni þeim tilgangi að miðla upplýsingum, jákvæðum og neikvæðum, sem nýtast til umbóta og til að upplýsa þá sem verða fyrir áhrifum af rekstrinum. Sjálfbærniskýrslur stuðla að samfélögum sem sameina langtíma arðsemi, félagslegt réttlæti og umhverfisvernd. Fram kemur að stefna stjórnvalda, reglugerðir og aðgerðir einkageirans flýti útgáfu sjálfbærniskýrslna. Í þeim 45 löndum sem um ræðir eru 180 reglur í gildi, þar af gera 72 prósent lagalegar kröfur til fyrirtækja um útgáfu sjálfbærniskýrslna, en í 28% tilvika er upplýsingaskyldan valkvæð. Megináhersla hefur verið á skýrslugjöf opinberra fyrirtækja og stærri fyrirtækja, en vaxandi fjöldi lítilla og meðalstórra fyrirtækja gefur út sjálfbærniskýrslur af fúsum og frjálsum vilja. Staða málaÍ skýrslunni er gerð grein fyrir stöðu mála hérlendis um skýrslugerð fyrirtækja, en stjórnvöld gera lagalegar kröfur til fyrirtækja á grundvelli laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, nánar útfært í reglugerð nr. 851/2002 um grænt bókhald. Atvinnustarfsemi sem háð er starfsleyfi, sem sagt orkuiðnaði, jarðefna- og efnaiðnaði og úrgangsstarfsemi, ber að færa grænt bókhald. Þá er vísað til skýrslu Alþingis um grænt hagkerfi. Þar segir að allar stofnanir ráðuneyta og öll ríkisfyrirtæki eigi að birta ársskýrslur til samræmis við GRI-leiðbeiningar, en samkvæmt græna hagkerfinu ættu 80 prósent ráðuneyta, stofnana og ríkisfyrirtækja að skila GRI-skýrslum fyrir árið 2014. EftirbátarTakmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um efndir hjá hinu opinbera, en eftir því sem næst verður komist þá er ÁTVR eina fyrirtækið sem gefið hefur út skýrslu miðað við GRI-leiðbeiningar. Þess utan útbjó Landsbankinn GRI-skýrslu fyrir árið 2012. Miðað við þróun mála í nágrannalöndunum þá eru íslensk fyrirtæki, jafnt opinber fyrirtæki og einkafyrirtæki, eftirbátar á þessu sviði. Er ekki kominn tími til að stjórnvöld og atvinnulífið opni augun fyrir þessari þróun, því að aðgerðarleysi á þessu sviði getur skaðað samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja til lengri tíma litið?Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega kom út á vegum KPMG, Global Reporting Initiative (GRI), Umhverfisáætlunar Sameinuðu þjóðanna (UNEP) og Miðstöðvar um stjórnunarhætti í Afríku skýrslan Carrots and sticks. Skýrslan tók til stöðu mála í 45 þjóðlöndum og fjallaði um samfélagsábyrgð út frá þeim forsendum að fyrirtæki axli sjálfviljug ábyrgð á áhrifum sínum á samfélag og umhverfi, eða að þau séu þvinguð til aðgerða. SamtakamátturFram kemur að sjálfbærnivandamál, það er efnahagsleg, umhverfisleg og samfélagsleg vandamál, krefjist samtakamáttar og að sjálfbærniskýrslur stuðli að árangri þar sem fyrirtæki setji markmið, mæli árangur og stjórni breytingum. Skýrslurnar þjóni þeim tilgangi að miðla upplýsingum, jákvæðum og neikvæðum, sem nýtast til umbóta og til að upplýsa þá sem verða fyrir áhrifum af rekstrinum. Sjálfbærniskýrslur stuðla að samfélögum sem sameina langtíma arðsemi, félagslegt réttlæti og umhverfisvernd. Fram kemur að stefna stjórnvalda, reglugerðir og aðgerðir einkageirans flýti útgáfu sjálfbærniskýrslna. Í þeim 45 löndum sem um ræðir eru 180 reglur í gildi, þar af gera 72 prósent lagalegar kröfur til fyrirtækja um útgáfu sjálfbærniskýrslna, en í 28% tilvika er upplýsingaskyldan valkvæð. Megináhersla hefur verið á skýrslugjöf opinberra fyrirtækja og stærri fyrirtækja, en vaxandi fjöldi lítilla og meðalstórra fyrirtækja gefur út sjálfbærniskýrslur af fúsum og frjálsum vilja. Staða málaÍ skýrslunni er gerð grein fyrir stöðu mála hérlendis um skýrslugerð fyrirtækja, en stjórnvöld gera lagalegar kröfur til fyrirtækja á grundvelli laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, nánar útfært í reglugerð nr. 851/2002 um grænt bókhald. Atvinnustarfsemi sem háð er starfsleyfi, sem sagt orkuiðnaði, jarðefna- og efnaiðnaði og úrgangsstarfsemi, ber að færa grænt bókhald. Þá er vísað til skýrslu Alþingis um grænt hagkerfi. Þar segir að allar stofnanir ráðuneyta og öll ríkisfyrirtæki eigi að birta ársskýrslur til samræmis við GRI-leiðbeiningar, en samkvæmt græna hagkerfinu ættu 80 prósent ráðuneyta, stofnana og ríkisfyrirtækja að skila GRI-skýrslum fyrir árið 2014. EftirbátarTakmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um efndir hjá hinu opinbera, en eftir því sem næst verður komist þá er ÁTVR eina fyrirtækið sem gefið hefur út skýrslu miðað við GRI-leiðbeiningar. Þess utan útbjó Landsbankinn GRI-skýrslu fyrir árið 2012. Miðað við þróun mála í nágrannalöndunum þá eru íslensk fyrirtæki, jafnt opinber fyrirtæki og einkafyrirtæki, eftirbátar á þessu sviði. Er ekki kominn tími til að stjórnvöld og atvinnulífið opni augun fyrir þessari þróun, því að aðgerðarleysi á þessu sviði getur skaðað samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja til lengri tíma litið?Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar