Hver er skelfingin? Gauti Kristmannsson skrifar 27. febrúar 2014 06:00 Andstæðingar ESB-umsóknarinnar hafa gripið til margra þversagnarkenndra raka að mínum dómi sem mig langar að fara örstutt yfir. Fyrstu rökin eru þau um fullveldið. Nú er það þannig að Íslendingar gerðust aðilar að EES árið 1994. Ég var þá andvígur því á grundvelli þess sem Guðmundur Eiríksson lögfræðingur benti á með sannfærandi hætti að í EES-samningnum fælist fullveldisframsal. Á þeim tíma höfðu reyndar önnur EFTA-ríki á borð við Svíþjóð, Finnland, Noreg og Austurríki einnig gert þennan samning svo maður velti fyrir sér hvað slíkt framsal fæli í sér. Staðreyndin er sú að EES-samningurinn var aldrei hugsaður til frambúðar. Hann var „biðstofa“ meðan ríkin gætu „lagað sig að“ þeim kröfum sem einn sameiginlegur markaður gerði til þátttakenda þannig að réttindi manna væru sem jöfnust. Enda fóru þessi ríki nema Noregur og við inn í ESB og hafa þau miklu meiri áhrif á löggjöf sambandsins en á meðan þau voru í EES. Þau hafa því öðlast hluta þess fullveldis sem þau fórnuðu fyrir biðtímann í EES. Við stöndum hins vegar fyrir utan og þiggjum lög og reglur án þess að geta haft áhrif. Fullveldisrökin standa því annaðhvort til þess að ganga úr EES eða inn í ESB. Óbreytt ástand samræmist þeim ekki. Norðmenn höfnuðu sínum aðildarsamningi árið 1994 og hafði það afdrifaríkar afleiðingar fyrir Íslendinga. Góðvinur minn og andstæðingur ESB sagði þá sigri hrósandi: „Norðmenn kusu fyrir okkur,“ og þá velti ég fyrir mér hvaða fullveldi þetta væri eiginlega þegar önnur þjóð gæti í reynd ákveðið stefnu okkar. Það var nefnilega alveg rétt ályktað að við hefðum fylgt Norðmönnum inn og þá með stuðningi sjávarútvegsins. Ég áttaði mig líka þá á því að landhelgin okkar fræga var ekki byggð á neinum náttúrurétti, heldur hafði hún fengist í gegnum baráttu og samninga íslenska ríkisins í alþjóðasamstarfi. Við öðluðumst sem sagt aukinn rétt yfir miklu hafsvæði og auðlindum í krafti þess að við vorum þátttakendur í alþjóðasamstarfi. Þessi réttur hefði aldrei fengist með öðrum hætti. Harmsagan Harmsagan er síðan sú að stærsta auðlindin sem við þetta vannst, fiskurinn í sjónum, var einkavædd fyrir ekki neitt og gengur síðan kaupum og sölum og hafa ófá byggðarlög verið svipt helstu atvinnutækifærum sínum þess vegna. Við fengum sem sagt vald yfir auðlindum gegnum hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna og glötuðum því í hendur örfárra einstaklinga. Eftir stendur aðeins valdið að ákveða heildarkvótann. Önnur rök eru þau að ekki sé hægt að „kíkja í pakkann“. Það er sérkennilegt í ljósi þess að fram fara langar og strangar samningaviðræður. Þær hefjast á svokölluðum rýniviðræðum þar sem lög og reglur lands og ESB er borin saman og helstu hagsmunir beggja aðila greindir. Síðan er samið um það sem út af stendur og hafa mörg dæmi verið færð fyrir því að tekið er tillit til sérhagsmuna þjóða, sumarhús í Danmörku, fiskveiðar í kringum Möltu, landbúnaður á norðurslóðum og margt fleira. En séu þessi rök andstæðinga ESB-umsóknar tekin til greina þá hlýtur maður að spyrja, hver er þá skelfingin við að fá samninginn kláraðan og greiða um hann atkvæði? Forystumenn stjórnmálaflokkanna hafa flestir, ef ekki allir, sagt að þeir myndu hafna samningi sem væri óhagstæður Íslendingum í sjávarútvegsmálum. Sé ekki hægt að kíkja í pakkann og „samningur“ feli í sér einungis „aðlögun“ þá er ljóst að þing og þjóð hafna slíkum samningi og málinu er lokið um langan aldur. Það standa því öll rök til þess að ljúka viðræðum og afgreiða málið. Ég spyr aftur, hver er skelfingin? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gauti Kristmannsson Mest lesið Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Andstæðingar ESB-umsóknarinnar hafa gripið til margra þversagnarkenndra raka að mínum dómi sem mig langar að fara örstutt yfir. Fyrstu rökin eru þau um fullveldið. Nú er það þannig að Íslendingar gerðust aðilar að EES árið 1994. Ég var þá andvígur því á grundvelli þess sem Guðmundur Eiríksson lögfræðingur benti á með sannfærandi hætti að í EES-samningnum fælist fullveldisframsal. Á þeim tíma höfðu reyndar önnur EFTA-ríki á borð við Svíþjóð, Finnland, Noreg og Austurríki einnig gert þennan samning svo maður velti fyrir sér hvað slíkt framsal fæli í sér. Staðreyndin er sú að EES-samningurinn var aldrei hugsaður til frambúðar. Hann var „biðstofa“ meðan ríkin gætu „lagað sig að“ þeim kröfum sem einn sameiginlegur markaður gerði til þátttakenda þannig að réttindi manna væru sem jöfnust. Enda fóru þessi ríki nema Noregur og við inn í ESB og hafa þau miklu meiri áhrif á löggjöf sambandsins en á meðan þau voru í EES. Þau hafa því öðlast hluta þess fullveldis sem þau fórnuðu fyrir biðtímann í EES. Við stöndum hins vegar fyrir utan og þiggjum lög og reglur án þess að geta haft áhrif. Fullveldisrökin standa því annaðhvort til þess að ganga úr EES eða inn í ESB. Óbreytt ástand samræmist þeim ekki. Norðmenn höfnuðu sínum aðildarsamningi árið 1994 og hafði það afdrifaríkar afleiðingar fyrir Íslendinga. Góðvinur minn og andstæðingur ESB sagði þá sigri hrósandi: „Norðmenn kusu fyrir okkur,“ og þá velti ég fyrir mér hvaða fullveldi þetta væri eiginlega þegar önnur þjóð gæti í reynd ákveðið stefnu okkar. Það var nefnilega alveg rétt ályktað að við hefðum fylgt Norðmönnum inn og þá með stuðningi sjávarútvegsins. Ég áttaði mig líka þá á því að landhelgin okkar fræga var ekki byggð á neinum náttúrurétti, heldur hafði hún fengist í gegnum baráttu og samninga íslenska ríkisins í alþjóðasamstarfi. Við öðluðumst sem sagt aukinn rétt yfir miklu hafsvæði og auðlindum í krafti þess að við vorum þátttakendur í alþjóðasamstarfi. Þessi réttur hefði aldrei fengist með öðrum hætti. Harmsagan Harmsagan er síðan sú að stærsta auðlindin sem við þetta vannst, fiskurinn í sjónum, var einkavædd fyrir ekki neitt og gengur síðan kaupum og sölum og hafa ófá byggðarlög verið svipt helstu atvinnutækifærum sínum þess vegna. Við fengum sem sagt vald yfir auðlindum gegnum hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna og glötuðum því í hendur örfárra einstaklinga. Eftir stendur aðeins valdið að ákveða heildarkvótann. Önnur rök eru þau að ekki sé hægt að „kíkja í pakkann“. Það er sérkennilegt í ljósi þess að fram fara langar og strangar samningaviðræður. Þær hefjast á svokölluðum rýniviðræðum þar sem lög og reglur lands og ESB er borin saman og helstu hagsmunir beggja aðila greindir. Síðan er samið um það sem út af stendur og hafa mörg dæmi verið færð fyrir því að tekið er tillit til sérhagsmuna þjóða, sumarhús í Danmörku, fiskveiðar í kringum Möltu, landbúnaður á norðurslóðum og margt fleira. En séu þessi rök andstæðinga ESB-umsóknar tekin til greina þá hlýtur maður að spyrja, hver er þá skelfingin við að fá samninginn kláraðan og greiða um hann atkvæði? Forystumenn stjórnmálaflokkanna hafa flestir, ef ekki allir, sagt að þeir myndu hafna samningi sem væri óhagstæður Íslendingum í sjávarútvegsmálum. Sé ekki hægt að kíkja í pakkann og „samningur“ feli í sér einungis „aðlögun“ þá er ljóst að þing og þjóð hafna slíkum samningi og málinu er lokið um langan aldur. Það standa því öll rök til þess að ljúka viðræðum og afgreiða málið. Ég spyr aftur, hver er skelfingin?
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun