Hættum þessu stríði Eva Ólafsdóttir skrifar 4. mars 2014 06:00 Í ljósi umræðna síðustu daga langar mig að minna á nokkra þætti sem mér finnst stundum gleymast í þeirri stefnu sem nefnd hefur verið ýmsum nöfnum í gegn um tíðina og hefur að gera með jafnréttismál. Undanfarið hef ég fengið það sífellt sterkar á tilfinninguna að við séum komin of langt út í baráttu eða stríð þegar málefnið ber á góma. Það er dagljóst að umræðan er nauðsynleg og þörf á breytingum víða þó vissulega hafi hugsunin breyst og mikill árangur náðst í gegn um árin. En það þarf að stíga varlega til jarðar og gæta þess þegar ákvarðanir eru teknar í nafni jafnréttissjónarmiða að tilgangurinn sé skýr. Það er nefnilega svo að þegar gengið er of langt í þessum efnum snýst jafnréttisbaráttan upp í andhverfu sína. Þegar þetta gerist hrökkva karlar í kút og upplifa að konur séu að reyna að ná einhverju frá þeim – valta yfir þá eða yfirtaka þeirra réttindi. Sá er auðvitað ekki tilgangur jafnréttisbaráttu en fylgifiskur þessa er meðal annars sá að margar konur veigra sér við að leggja orð í belg jafnréttisumræðu af ótta við að verða úthrópaðar eða stimplaðar sem öfgafemínistar. Því er svo mikilvægt að anda rólega og gleyma ekki að við erum í þessu saman, strákar og stelpur, og eigum að hafa hag beggja í huga. Kynjakvóti er ein af þeim hugmyndum jafnréttisbaráttu sem snúist hefur upp í andhverfu sína. Allir ættu að vera metnir að eigin verðleikum og ég hreinlega kaupi það ekki að sú staða geti komið upp að tveir umsækjendur um starf séu svo nákvæmlega jafn hæfir til starfans að ekki sé hægt að taka annan fram yfir hinn á sanngjörnum forsendum. Og hver vill fá úthlutað stöðu á forsendum þess að vera af þessu kyni en ekki hinu? Vera tekinn fram fyrir vegna þess að tölfræðin sýndi að einstaklingar af viðkomandi kyni voru í minnihluta hjá fyrirtækinu? Staðreyndin er sú að fleiri konur sækja í ákveðin störf en karlar og fleiri karlar sækja í ákveðin störf en konur – og það er bæði sjálfsagt og eðlilegt á meðan það er þeirra val og möguleikarnir til að velja þeir sömu. Að því sögðu finnst mér líka eðlilegt að hvetja konur til að sækja um „karlastörf“ og karla um „kvennastörf“ því gamalgróin gildi gera það oft að verkum að fólk skoðar ekki alla möguleika og gæti hugsanlega uppgötvað ný áhugasvið með því að víkka sjóndeildarhringinn og hugsa út fyrir kassann. En þar sem konur kjósa í meirihluta ákveðin störf og karlar önnur á ekki að beita þvingunaraðgerðum til þess að „leiðrétta“ þann mun. Leiðréttingin á að felast í því að gæta þess að allir viti hvar möguleikar þeirra liggja og að allir sitji við sama borð þegar kemur að því að velja sér stað, starf, áhugamál eða annað. Gömul gildi eru rótgróin og að miklu leyti fylgjum við þeim ómeðvitað. Stereótýpískar ímyndir þar sem konur eru sýndar í ákveðnum athöfnum og karlar í öðrum birtast okkur á hverjum degi án þess að við tökum eftir því eða veltum því fyrir okkur af hverju þær eru settar þannig fram. Við þurfum að losa okkur úr þessum fyrirfram mótuðu rullum til þess að börnin okkar fái í alvöru að upplifa að þau hafi val en sé ekki stýrt í ákveðnar áttir. Strákar mega vera í bleiku, stelpur mega leika með bíla og mótorhjól, strákar mega prjóna og stelpur mega grafa skurði. Aðalatriðið er að þau viti að þau hafa val og að bæði kyn hafi sömu möguleika til að velja. Og það að kona velji að læra pípulagningar eða karl að starfa sem dagforeldri þýðir heldur ekki að viðkomandi þurfi að fórna kvenleika eða karlmannleika sínum. Þetta snýst nefnilega ekki um það að karlar og konur eigi að vera eins. Karlar og konur eru ólík og við eigum að virða það og njóta þess. En þau eiga að hafa jafna möguleika á því að velja sína leið í lífinu og um það á baráttan að snúast. Jafnréttismál eiga ekki að vera stríð. Við erum ekki stelpur á móti strákum eins og margir virðast halda. Karlar eru ekki vondir kúgarar með það að markmiði að knésetja konur og konur eru ekki að reyna að hafa af körlum réttindi þeirra eða ná yfirráðum. Enn hallar víða á karla og þeir þurfa líka að berjast gegn gömlum gildum, til dæmis þegar kemur að forsjá og búsetu barna eftir skilnað. Það hefur löngum þótt sjálfsagt og eðlilegt að börn fylgi móður sinni við skilnað og séu í umgengni við föður aðra hverja helgi. Og það er eftir því tekið ef þessu er öfugt farið. Sem betur fer hafa margir tekið upp fyrirkomulag sem felur í sér jöfn skipti ef svo má að orði komast, en það er alls ekki algilt og hin gömlu gildi eru enn áberandi og viðurkennd í samfélagi okkar þó mikið hafi unnist. Mál er að linni þegar kemur að þessari endalausu skiptingu í tvær fylkingar karla og kvenna og uppstillingu þeirra hvorrar gegn annarri. Það er allt of víða verið að stilla upp karla-þessu og kvenna-hinu í málefnum þar sem kyn skiptir engu máli. Við erum öll fólk með ólík áhugamál og ólíkar skoðanir og eigum að bera virðingu fyrir einstaklingunum og fagna fjölbreytileikanum. Mannlegar víddir eru svo margar að það er orðið hjákátlegt hversu mikið við einblínum á kyn fólks í öllum mögulegum aðstæðum. Hættum þessu stríði. Jafnréttismál eru ekki eitthvað sem lýkur þegar ákveðnu markmiði er náð. Þau eru ferli sem við munum ávallt þurfa að hafa í huga við nýjar aðstæður og ný verkefni. En gleymum því ekki að við erum í þessu saman – með allra hag í huga. Aðeins þannig náum við árangri – ekki með offorsi og látum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir Skoðun Hættum að fjárfesta í fortíðinni! Andrés Ingi Jónsson Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Í ljósi umræðna síðustu daga langar mig að minna á nokkra þætti sem mér finnst stundum gleymast í þeirri stefnu sem nefnd hefur verið ýmsum nöfnum í gegn um tíðina og hefur að gera með jafnréttismál. Undanfarið hef ég fengið það sífellt sterkar á tilfinninguna að við séum komin of langt út í baráttu eða stríð þegar málefnið ber á góma. Það er dagljóst að umræðan er nauðsynleg og þörf á breytingum víða þó vissulega hafi hugsunin breyst og mikill árangur náðst í gegn um árin. En það þarf að stíga varlega til jarðar og gæta þess þegar ákvarðanir eru teknar í nafni jafnréttissjónarmiða að tilgangurinn sé skýr. Það er nefnilega svo að þegar gengið er of langt í þessum efnum snýst jafnréttisbaráttan upp í andhverfu sína. Þegar þetta gerist hrökkva karlar í kút og upplifa að konur séu að reyna að ná einhverju frá þeim – valta yfir þá eða yfirtaka þeirra réttindi. Sá er auðvitað ekki tilgangur jafnréttisbaráttu en fylgifiskur þessa er meðal annars sá að margar konur veigra sér við að leggja orð í belg jafnréttisumræðu af ótta við að verða úthrópaðar eða stimplaðar sem öfgafemínistar. Því er svo mikilvægt að anda rólega og gleyma ekki að við erum í þessu saman, strákar og stelpur, og eigum að hafa hag beggja í huga. Kynjakvóti er ein af þeim hugmyndum jafnréttisbaráttu sem snúist hefur upp í andhverfu sína. Allir ættu að vera metnir að eigin verðleikum og ég hreinlega kaupi það ekki að sú staða geti komið upp að tveir umsækjendur um starf séu svo nákvæmlega jafn hæfir til starfans að ekki sé hægt að taka annan fram yfir hinn á sanngjörnum forsendum. Og hver vill fá úthlutað stöðu á forsendum þess að vera af þessu kyni en ekki hinu? Vera tekinn fram fyrir vegna þess að tölfræðin sýndi að einstaklingar af viðkomandi kyni voru í minnihluta hjá fyrirtækinu? Staðreyndin er sú að fleiri konur sækja í ákveðin störf en karlar og fleiri karlar sækja í ákveðin störf en konur – og það er bæði sjálfsagt og eðlilegt á meðan það er þeirra val og möguleikarnir til að velja þeir sömu. Að því sögðu finnst mér líka eðlilegt að hvetja konur til að sækja um „karlastörf“ og karla um „kvennastörf“ því gamalgróin gildi gera það oft að verkum að fólk skoðar ekki alla möguleika og gæti hugsanlega uppgötvað ný áhugasvið með því að víkka sjóndeildarhringinn og hugsa út fyrir kassann. En þar sem konur kjósa í meirihluta ákveðin störf og karlar önnur á ekki að beita þvingunaraðgerðum til þess að „leiðrétta“ þann mun. Leiðréttingin á að felast í því að gæta þess að allir viti hvar möguleikar þeirra liggja og að allir sitji við sama borð þegar kemur að því að velja sér stað, starf, áhugamál eða annað. Gömul gildi eru rótgróin og að miklu leyti fylgjum við þeim ómeðvitað. Stereótýpískar ímyndir þar sem konur eru sýndar í ákveðnum athöfnum og karlar í öðrum birtast okkur á hverjum degi án þess að við tökum eftir því eða veltum því fyrir okkur af hverju þær eru settar þannig fram. Við þurfum að losa okkur úr þessum fyrirfram mótuðu rullum til þess að börnin okkar fái í alvöru að upplifa að þau hafi val en sé ekki stýrt í ákveðnar áttir. Strákar mega vera í bleiku, stelpur mega leika með bíla og mótorhjól, strákar mega prjóna og stelpur mega grafa skurði. Aðalatriðið er að þau viti að þau hafa val og að bæði kyn hafi sömu möguleika til að velja. Og það að kona velji að læra pípulagningar eða karl að starfa sem dagforeldri þýðir heldur ekki að viðkomandi þurfi að fórna kvenleika eða karlmannleika sínum. Þetta snýst nefnilega ekki um það að karlar og konur eigi að vera eins. Karlar og konur eru ólík og við eigum að virða það og njóta þess. En þau eiga að hafa jafna möguleika á því að velja sína leið í lífinu og um það á baráttan að snúast. Jafnréttismál eiga ekki að vera stríð. Við erum ekki stelpur á móti strákum eins og margir virðast halda. Karlar eru ekki vondir kúgarar með það að markmiði að knésetja konur og konur eru ekki að reyna að hafa af körlum réttindi þeirra eða ná yfirráðum. Enn hallar víða á karla og þeir þurfa líka að berjast gegn gömlum gildum, til dæmis þegar kemur að forsjá og búsetu barna eftir skilnað. Það hefur löngum þótt sjálfsagt og eðlilegt að börn fylgi móður sinni við skilnað og séu í umgengni við föður aðra hverja helgi. Og það er eftir því tekið ef þessu er öfugt farið. Sem betur fer hafa margir tekið upp fyrirkomulag sem felur í sér jöfn skipti ef svo má að orði komast, en það er alls ekki algilt og hin gömlu gildi eru enn áberandi og viðurkennd í samfélagi okkar þó mikið hafi unnist. Mál er að linni þegar kemur að þessari endalausu skiptingu í tvær fylkingar karla og kvenna og uppstillingu þeirra hvorrar gegn annarri. Það er allt of víða verið að stilla upp karla-þessu og kvenna-hinu í málefnum þar sem kyn skiptir engu máli. Við erum öll fólk með ólík áhugamál og ólíkar skoðanir og eigum að bera virðingu fyrir einstaklingunum og fagna fjölbreytileikanum. Mannlegar víddir eru svo margar að það er orðið hjákátlegt hversu mikið við einblínum á kyn fólks í öllum mögulegum aðstæðum. Hættum þessu stríði. Jafnréttismál eru ekki eitthvað sem lýkur þegar ákveðnu markmiði er náð. Þau eru ferli sem við munum ávallt þurfa að hafa í huga við nýjar aðstæður og ný verkefni. En gleymum því ekki að við erum í þessu saman – með allra hag í huga. Aðeins þannig náum við árangri – ekki með offorsi og látum.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar