Framtíð nema og kennara Karítas Pálsdóttir skrifar 28. febrúar 2014 06:00 Ég sat klesst upp við gluggann á troðfullum strætisvagninum á leið niður í bæ fyrsta fimmtudaginn í febrúar. Mér leið eins og sardínu í dós enda vorum við örugglega um fimmtíu manns um borð í strætó. Leið okkar allra lá niður á Austurvöll á samstöðufund vegna kjarabaráttu framhaldsskólakennara. Þar hittum við fleiri hundruð nemendur úr öllum áttum, þar á meðal rútufylli af nemendum frá Selfossi. Þarna vorum við, unga fólkið, komin saman til að láta rödd okkar heyrast. Skiltum með slagorðum eins og: „Launaleiðrétting ekki launahækkun“ var veifað og baráttuorð hrópuð. Ræður voru haldnar og allir fengu tækifæri til að taka til máls. Frásögn eins stráks hafði áhrif á mig. Hann setti kjarabaráttu kennara í persónulegt samhengi því sjálfan dreymir hann um að verða kennari. En í hvert skipti sem hann deilir draumi sínum með öðrum reynir fólk að draga úr áhuga hans og spyr hann hvort hann sé alveg viss, kennarastarfið sé svo ömurlega illa launað, það sé engin framtíð í því, ekkert fjárhagslegt öryggi. Fólk spyr hvort hann vilji ekki frekar verða eitthvað annað. Það versta er þó að þegar hann segir kennurum sínum draum sinn taka þeir í sama streng.Gríðarlegt ábyrgðarstarf Hvað segir þetta okkur eiginlega um samfélagið okkar? Hversu lítils virði er kennarastarfið orðið ef ekki einu sinni kennarar geta hvatt nemendur til að feta í fótspor sín? Af hverju viðgengst það að kennarar séu svona miklu verr launaðir en til dæmis stjórnmálamenn, athafnamenn og bankastarfsmenn? Þeir þurfa jafnvel ekki að hafa lokið framhaldsnámi í háskóla eins og kennarar. Sumir hverjir bera einnig minni ábyrgð en kennarar. Það er nefnilega gríðarlegt ábyrgðarstarf að vera kennari. Á eftir foreldrum og öðrum fjölskyldumeðlimum eru kennarar stærstu fyrirmyndir ungmenna. Kennarar hafa áhrif á skoðanir og þroska ungmenna sem með tíð og tíma taka við stjórn landsins. Það er kominn tími til að stjórnvöld leiðrétti laun kennara í samræmi við störf sem krefjast sams konar menntunar. Það er einnig kominn tími til þess að stjórnvöld og samfélagsmiðlar taki eftir því að ungu fólki á Íslandi er ekki sama. Við viljum láta taka mark á okkur. Þingmenn hefðu getað sýnt málefninu áhuga og nemendum og kennurum virðingu með því að láta sjá sig á Austurvelli. Það hefði ekki átt að vera erfitt þar sem samstöðufundurinn var haldinn fyrir utan Alþingi, vinnustað þingmanna. Fréttamenn hefðu einnig getað sýnt baráttumáli okkar áhuga með því að fjalla meira um það í fjölmiðlum. Við viljum að á okkur sé hlustað. Okkur er annt um framtíð kennara því í þeirra höndum er framtíð nemenda og þar með framtíð þessa lands! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Ég sat klesst upp við gluggann á troðfullum strætisvagninum á leið niður í bæ fyrsta fimmtudaginn í febrúar. Mér leið eins og sardínu í dós enda vorum við örugglega um fimmtíu manns um borð í strætó. Leið okkar allra lá niður á Austurvöll á samstöðufund vegna kjarabaráttu framhaldsskólakennara. Þar hittum við fleiri hundruð nemendur úr öllum áttum, þar á meðal rútufylli af nemendum frá Selfossi. Þarna vorum við, unga fólkið, komin saman til að láta rödd okkar heyrast. Skiltum með slagorðum eins og: „Launaleiðrétting ekki launahækkun“ var veifað og baráttuorð hrópuð. Ræður voru haldnar og allir fengu tækifæri til að taka til máls. Frásögn eins stráks hafði áhrif á mig. Hann setti kjarabaráttu kennara í persónulegt samhengi því sjálfan dreymir hann um að verða kennari. En í hvert skipti sem hann deilir draumi sínum með öðrum reynir fólk að draga úr áhuga hans og spyr hann hvort hann sé alveg viss, kennarastarfið sé svo ömurlega illa launað, það sé engin framtíð í því, ekkert fjárhagslegt öryggi. Fólk spyr hvort hann vilji ekki frekar verða eitthvað annað. Það versta er þó að þegar hann segir kennurum sínum draum sinn taka þeir í sama streng.Gríðarlegt ábyrgðarstarf Hvað segir þetta okkur eiginlega um samfélagið okkar? Hversu lítils virði er kennarastarfið orðið ef ekki einu sinni kennarar geta hvatt nemendur til að feta í fótspor sín? Af hverju viðgengst það að kennarar séu svona miklu verr launaðir en til dæmis stjórnmálamenn, athafnamenn og bankastarfsmenn? Þeir þurfa jafnvel ekki að hafa lokið framhaldsnámi í háskóla eins og kennarar. Sumir hverjir bera einnig minni ábyrgð en kennarar. Það er nefnilega gríðarlegt ábyrgðarstarf að vera kennari. Á eftir foreldrum og öðrum fjölskyldumeðlimum eru kennarar stærstu fyrirmyndir ungmenna. Kennarar hafa áhrif á skoðanir og þroska ungmenna sem með tíð og tíma taka við stjórn landsins. Það er kominn tími til að stjórnvöld leiðrétti laun kennara í samræmi við störf sem krefjast sams konar menntunar. Það er einnig kominn tími til þess að stjórnvöld og samfélagsmiðlar taki eftir því að ungu fólki á Íslandi er ekki sama. Við viljum láta taka mark á okkur. Þingmenn hefðu getað sýnt málefninu áhuga og nemendum og kennurum virðingu með því að láta sjá sig á Austurvelli. Það hefði ekki átt að vera erfitt þar sem samstöðufundurinn var haldinn fyrir utan Alþingi, vinnustað þingmanna. Fréttamenn hefðu einnig getað sýnt baráttumáli okkar áhuga með því að fjalla meira um það í fjölmiðlum. Við viljum að á okkur sé hlustað. Okkur er annt um framtíð kennara því í þeirra höndum er framtíð nemenda og þar með framtíð þessa lands!
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun