Breytinga er þörf í Reykjanesbæ Magnús Karlsson skrifar 24. febrúar 2014 07:00 Prófkjör Sjálfstæðisflokksins fer fram nú í byrjun mars. Þá gefst okkur bæjarbúum kostur á að velja á milli manna. Bæjarfélagið er með skuldir umfram þau viðmiðunarmörk sem lög setja og hefur bærinn þurft að standa í nauðasamningum með hlutdeildarfélög sín til að lækka skuldir sínar. Þannig hefur náðst einhver árangur í lækkun skulda auk þess sem allar seljanlegar eignir bæjarins hafa verið seldar. Því miður hefur afrakstur af söluverði eignanna ekki verið notaður nema að hluta til að greiða niður skuldir. Annað hefur farið í að greiða óhagkvæman rekstur sveitarfélagsins. Ljóst er að óbreytt stefna mun leiða til þess að Reykjanesbær verði hið nýja Álftanes með þeim eina mismun að við höfum ekki forríka nágranna til að taka yfir skuldir okkar eins og þeir höfðu. Vegna þessa er brýn þörf á breyttum hugsanagangi. Gott dæmi um þann viðsnúning sem við sem samfélag þurfum á að halda er Árborg. Bæjarfélagið Árborg var með svipað skuldahlutfall og Reykjanesbær er með nú. Eini mismunurinn er sá að skipt var um mann í brúnni í upphafi kjörtímabils og ráðinn nýr bæjarstjóri sem hafði það til ágætis að vera ópólitískur og atvinnumaður í því að reka fyrirtæki og stofnanir. Hann kunni til verka og forgangsraðaði rétt. Skemmst er frá að segja að Árborg er nú komið undir viðmiðunarmörk skulda sem er miðað við í sveitarstjórnarlögum. Þessu hafa þeir náð án þess að skerða þjónustu og hafa á sama tíma framkvæmt í nýjum mannvirkjum vegna þess svigrúms sem minni skuldir skapa. Mestu munar þar um að stefnubreyting hefur orðið í ráðningum. Aðeins er miðað við raunverulegar þarfir bæjarfélagsins og hæfni viðkomandi. Nú stendur valið um hvort við viljum fara þá leið sem Álftanes fór eða hvort við viljum fara leiðina sem Árborg fór. Leiðin úr ógöngunum er að kjósa nýja forystu sem vill fara þá leið að fækka í yfirstjórn, sleppa því að byggja fleiri víkingahallir en nýta frekar fjármunina í grunnþjónustuna og í að greiða niður skuldir. Ég skora á bæjarbúa að mæta í prófkjör sjálfstæðismanna og segja sína skoðun.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins fer fram nú í byrjun mars. Þá gefst okkur bæjarbúum kostur á að velja á milli manna. Bæjarfélagið er með skuldir umfram þau viðmiðunarmörk sem lög setja og hefur bærinn þurft að standa í nauðasamningum með hlutdeildarfélög sín til að lækka skuldir sínar. Þannig hefur náðst einhver árangur í lækkun skulda auk þess sem allar seljanlegar eignir bæjarins hafa verið seldar. Því miður hefur afrakstur af söluverði eignanna ekki verið notaður nema að hluta til að greiða niður skuldir. Annað hefur farið í að greiða óhagkvæman rekstur sveitarfélagsins. Ljóst er að óbreytt stefna mun leiða til þess að Reykjanesbær verði hið nýja Álftanes með þeim eina mismun að við höfum ekki forríka nágranna til að taka yfir skuldir okkar eins og þeir höfðu. Vegna þessa er brýn þörf á breyttum hugsanagangi. Gott dæmi um þann viðsnúning sem við sem samfélag þurfum á að halda er Árborg. Bæjarfélagið Árborg var með svipað skuldahlutfall og Reykjanesbær er með nú. Eini mismunurinn er sá að skipt var um mann í brúnni í upphafi kjörtímabils og ráðinn nýr bæjarstjóri sem hafði það til ágætis að vera ópólitískur og atvinnumaður í því að reka fyrirtæki og stofnanir. Hann kunni til verka og forgangsraðaði rétt. Skemmst er frá að segja að Árborg er nú komið undir viðmiðunarmörk skulda sem er miðað við í sveitarstjórnarlögum. Þessu hafa þeir náð án þess að skerða þjónustu og hafa á sama tíma framkvæmt í nýjum mannvirkjum vegna þess svigrúms sem minni skuldir skapa. Mestu munar þar um að stefnubreyting hefur orðið í ráðningum. Aðeins er miðað við raunverulegar þarfir bæjarfélagsins og hæfni viðkomandi. Nú stendur valið um hvort við viljum fara þá leið sem Álftanes fór eða hvort við viljum fara leiðina sem Árborg fór. Leiðin úr ógöngunum er að kjósa nýja forystu sem vill fara þá leið að fækka í yfirstjórn, sleppa því að byggja fleiri víkingahallir en nýta frekar fjármunina í grunnþjónustuna og í að greiða niður skuldir. Ég skora á bæjarbúa að mæta í prófkjör sjálfstæðismanna og segja sína skoðun.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar