Fólkið í kjallaranum Svanur Már Snorrason skrifar 28. febrúar 2014 06:00 Að starfa sem bókavörður er gefandi, skemmtilegt og fjölbreytt starf. En launin eru ömurleg. Bókaverðir sinna fjölbreyttu og krefjandi starfi þar sem þjónustulund og fjölhæfni eru skilyrði. Þá er kerfisþekkingar krafist. Bókaverðir ganga í nánast öll störf á bókasafni, önnur en skráningu gagna. Við sinnum afgreiðslustörfum, leitum að gögnum fyrir viðskiptavini og hjálpum þeim að nýta safnkostinn. Við hjálpum námsmönnum við heimildaleit og grúskurum erum við innan handar, sem og margt annað sem alltof langt mál væri að telja upp í stuttri grein. Bókasöfn og starf bókavarða hefur á stuttum tíma stokkið úr fornöld til nútímans. Því gæti skilgreiningin á starfi bókavarða (eins og hún er sett fram á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga) verið frá öndverðri síðustu öld því miðað við hana eiga bókaverðir að vera hjálpsamir og góðir að raða bókum í hillur. Skilgreiningin er svo úreld að má líkja við að bifvélavirkjar gerðu við hestakerrur. Launin eru svo í fullkomnu samræmi við starfslýsinguna, og er það með ólíkindum að þessari starfsstétt skuli með svo áberandi og ósvífnum hætti haldið niðri í kjallaranum. Um leið er það grátlegt að stéttin skuli hafa sætt sig við þessi ömurlegu kjör áratugum saman. Hvað veldur þessu? Getur það tengst áratugalangri launakúgun kvenna? Þetta er kvennastarf, því yfirgnæfandi meirihluti bókavarða á Íslandi er konur, þótt hér sé það karlmaður sem skrifar. Í kjölfarið verður því að spyrja: Eru konur svona aumar í launabaráttu eða liggja hér einhverjar annarlegar og kynjatengdar ástæður að baki? Gæti ástæðan fyrir þessum aumu kjörum verið sú að þeir sem stjórna í stéttarfélögunum, sveitarfélögunum og hjá ríkinu hafi enga þekkingu eða skilning á starfi bókavarða? Eða er þeim alveg skítsama?Kjallaradvöl skal ljúka Mánaðarlaun bókavarðar í 100% starfi eru undir 200 þúsund krónum eftir skatta. Jafnvel þótt þeir taki þá aukavinnu sem í boði er ná launin ekki 200 þúsund krónum. Bókaverðir draga varla fram lífið með þessum launum, sem eru litlu hærri en atvinnuleysisbætur. Þetta getur ekki gengið svona. Fá dæmi um verri laun finnast hér á landi. Það er skömm að því að heil stétt af harðduglegu fólki skuli bera svo lítið úr býtum fyrir mikla og krefjandi vinnu, og umhugsunarefni fyrir þá sem velta vöngum yfir kynbundnum launamun. Ég rýf þögnina með þeirri kröfu að starf bókavarða verði metið að verðleikum. Að það verði skilgreint á nýjan leik og fært til nútímans. Þá kröfu set ég einnig fram að heiti starfsins skuli verða „þjónustufulltrúi“ með þeirri launahækkun sem því fylgir. Kjallaradvöl bókavarða í starfslýsingu og launum skal ljúka. Þessar kröfur mínar eru hvorki óeðlilegar né nýjar af nálinni: Það er fordæmi fyrir þeim. Forstöðumaður bókasafns Mosfellsbæjar, Marta Hildur Richter, fékk það í gegn með dugnaði sínum og velvilja þáverandi bæjarstjóra, Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, að heiti bókavarða skyldi breytt í þjónustufulltrúa. Með þeirri breytingu fylgdi launahækkun um sjö flokka. Þarna voru tvær sterkar konur sem stuðluðu að eðlilegri stöðu- og launahækkun bókavarða. Sama staða er í Hafnarfirði í dag; kona er forstöðumaður bókasafnsins og kona er bæjarstjóri, og báðar sterkar; sé viljinn fyrir hendi hjá þeim er ekkert því til fyrirstöðu að það sama og það sem gerðist í Mosfellsbæ á sínum tíma gerist í Hafnarfirði og um land allt. Vilji er afl. Það gerist ekkert með hvísli á kaffistofum. Ef ekki er látið til skarar skríða á réttum stöðum verður engu breytt. Það er komið að því að stétt bókavarða vakni til vitundar og hætti að sætta sig við ömurleg launakjör. Ég krefst úrbóta og trúi ekki öðru en að aðrir bókaverðir taki undir með mér. Það skal gerast. Það mun gerast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Að starfa sem bókavörður er gefandi, skemmtilegt og fjölbreytt starf. En launin eru ömurleg. Bókaverðir sinna fjölbreyttu og krefjandi starfi þar sem þjónustulund og fjölhæfni eru skilyrði. Þá er kerfisþekkingar krafist. Bókaverðir ganga í nánast öll störf á bókasafni, önnur en skráningu gagna. Við sinnum afgreiðslustörfum, leitum að gögnum fyrir viðskiptavini og hjálpum þeim að nýta safnkostinn. Við hjálpum námsmönnum við heimildaleit og grúskurum erum við innan handar, sem og margt annað sem alltof langt mál væri að telja upp í stuttri grein. Bókasöfn og starf bókavarða hefur á stuttum tíma stokkið úr fornöld til nútímans. Því gæti skilgreiningin á starfi bókavarða (eins og hún er sett fram á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga) verið frá öndverðri síðustu öld því miðað við hana eiga bókaverðir að vera hjálpsamir og góðir að raða bókum í hillur. Skilgreiningin er svo úreld að má líkja við að bifvélavirkjar gerðu við hestakerrur. Launin eru svo í fullkomnu samræmi við starfslýsinguna, og er það með ólíkindum að þessari starfsstétt skuli með svo áberandi og ósvífnum hætti haldið niðri í kjallaranum. Um leið er það grátlegt að stéttin skuli hafa sætt sig við þessi ömurlegu kjör áratugum saman. Hvað veldur þessu? Getur það tengst áratugalangri launakúgun kvenna? Þetta er kvennastarf, því yfirgnæfandi meirihluti bókavarða á Íslandi er konur, þótt hér sé það karlmaður sem skrifar. Í kjölfarið verður því að spyrja: Eru konur svona aumar í launabaráttu eða liggja hér einhverjar annarlegar og kynjatengdar ástæður að baki? Gæti ástæðan fyrir þessum aumu kjörum verið sú að þeir sem stjórna í stéttarfélögunum, sveitarfélögunum og hjá ríkinu hafi enga þekkingu eða skilning á starfi bókavarða? Eða er þeim alveg skítsama?Kjallaradvöl skal ljúka Mánaðarlaun bókavarðar í 100% starfi eru undir 200 þúsund krónum eftir skatta. Jafnvel þótt þeir taki þá aukavinnu sem í boði er ná launin ekki 200 þúsund krónum. Bókaverðir draga varla fram lífið með þessum launum, sem eru litlu hærri en atvinnuleysisbætur. Þetta getur ekki gengið svona. Fá dæmi um verri laun finnast hér á landi. Það er skömm að því að heil stétt af harðduglegu fólki skuli bera svo lítið úr býtum fyrir mikla og krefjandi vinnu, og umhugsunarefni fyrir þá sem velta vöngum yfir kynbundnum launamun. Ég rýf þögnina með þeirri kröfu að starf bókavarða verði metið að verðleikum. Að það verði skilgreint á nýjan leik og fært til nútímans. Þá kröfu set ég einnig fram að heiti starfsins skuli verða „þjónustufulltrúi“ með þeirri launahækkun sem því fylgir. Kjallaradvöl bókavarða í starfslýsingu og launum skal ljúka. Þessar kröfur mínar eru hvorki óeðlilegar né nýjar af nálinni: Það er fordæmi fyrir þeim. Forstöðumaður bókasafns Mosfellsbæjar, Marta Hildur Richter, fékk það í gegn með dugnaði sínum og velvilja þáverandi bæjarstjóra, Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, að heiti bókavarða skyldi breytt í þjónustufulltrúa. Með þeirri breytingu fylgdi launahækkun um sjö flokka. Þarna voru tvær sterkar konur sem stuðluðu að eðlilegri stöðu- og launahækkun bókavarða. Sama staða er í Hafnarfirði í dag; kona er forstöðumaður bókasafnsins og kona er bæjarstjóri, og báðar sterkar; sé viljinn fyrir hendi hjá þeim er ekkert því til fyrirstöðu að það sama og það sem gerðist í Mosfellsbæ á sínum tíma gerist í Hafnarfirði og um land allt. Vilji er afl. Það gerist ekkert með hvísli á kaffistofum. Ef ekki er látið til skarar skríða á réttum stöðum verður engu breytt. Það er komið að því að stétt bókavarða vakni til vitundar og hætti að sætta sig við ömurleg launakjör. Ég krefst úrbóta og trúi ekki öðru en að aðrir bókaverðir taki undir með mér. Það skal gerast. Það mun gerast.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun