Framtíð nema og kennara Karítas Pálsdóttir skrifar 28. febrúar 2014 06:00 Ég sat klesst upp við gluggann á troðfullum strætisvagninum á leið niður í bæ fyrsta fimmtudaginn í febrúar. Mér leið eins og sardínu í dós enda vorum við örugglega um fimmtíu manns um borð í strætó. Leið okkar allra lá niður á Austurvöll á samstöðufund vegna kjarabaráttu framhaldsskólakennara. Þar hittum við fleiri hundruð nemendur úr öllum áttum, þar á meðal rútufylli af nemendum frá Selfossi. Þarna vorum við, unga fólkið, komin saman til að láta rödd okkar heyrast. Skiltum með slagorðum eins og: „Launaleiðrétting ekki launahækkun“ var veifað og baráttuorð hrópuð. Ræður voru haldnar og allir fengu tækifæri til að taka til máls. Frásögn eins stráks hafði áhrif á mig. Hann setti kjarabaráttu kennara í persónulegt samhengi því sjálfan dreymir hann um að verða kennari. En í hvert skipti sem hann deilir draumi sínum með öðrum reynir fólk að draga úr áhuga hans og spyr hann hvort hann sé alveg viss, kennarastarfið sé svo ömurlega illa launað, það sé engin framtíð í því, ekkert fjárhagslegt öryggi. Fólk spyr hvort hann vilji ekki frekar verða eitthvað annað. Það versta er þó að þegar hann segir kennurum sínum draum sinn taka þeir í sama streng.Gríðarlegt ábyrgðarstarf Hvað segir þetta okkur eiginlega um samfélagið okkar? Hversu lítils virði er kennarastarfið orðið ef ekki einu sinni kennarar geta hvatt nemendur til að feta í fótspor sín? Af hverju viðgengst það að kennarar séu svona miklu verr launaðir en til dæmis stjórnmálamenn, athafnamenn og bankastarfsmenn? Þeir þurfa jafnvel ekki að hafa lokið framhaldsnámi í háskóla eins og kennarar. Sumir hverjir bera einnig minni ábyrgð en kennarar. Það er nefnilega gríðarlegt ábyrgðarstarf að vera kennari. Á eftir foreldrum og öðrum fjölskyldumeðlimum eru kennarar stærstu fyrirmyndir ungmenna. Kennarar hafa áhrif á skoðanir og þroska ungmenna sem með tíð og tíma taka við stjórn landsins. Það er kominn tími til að stjórnvöld leiðrétti laun kennara í samræmi við störf sem krefjast sams konar menntunar. Það er einnig kominn tími til þess að stjórnvöld og samfélagsmiðlar taki eftir því að ungu fólki á Íslandi er ekki sama. Við viljum láta taka mark á okkur. Þingmenn hefðu getað sýnt málefninu áhuga og nemendum og kennurum virðingu með því að láta sjá sig á Austurvelli. Það hefði ekki átt að vera erfitt þar sem samstöðufundurinn var haldinn fyrir utan Alþingi, vinnustað þingmanna. Fréttamenn hefðu einnig getað sýnt baráttumáli okkar áhuga með því að fjalla meira um það í fjölmiðlum. Við viljum að á okkur sé hlustað. Okkur er annt um framtíð kennara því í þeirra höndum er framtíð nemenda og þar með framtíð þessa lands! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Skoðun Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Ég sat klesst upp við gluggann á troðfullum strætisvagninum á leið niður í bæ fyrsta fimmtudaginn í febrúar. Mér leið eins og sardínu í dós enda vorum við örugglega um fimmtíu manns um borð í strætó. Leið okkar allra lá niður á Austurvöll á samstöðufund vegna kjarabaráttu framhaldsskólakennara. Þar hittum við fleiri hundruð nemendur úr öllum áttum, þar á meðal rútufylli af nemendum frá Selfossi. Þarna vorum við, unga fólkið, komin saman til að láta rödd okkar heyrast. Skiltum með slagorðum eins og: „Launaleiðrétting ekki launahækkun“ var veifað og baráttuorð hrópuð. Ræður voru haldnar og allir fengu tækifæri til að taka til máls. Frásögn eins stráks hafði áhrif á mig. Hann setti kjarabaráttu kennara í persónulegt samhengi því sjálfan dreymir hann um að verða kennari. En í hvert skipti sem hann deilir draumi sínum með öðrum reynir fólk að draga úr áhuga hans og spyr hann hvort hann sé alveg viss, kennarastarfið sé svo ömurlega illa launað, það sé engin framtíð í því, ekkert fjárhagslegt öryggi. Fólk spyr hvort hann vilji ekki frekar verða eitthvað annað. Það versta er þó að þegar hann segir kennurum sínum draum sinn taka þeir í sama streng.Gríðarlegt ábyrgðarstarf Hvað segir þetta okkur eiginlega um samfélagið okkar? Hversu lítils virði er kennarastarfið orðið ef ekki einu sinni kennarar geta hvatt nemendur til að feta í fótspor sín? Af hverju viðgengst það að kennarar séu svona miklu verr launaðir en til dæmis stjórnmálamenn, athafnamenn og bankastarfsmenn? Þeir þurfa jafnvel ekki að hafa lokið framhaldsnámi í háskóla eins og kennarar. Sumir hverjir bera einnig minni ábyrgð en kennarar. Það er nefnilega gríðarlegt ábyrgðarstarf að vera kennari. Á eftir foreldrum og öðrum fjölskyldumeðlimum eru kennarar stærstu fyrirmyndir ungmenna. Kennarar hafa áhrif á skoðanir og þroska ungmenna sem með tíð og tíma taka við stjórn landsins. Það er kominn tími til að stjórnvöld leiðrétti laun kennara í samræmi við störf sem krefjast sams konar menntunar. Það er einnig kominn tími til þess að stjórnvöld og samfélagsmiðlar taki eftir því að ungu fólki á Íslandi er ekki sama. Við viljum láta taka mark á okkur. Þingmenn hefðu getað sýnt málefninu áhuga og nemendum og kennurum virðingu með því að láta sjá sig á Austurvelli. Það hefði ekki átt að vera erfitt þar sem samstöðufundurinn var haldinn fyrir utan Alþingi, vinnustað þingmanna. Fréttamenn hefðu einnig getað sýnt baráttumáli okkar áhuga með því að fjalla meira um það í fjölmiðlum. Við viljum að á okkur sé hlustað. Okkur er annt um framtíð kennara því í þeirra höndum er framtíð nemenda og þar með framtíð þessa lands!
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun