Konur í karlastörfum og karlar í kvennastörfum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 28. febrúar 2014 08:00 Í lok fundar ræddu sjö konur leiðir til að fjölga konum á fagsviðum þar sem karlar hafa verið í meirihluta. Vísir/GVA Það þarf að breyta skólakerfinu, efla fyrirmyndir og kollvarpa viðhorfi í öllu samfélaginu til að brjóta upp hinn kynskipta vinnumarkað. Þetta var helsta niðurstaða fundar um konur í „karlastörfum“ sem aðgerðahópur stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti kynja stóð fyrir. Sama hljóð var í körlum í umönnunarstörfum, sem fjallað var um á fundi fyrir tveimur vikum. Þar lýstu karlar í „kvennastörfum“ þeim hindrunum og fordómum sem þeir mæta bæði innan og utan stéttarinnar. Niðurstöður innlendra og erlendra rannsókna benda til þess að líklegasta leiðin til að minnka launamun karla og kvenna sé uppbrot hins kynskipta vinnumarkaðar.Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, tekur undir þau orð enda hafi staðalmyndir mikil áhrif á námsval ungmenna sem komi fram í starfsvali og hafi að lokum áhrif á launamun kynjanna.Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, vill fá samþykkta þingsályktunartillögu þess efnis að brjóta niður kynbundinn vinnumarkað. Vísir/GVA„Ég er sannfærð um að við getum náð fullu jafnrétti en það gerist ekki bara með því að óska eftir því,“ sagði Eygló eftir fundinn. „Það dugar ekki að fara í endalaus átaksverkefni heldur þarf heildstæða aðgerðaáætlun um hvernig við ætlum að breyta þessu til framtíðar.“ Verkefni aðgerðahópsins er að skila framkvæmdaáætlun um uppbrot kynbundins vinnumarkaðar. Eygló segist vilja fara með áætlunina á þing og fá samþykkta sem þingsályktunartillögu. „Og þá treystir maður á að það muni fylgja fjármunir til að geta stutt við verkefnið til langtíma. Enda líður öllum betur á ókynbundnum vinnumarkaði. Það er vitað að fólki líður betur á vinnustöðum þar sem er jafnt hlutfall kynja og ég tel að börnunum okkar líði betur í skóla þar sem eru starfsmenn af báðum kynjum.“Ingólfur V. Gíslason segir skorta áhuga stjórnvalda að gera raunverulega eitthvað í málunum.Peningar eru ekki eini drifkraftur karla Ingólfur V. Gíslason, lektor í félagsfræði við Háskóla Íslands, fjallaði um hvernig Norðmenn fóru að því að tvöfalda fjölda karla í leikskólum á tíu árum á fundinum um karla í hefðbundnum kvennastörfum. „Þetta eru leiðir sem ég tel færar á Íslandi,“ segir Ingólfur. „En ég veit ekki hvort áhuginn er til staðar. Ég hef farið í gegnum allar jafnréttisáætlanir sem hafa verið samþykktar á Alþingi en það hefur ekki verið minnst á það einu orði að auka hlut karla í umönnunarstöfum.“ Ingólfur segir þurfa víðtæka samvinnu og áhuga fólksins í geiranum, stjórnmálamanna og fræðifólks til að breytingar eigi sér stað og gera langtímaáætlun í stað skammvinnra átaka. „Kynning á faginu í grunn- og framhaldsskólum er lykilatriði. Karlkyns leikskólakennarar þurfa að fara og benda drengjum á að þetta starf sé möguleiki því að ungum drengjum dettur það annars ekki í hug.“ Í Noregi var einnig sett töluvert fjármagn í aðgerðirnar. Meðal annars fengu leikskólar sem náðu góðum árangri í kynjablöndun milljón króna verðlaun, athygli var vakin á þeim í fjölmiðlum og þeir fengu ákveðinn gæðastimpil. „Norðmenn hafa náð mjög góðum árangri með þessum leiðum en ég vil taka það skýrt fram að laun voru ekki hækkuð. Við verðum að fara að yfirgefa þá hugmynd að það eina sem mótíveri karla í tilverunni séu peningar.“Svanborg Hilmarsdóttir, Þórunn Jónsdóttir, Heiða Njóla Guðbrandsdóttir og Sesselja Vilhjálmsdóttir tóku þátt í pallborðsumræðum.Meðal umræða á pallborði á fundi um konur í „karlastörfum"„Börnin læra það sem þau alast upp við. Sonur vinkonu minnar sem er verkfræðingur kom einu sinni til hennar rosa spenntur og spurði hvort það væri virkilega satt að strákar gætu líka orðið verkfræðingar. Þetta sýnir okkur hvað fyrirmyndirnar eru mikilvægar.“ Heiða Njóla Guðbrandsdóttir, formaður kvennanefndar Verkfræðingafélags Íslands „Það vantar fyrirmyndir. Ég finn til dæmis enga bíómynd sem er um konu sem er tölvusnillingur, töff, gengur vel í einkalífinu og er á framabraut. Einhver sem er ekki Sandra Bullock með risastór gleraugu og allt hálf misheppnað. Ég eiginlega bíð eftir Hollywood-mynd sem er svona Legally Blonde fyrir tölvunarfræðinga.“Sesselja Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri Tagplay „Systir mín er togarasjómaður, systurdóttir mín er bifvélavirki. Mamma segir að þetta hafi verið meðvitað uppeldi, að ala okkur upp sem sjálfstæðar verur sem gætu gert hlutina sjálfar. Ég ætlaði að verða snyrtifræðingur þegar ég var unglingur en það var bara áhrifagirni. Það þarf að ala upp sjálfstraust í stelpum.“ Svanborg Hilmarsdóttir, rafvirki og tæknifræðinemi „Vandinn er í skólakerfum á grunnskólastigi. Stelpur þurfa að læra forritun strax í sex ára bekk en flestar prófa það ekki fyrr en í háskóla. Um 70% nemenda okkar eru strákar og stelpur á aldrinum 10-13 ára. Stelpur vilja alls ekki koma á námskeið ef þær eru eina stelpan. Við byrjuðum með stelpunámskeið og þá birtust stelpurnar.“Þórunn Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SKEMA Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Það þarf að breyta skólakerfinu, efla fyrirmyndir og kollvarpa viðhorfi í öllu samfélaginu til að brjóta upp hinn kynskipta vinnumarkað. Þetta var helsta niðurstaða fundar um konur í „karlastörfum“ sem aðgerðahópur stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti kynja stóð fyrir. Sama hljóð var í körlum í umönnunarstörfum, sem fjallað var um á fundi fyrir tveimur vikum. Þar lýstu karlar í „kvennastörfum“ þeim hindrunum og fordómum sem þeir mæta bæði innan og utan stéttarinnar. Niðurstöður innlendra og erlendra rannsókna benda til þess að líklegasta leiðin til að minnka launamun karla og kvenna sé uppbrot hins kynskipta vinnumarkaðar.Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, tekur undir þau orð enda hafi staðalmyndir mikil áhrif á námsval ungmenna sem komi fram í starfsvali og hafi að lokum áhrif á launamun kynjanna.Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, vill fá samþykkta þingsályktunartillögu þess efnis að brjóta niður kynbundinn vinnumarkað. Vísir/GVA„Ég er sannfærð um að við getum náð fullu jafnrétti en það gerist ekki bara með því að óska eftir því,“ sagði Eygló eftir fundinn. „Það dugar ekki að fara í endalaus átaksverkefni heldur þarf heildstæða aðgerðaáætlun um hvernig við ætlum að breyta þessu til framtíðar.“ Verkefni aðgerðahópsins er að skila framkvæmdaáætlun um uppbrot kynbundins vinnumarkaðar. Eygló segist vilja fara með áætlunina á þing og fá samþykkta sem þingsályktunartillögu. „Og þá treystir maður á að það muni fylgja fjármunir til að geta stutt við verkefnið til langtíma. Enda líður öllum betur á ókynbundnum vinnumarkaði. Það er vitað að fólki líður betur á vinnustöðum þar sem er jafnt hlutfall kynja og ég tel að börnunum okkar líði betur í skóla þar sem eru starfsmenn af báðum kynjum.“Ingólfur V. Gíslason segir skorta áhuga stjórnvalda að gera raunverulega eitthvað í málunum.Peningar eru ekki eini drifkraftur karla Ingólfur V. Gíslason, lektor í félagsfræði við Háskóla Íslands, fjallaði um hvernig Norðmenn fóru að því að tvöfalda fjölda karla í leikskólum á tíu árum á fundinum um karla í hefðbundnum kvennastörfum. „Þetta eru leiðir sem ég tel færar á Íslandi,“ segir Ingólfur. „En ég veit ekki hvort áhuginn er til staðar. Ég hef farið í gegnum allar jafnréttisáætlanir sem hafa verið samþykktar á Alþingi en það hefur ekki verið minnst á það einu orði að auka hlut karla í umönnunarstöfum.“ Ingólfur segir þurfa víðtæka samvinnu og áhuga fólksins í geiranum, stjórnmálamanna og fræðifólks til að breytingar eigi sér stað og gera langtímaáætlun í stað skammvinnra átaka. „Kynning á faginu í grunn- og framhaldsskólum er lykilatriði. Karlkyns leikskólakennarar þurfa að fara og benda drengjum á að þetta starf sé möguleiki því að ungum drengjum dettur það annars ekki í hug.“ Í Noregi var einnig sett töluvert fjármagn í aðgerðirnar. Meðal annars fengu leikskólar sem náðu góðum árangri í kynjablöndun milljón króna verðlaun, athygli var vakin á þeim í fjölmiðlum og þeir fengu ákveðinn gæðastimpil. „Norðmenn hafa náð mjög góðum árangri með þessum leiðum en ég vil taka það skýrt fram að laun voru ekki hækkuð. Við verðum að fara að yfirgefa þá hugmynd að það eina sem mótíveri karla í tilverunni séu peningar.“Svanborg Hilmarsdóttir, Þórunn Jónsdóttir, Heiða Njóla Guðbrandsdóttir og Sesselja Vilhjálmsdóttir tóku þátt í pallborðsumræðum.Meðal umræða á pallborði á fundi um konur í „karlastörfum"„Börnin læra það sem þau alast upp við. Sonur vinkonu minnar sem er verkfræðingur kom einu sinni til hennar rosa spenntur og spurði hvort það væri virkilega satt að strákar gætu líka orðið verkfræðingar. Þetta sýnir okkur hvað fyrirmyndirnar eru mikilvægar.“ Heiða Njóla Guðbrandsdóttir, formaður kvennanefndar Verkfræðingafélags Íslands „Það vantar fyrirmyndir. Ég finn til dæmis enga bíómynd sem er um konu sem er tölvusnillingur, töff, gengur vel í einkalífinu og er á framabraut. Einhver sem er ekki Sandra Bullock með risastór gleraugu og allt hálf misheppnað. Ég eiginlega bíð eftir Hollywood-mynd sem er svona Legally Blonde fyrir tölvunarfræðinga.“Sesselja Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri Tagplay „Systir mín er togarasjómaður, systurdóttir mín er bifvélavirki. Mamma segir að þetta hafi verið meðvitað uppeldi, að ala okkur upp sem sjálfstæðar verur sem gætu gert hlutina sjálfar. Ég ætlaði að verða snyrtifræðingur þegar ég var unglingur en það var bara áhrifagirni. Það þarf að ala upp sjálfstraust í stelpum.“ Svanborg Hilmarsdóttir, rafvirki og tæknifræðinemi „Vandinn er í skólakerfum á grunnskólastigi. Stelpur þurfa að læra forritun strax í sex ára bekk en flestar prófa það ekki fyrr en í háskóla. Um 70% nemenda okkar eru strákar og stelpur á aldrinum 10-13 ára. Stelpur vilja alls ekki koma á námskeið ef þær eru eina stelpan. Við byrjuðum með stelpunámskeið og þá birtust stelpurnar.“Þórunn Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SKEMA
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira