Framtíð nema og kennara Karítas Pálsdóttir skrifar 28. febrúar 2014 06:00 Ég sat klesst upp við gluggann á troðfullum strætisvagninum á leið niður í bæ fyrsta fimmtudaginn í febrúar. Mér leið eins og sardínu í dós enda vorum við örugglega um fimmtíu manns um borð í strætó. Leið okkar allra lá niður á Austurvöll á samstöðufund vegna kjarabaráttu framhaldsskólakennara. Þar hittum við fleiri hundruð nemendur úr öllum áttum, þar á meðal rútufylli af nemendum frá Selfossi. Þarna vorum við, unga fólkið, komin saman til að láta rödd okkar heyrast. Skiltum með slagorðum eins og: „Launaleiðrétting ekki launahækkun“ var veifað og baráttuorð hrópuð. Ræður voru haldnar og allir fengu tækifæri til að taka til máls. Frásögn eins stráks hafði áhrif á mig. Hann setti kjarabaráttu kennara í persónulegt samhengi því sjálfan dreymir hann um að verða kennari. En í hvert skipti sem hann deilir draumi sínum með öðrum reynir fólk að draga úr áhuga hans og spyr hann hvort hann sé alveg viss, kennarastarfið sé svo ömurlega illa launað, það sé engin framtíð í því, ekkert fjárhagslegt öryggi. Fólk spyr hvort hann vilji ekki frekar verða eitthvað annað. Það versta er þó að þegar hann segir kennurum sínum draum sinn taka þeir í sama streng.Gríðarlegt ábyrgðarstarf Hvað segir þetta okkur eiginlega um samfélagið okkar? Hversu lítils virði er kennarastarfið orðið ef ekki einu sinni kennarar geta hvatt nemendur til að feta í fótspor sín? Af hverju viðgengst það að kennarar séu svona miklu verr launaðir en til dæmis stjórnmálamenn, athafnamenn og bankastarfsmenn? Þeir þurfa jafnvel ekki að hafa lokið framhaldsnámi í háskóla eins og kennarar. Sumir hverjir bera einnig minni ábyrgð en kennarar. Það er nefnilega gríðarlegt ábyrgðarstarf að vera kennari. Á eftir foreldrum og öðrum fjölskyldumeðlimum eru kennarar stærstu fyrirmyndir ungmenna. Kennarar hafa áhrif á skoðanir og þroska ungmenna sem með tíð og tíma taka við stjórn landsins. Það er kominn tími til að stjórnvöld leiðrétti laun kennara í samræmi við störf sem krefjast sams konar menntunar. Það er einnig kominn tími til þess að stjórnvöld og samfélagsmiðlar taki eftir því að ungu fólki á Íslandi er ekki sama. Við viljum láta taka mark á okkur. Þingmenn hefðu getað sýnt málefninu áhuga og nemendum og kennurum virðingu með því að láta sjá sig á Austurvelli. Það hefði ekki átt að vera erfitt þar sem samstöðufundurinn var haldinn fyrir utan Alþingi, vinnustað þingmanna. Fréttamenn hefðu einnig getað sýnt baráttumáli okkar áhuga með því að fjalla meira um það í fjölmiðlum. Við viljum að á okkur sé hlustað. Okkur er annt um framtíð kennara því í þeirra höndum er framtíð nemenda og þar með framtíð þessa lands! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Ég sat klesst upp við gluggann á troðfullum strætisvagninum á leið niður í bæ fyrsta fimmtudaginn í febrúar. Mér leið eins og sardínu í dós enda vorum við örugglega um fimmtíu manns um borð í strætó. Leið okkar allra lá niður á Austurvöll á samstöðufund vegna kjarabaráttu framhaldsskólakennara. Þar hittum við fleiri hundruð nemendur úr öllum áttum, þar á meðal rútufylli af nemendum frá Selfossi. Þarna vorum við, unga fólkið, komin saman til að láta rödd okkar heyrast. Skiltum með slagorðum eins og: „Launaleiðrétting ekki launahækkun“ var veifað og baráttuorð hrópuð. Ræður voru haldnar og allir fengu tækifæri til að taka til máls. Frásögn eins stráks hafði áhrif á mig. Hann setti kjarabaráttu kennara í persónulegt samhengi því sjálfan dreymir hann um að verða kennari. En í hvert skipti sem hann deilir draumi sínum með öðrum reynir fólk að draga úr áhuga hans og spyr hann hvort hann sé alveg viss, kennarastarfið sé svo ömurlega illa launað, það sé engin framtíð í því, ekkert fjárhagslegt öryggi. Fólk spyr hvort hann vilji ekki frekar verða eitthvað annað. Það versta er þó að þegar hann segir kennurum sínum draum sinn taka þeir í sama streng.Gríðarlegt ábyrgðarstarf Hvað segir þetta okkur eiginlega um samfélagið okkar? Hversu lítils virði er kennarastarfið orðið ef ekki einu sinni kennarar geta hvatt nemendur til að feta í fótspor sín? Af hverju viðgengst það að kennarar séu svona miklu verr launaðir en til dæmis stjórnmálamenn, athafnamenn og bankastarfsmenn? Þeir þurfa jafnvel ekki að hafa lokið framhaldsnámi í háskóla eins og kennarar. Sumir hverjir bera einnig minni ábyrgð en kennarar. Það er nefnilega gríðarlegt ábyrgðarstarf að vera kennari. Á eftir foreldrum og öðrum fjölskyldumeðlimum eru kennarar stærstu fyrirmyndir ungmenna. Kennarar hafa áhrif á skoðanir og þroska ungmenna sem með tíð og tíma taka við stjórn landsins. Það er kominn tími til að stjórnvöld leiðrétti laun kennara í samræmi við störf sem krefjast sams konar menntunar. Það er einnig kominn tími til þess að stjórnvöld og samfélagsmiðlar taki eftir því að ungu fólki á Íslandi er ekki sama. Við viljum láta taka mark á okkur. Þingmenn hefðu getað sýnt málefninu áhuga og nemendum og kennurum virðingu með því að láta sjá sig á Austurvelli. Það hefði ekki átt að vera erfitt þar sem samstöðufundurinn var haldinn fyrir utan Alþingi, vinnustað þingmanna. Fréttamenn hefðu einnig getað sýnt baráttumáli okkar áhuga með því að fjalla meira um það í fjölmiðlum. Við viljum að á okkur sé hlustað. Okkur er annt um framtíð kennara því í þeirra höndum er framtíð nemenda og þar með framtíð þessa lands!
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar