Að pakka inn mat í dýrmætar umbúðir og henda því síðan öllu í ruslið Sigríður Droplaug Jónsdóttir skrifar 12. apríl 2014 07:00 Aukinn hagvöxtur hefur oft á tíðum í för með sér aukna og ósjálfbæra nýtingu á náttúruauðlindum jarðarinnar með neikvæðum áhrifum á umhverfi, samfélög og efnahag þjóða. The International Resource Panel hefur lagt áherslu á að hagvöxtur og nýting náttúruauðlinda sé sett í samhengi við hnignun umhverfisins. Slík nálgun væri að minnsta kosti ein leið til að takast á við aukinn þrýsting á náttúruauðlindir jarðarinnar, eitthvað sem blasir við flestum þjóðum heimsins í dag. Ósjálfbær auðlindanýting stuðlar meðal annars að verðhækkunum sem aftur leiðir af sér aukinn þrýsting á hagkerfi þjóða. Þróunarlöndin eru sérstaklega útsett fyrir slíkum verðhækkunum sem og lönd sem byggja framleiðslu sína að stórum hluta á hvers kyns innflutningi, eins og Ísland. Til Evrópu er flutt nettó inn meira af náttúruauðæfum á mann en í nokkurri annarri heimsálfu eða sem nemur 3 tonn/mann/ári. Fjölmörg þeirra landa sem flytja náttúruauðlindir til Evrópu standa frammi fyrir ýmiskonar þrýstingi eða samkeppni heima fyrir sem hefur áhrif á framboð þeirra. Slíkt leiðir meðal annars af sér hærra verð, dýrari framleiðsluvörur og lakari samkeppnisstöðu. Það er vel hægt að ímynda sér að staða Íslands sé svipuð og staða Evrópu í þessum efnum. Neysla Íslendinga hefur áhrif á náttúruauðlindir fjölmargra þjóða og ábyrgðin um sjálfbæra nýtingu auðlinda er síður en svo minni. Sú ábyrgð liggur víða. Einn liður í að draga úr auknu álagi á náttúruauðlindir er bætt auðlindastýring og aukin skilvirkni í nýtingu þeirra. Til að svo megi verða þurfa að koma til víðtækar aðgerðir á ólíkum sviðum. Vel er hægt að ímynda sér að Alþingi í samvinnu við hagsmunasamtök atvinnulífsins myndi móta stefnu þvert á atvinnugreinar sem stuðlar að nýsköpun og skilvirkni á nýtingu náttúruauðlinda. Einnig þyrfti að auka endurnotkun, endurvinnslu og endurhönnun vöru sem miðar að því að draga úr auðlindanotkun og sjálfbærri nálgun á auðlindanýtingu. Augljósustu dæmin um ósjálfbæra nýtingu auðlinda er ofnotkun umbúða og sóun á matvöru. Á Íslandi virðist skorta stefnu og aðgerðir til að draga úr umbúðanotkun og sóun matvæla og um leið að sporna gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. Mörg framleiðslufyrirtæki hafa náð góðum tökum á skilvirkri nýtingu auðlinda. Til að mynda hafa mörg matvælafyrirtæki þróað bæði aðferðir og tækni við vinnslu afurða sem hámarkar nýtingu þeirra. Því skýtur það skökku við að sjá öðrum afurðum sóað við sölu vörunnar í formi umbúða. Tillaga til þingsályktunar um jákvæða hvatningu til íslenskra matvælaframleiðenda um að draga úr umbúðanotkun sem nú liggur fyrir á Alþingi má því teljast stórt skref í rétta átt í þessum efnum. Verslanir eru milliliðir milli framleiðenda og neytenda og sjá um að framboð á vörum sé bæði fjölbreytt og nægjanlegt. Hins vegar nær stór hluti vara aldrei á borð neytenda, ruslagámurinn á bak við verslunina er þeirra endastöð. ICA Malmborgs Tuna (Kvantum) í Lundi í Svíþjóð er þekkt dæmi um hvernig tekið var á þessum vanda. Í stað þess að henda vöru sem var að renna út þá tók til starfa Kokkurinn úrræðagóði (s. resurskocken) innan verslunarinnar. Kokkurinn eldar létta hádegisverði á sanngjörnu verði úr matvörum sem eru að renna út eða komnar á síðasta söludag. Með þessu móti tókst þessari tilteknu verslun að draga úr sóun á matvöru um 80%. Verði reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda innleidd verða vörur eins og þurrvara og frystivara merktar með „best fyrir“ sem lengir líftíma þeirra. Vel er hægt að ímynda sér að slíkt gæti dregið úr sóun á þessum tegundum matvæla. Í heimi þar sem sífellt fleiri náttúruauðlindir jarðarinnar eru komnar að þolmörkum og skortur er farinn að blasa við með tilheyrandi verðhækkunum er kappsmál að stuðla að skilvirkri nýtingu auðlinda við hönnun, framleiðslu, sölu og neyslu vara. Ísland er þar engin undantekning. Með því að minnka umbúðanotkun með sértækum aðgerðum og stuðla að skilvirkri nýtingu hráefnis er dregið úr sóun á náttúruauðlindum. Á þennan hátt geta íslenskir framleiðendur, smásalar og neytendur stuðlað að sjálfbærari nýtingu náttúruauðlinda og um leið dregið úr neikvæðum umhverfisáhrifum af neyslu okkar hér á landi á umhverfi og samfélög víða um heim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Einelti og heilsufar barna Teitur Guðmundsson Fastir pennar Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Geldfiskur er málið Bubbi Morthens Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Aukinn hagvöxtur hefur oft á tíðum í för með sér aukna og ósjálfbæra nýtingu á náttúruauðlindum jarðarinnar með neikvæðum áhrifum á umhverfi, samfélög og efnahag þjóða. The International Resource Panel hefur lagt áherslu á að hagvöxtur og nýting náttúruauðlinda sé sett í samhengi við hnignun umhverfisins. Slík nálgun væri að minnsta kosti ein leið til að takast á við aukinn þrýsting á náttúruauðlindir jarðarinnar, eitthvað sem blasir við flestum þjóðum heimsins í dag. Ósjálfbær auðlindanýting stuðlar meðal annars að verðhækkunum sem aftur leiðir af sér aukinn þrýsting á hagkerfi þjóða. Þróunarlöndin eru sérstaklega útsett fyrir slíkum verðhækkunum sem og lönd sem byggja framleiðslu sína að stórum hluta á hvers kyns innflutningi, eins og Ísland. Til Evrópu er flutt nettó inn meira af náttúruauðæfum á mann en í nokkurri annarri heimsálfu eða sem nemur 3 tonn/mann/ári. Fjölmörg þeirra landa sem flytja náttúruauðlindir til Evrópu standa frammi fyrir ýmiskonar þrýstingi eða samkeppni heima fyrir sem hefur áhrif á framboð þeirra. Slíkt leiðir meðal annars af sér hærra verð, dýrari framleiðsluvörur og lakari samkeppnisstöðu. Það er vel hægt að ímynda sér að staða Íslands sé svipuð og staða Evrópu í þessum efnum. Neysla Íslendinga hefur áhrif á náttúruauðlindir fjölmargra þjóða og ábyrgðin um sjálfbæra nýtingu auðlinda er síður en svo minni. Sú ábyrgð liggur víða. Einn liður í að draga úr auknu álagi á náttúruauðlindir er bætt auðlindastýring og aukin skilvirkni í nýtingu þeirra. Til að svo megi verða þurfa að koma til víðtækar aðgerðir á ólíkum sviðum. Vel er hægt að ímynda sér að Alþingi í samvinnu við hagsmunasamtök atvinnulífsins myndi móta stefnu þvert á atvinnugreinar sem stuðlar að nýsköpun og skilvirkni á nýtingu náttúruauðlinda. Einnig þyrfti að auka endurnotkun, endurvinnslu og endurhönnun vöru sem miðar að því að draga úr auðlindanotkun og sjálfbærri nálgun á auðlindanýtingu. Augljósustu dæmin um ósjálfbæra nýtingu auðlinda er ofnotkun umbúða og sóun á matvöru. Á Íslandi virðist skorta stefnu og aðgerðir til að draga úr umbúðanotkun og sóun matvæla og um leið að sporna gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. Mörg framleiðslufyrirtæki hafa náð góðum tökum á skilvirkri nýtingu auðlinda. Til að mynda hafa mörg matvælafyrirtæki þróað bæði aðferðir og tækni við vinnslu afurða sem hámarkar nýtingu þeirra. Því skýtur það skökku við að sjá öðrum afurðum sóað við sölu vörunnar í formi umbúða. Tillaga til þingsályktunar um jákvæða hvatningu til íslenskra matvælaframleiðenda um að draga úr umbúðanotkun sem nú liggur fyrir á Alþingi má því teljast stórt skref í rétta átt í þessum efnum. Verslanir eru milliliðir milli framleiðenda og neytenda og sjá um að framboð á vörum sé bæði fjölbreytt og nægjanlegt. Hins vegar nær stór hluti vara aldrei á borð neytenda, ruslagámurinn á bak við verslunina er þeirra endastöð. ICA Malmborgs Tuna (Kvantum) í Lundi í Svíþjóð er þekkt dæmi um hvernig tekið var á þessum vanda. Í stað þess að henda vöru sem var að renna út þá tók til starfa Kokkurinn úrræðagóði (s. resurskocken) innan verslunarinnar. Kokkurinn eldar létta hádegisverði á sanngjörnu verði úr matvörum sem eru að renna út eða komnar á síðasta söludag. Með þessu móti tókst þessari tilteknu verslun að draga úr sóun á matvöru um 80%. Verði reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda innleidd verða vörur eins og þurrvara og frystivara merktar með „best fyrir“ sem lengir líftíma þeirra. Vel er hægt að ímynda sér að slíkt gæti dregið úr sóun á þessum tegundum matvæla. Í heimi þar sem sífellt fleiri náttúruauðlindir jarðarinnar eru komnar að þolmörkum og skortur er farinn að blasa við með tilheyrandi verðhækkunum er kappsmál að stuðla að skilvirkri nýtingu auðlinda við hönnun, framleiðslu, sölu og neyslu vara. Ísland er þar engin undantekning. Með því að minnka umbúðanotkun með sértækum aðgerðum og stuðla að skilvirkri nýtingu hráefnis er dregið úr sóun á náttúruauðlindum. Á þennan hátt geta íslenskir framleiðendur, smásalar og neytendur stuðlað að sjálfbærari nýtingu náttúruauðlinda og um leið dregið úr neikvæðum umhverfisáhrifum af neyslu okkar hér á landi á umhverfi og samfélög víða um heim.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar