Hvernig framtíð vilt þú? Um mikilvægi jafnréttis í Morfís. Gró Einarsdóttir skrifar 21. febrúar 2014 06:00 Undanfarna daga hefur skapast umræða um hlutskipti kvenna í Morfís. Ég er ein þeirra sem hafa slæm kynni af keppninni. Ég hef aldrei fundið jafn greinilega fyrir kynferði mínu og hversu lítils það var metið og þegar ég tók þátt skólaönnina 2006/2007.Öfgakenndur karlakúltúr Í rökræðukeppni er markmiðið að færa góð rök fyrir máli sínu á sannfærandi hátt. Það virðist sem bæði fyrir og eftir mína tíð í Morfís hafi það tíðkast að ráðast á persónur í stað þess að færa rök fyrir máli sínu. Þessar persónuárásir hafa því miður orðið að föstum lið í Morfís, enda árangursrík aðferð til þess að uppskera hlátur áhorfenda, koma andstæðingnum úr jafnvægi og fá stig dómara. Þessi aðferð byggist á mannfyrirlitningu og er lágkúruleg. Auk þess eru persónuárásir engin rök. Í rökræðukeppni ætti frekar að benda á rangfærslur í staðhæfingum andstæðinganna. Mannfyrirlitning á ekki að viðgangast – hvað þá í ræðukeppni fyrir menntaskólanema. Þessi fyrirlitning í Morfís hefur mótast af karlakúltúr. Kynjaskiptingin í Morfís hefur verið ójöfn frá upphafi. Í þeim 29 lokakeppnum sem hafa verið haldnar hafa aðeins 16% liðsmanna verið konur. Það eru því fyrst og fremst karlar sem hafa haft um það að segja hvað einkenna á góðan ræðumann. Ræðumaður í Morfís á að hafa mikið sjálfsálit, taka pláss, vera ákafur, árásargjarn, harður og fyndinn. Allt eiginleikar sem tengjast ýktum staðalmyndum karlmanna.Hvaða fólk kemst til áhrifa í framtíðinni? Málið er stærra en bara Morfís. Stærra en menntaskólinn. Þetta snýst um framtíðina. Í Morfís æfa þátttakendur færni sem nýtist mörgum vel. Margir áhrifamestu menn þjóðarinnar hafa stigið sín fyrstu skref í keppninni. Það sem gerist í menntaskólum landsins í dag hefur áhrif á framtíðina. Hvernig framtíð viljum við?Fyrirframákveðið mót Stelpur sem voga sér inn fyrir dyr Morfís þurfa að passa inn í formið. Annars eiga þær á hættu að verða að athlægi. Ég fann sterkt fyrir því að mínir kostir féllu ekki að hinu karllæga móti Morfís. Ég var hvorki fyndin, hörð né árásargjörn. Mínir kostir fólust í því að vera klár, greinandi og að hafa sterkar skoðanir. Í mínu tilviki var ekki hægt að finna þessum eiginleikum farveg. Á endanum var ég rekin. Þrátt fyrir að fyrsta tilraun mín til að láta til mín taka hafi mistekist hef ég, þökk sé góðu baklandi, ekki látið það aftra mér. Á sínum tíma komu liðsmenn mínir og þjálfarar í Morfís ekki auga á hæfileika mína en nú, sjö árum síðar, er ég meðal annars á leið í doktorsnám í sálfræði. Góður leiðbeinandi við Gautaborgarháskóla tók eftir mér, lagði traust sitt á mig og fann hæfileikum mínum farveg. Nýlega átti ég meðal annars þátt í að landa ríflega hundrað milljóna króna styrk fyrir nýtt rannsóknarsvið við skólann og þurfti til þess bæði hugrekki og sannfæringarkraft, líkt og í Morfís. Við stelpurnar getum hvað sem er. Stundum þarf bara til að einhver trúi á okkur. Það er samfélagsleg ábyrgð okkar allra að „sjá“ stelpurnar í Morfís og hjálpa þeim að brjóta niður feðraveldið. Morfís er mikilvægur vettvangur þar sem ungar og hæfileikaríkar stúlkur eiga að fá að spreyta sig í tryggu umhverfi án þess að vera traðkaðar niður.Tími breytinga Til þess að þetta sé hægt þurfa að koma til róttækar breytingar á fyrirkomulagi Morfís. Í Morfís viðgengst kerfisbundin mismunun á kynjunum. Breytingar krefjast kerfisbundinna aðgerða.1) Ef á að vera hægt að brjóta niður karllæga menningu þarf hið skammarlega kynjahlutfall að breytast. Helmingur liðsmanna á að vera stelpur. Ef við viljum ekki að þetta taki marga áratugi, þarf að setja á kvótakerfi.2) Bæði dómarar og þjálfarar verða að taka afstöðu gegn persónuárásum. Engin stig ætti að gefa þegar ráðist er á persónu. Enginn þjálfari ætti að kenna ungu fólki að gera lítið úr öðrum.3) Samningaviðræður um umræðuefni hafa verið notaðar sem tækifæri til þess að reyna að hræða og lítillækka andstæðinga fyrir keppni. Allt yrði einfaldara ef fyrirfram ákveðin umræðuefni væru dregin.4) Það þarf að setja ábyrgan ramma í kringum keppnina. Skólayfirvöld og samtök sem styðja jafnrétti ættu að einbeita sér að því að fá stelpur til þess að taka þátt og styðja þær.5) Það verða að vera skýrar reglur um það sem er leyfilegt. Ef þessum reglum er ekki fylgt verða að vera skýr viðurlög.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur skapast umræða um hlutskipti kvenna í Morfís. Ég er ein þeirra sem hafa slæm kynni af keppninni. Ég hef aldrei fundið jafn greinilega fyrir kynferði mínu og hversu lítils það var metið og þegar ég tók þátt skólaönnina 2006/2007.Öfgakenndur karlakúltúr Í rökræðukeppni er markmiðið að færa góð rök fyrir máli sínu á sannfærandi hátt. Það virðist sem bæði fyrir og eftir mína tíð í Morfís hafi það tíðkast að ráðast á persónur í stað þess að færa rök fyrir máli sínu. Þessar persónuárásir hafa því miður orðið að föstum lið í Morfís, enda árangursrík aðferð til þess að uppskera hlátur áhorfenda, koma andstæðingnum úr jafnvægi og fá stig dómara. Þessi aðferð byggist á mannfyrirlitningu og er lágkúruleg. Auk þess eru persónuárásir engin rök. Í rökræðukeppni ætti frekar að benda á rangfærslur í staðhæfingum andstæðinganna. Mannfyrirlitning á ekki að viðgangast – hvað þá í ræðukeppni fyrir menntaskólanema. Þessi fyrirlitning í Morfís hefur mótast af karlakúltúr. Kynjaskiptingin í Morfís hefur verið ójöfn frá upphafi. Í þeim 29 lokakeppnum sem hafa verið haldnar hafa aðeins 16% liðsmanna verið konur. Það eru því fyrst og fremst karlar sem hafa haft um það að segja hvað einkenna á góðan ræðumann. Ræðumaður í Morfís á að hafa mikið sjálfsálit, taka pláss, vera ákafur, árásargjarn, harður og fyndinn. Allt eiginleikar sem tengjast ýktum staðalmyndum karlmanna.Hvaða fólk kemst til áhrifa í framtíðinni? Málið er stærra en bara Morfís. Stærra en menntaskólinn. Þetta snýst um framtíðina. Í Morfís æfa þátttakendur færni sem nýtist mörgum vel. Margir áhrifamestu menn þjóðarinnar hafa stigið sín fyrstu skref í keppninni. Það sem gerist í menntaskólum landsins í dag hefur áhrif á framtíðina. Hvernig framtíð viljum við?Fyrirframákveðið mót Stelpur sem voga sér inn fyrir dyr Morfís þurfa að passa inn í formið. Annars eiga þær á hættu að verða að athlægi. Ég fann sterkt fyrir því að mínir kostir féllu ekki að hinu karllæga móti Morfís. Ég var hvorki fyndin, hörð né árásargjörn. Mínir kostir fólust í því að vera klár, greinandi og að hafa sterkar skoðanir. Í mínu tilviki var ekki hægt að finna þessum eiginleikum farveg. Á endanum var ég rekin. Þrátt fyrir að fyrsta tilraun mín til að láta til mín taka hafi mistekist hef ég, þökk sé góðu baklandi, ekki látið það aftra mér. Á sínum tíma komu liðsmenn mínir og þjálfarar í Morfís ekki auga á hæfileika mína en nú, sjö árum síðar, er ég meðal annars á leið í doktorsnám í sálfræði. Góður leiðbeinandi við Gautaborgarháskóla tók eftir mér, lagði traust sitt á mig og fann hæfileikum mínum farveg. Nýlega átti ég meðal annars þátt í að landa ríflega hundrað milljóna króna styrk fyrir nýtt rannsóknarsvið við skólann og þurfti til þess bæði hugrekki og sannfæringarkraft, líkt og í Morfís. Við stelpurnar getum hvað sem er. Stundum þarf bara til að einhver trúi á okkur. Það er samfélagsleg ábyrgð okkar allra að „sjá“ stelpurnar í Morfís og hjálpa þeim að brjóta niður feðraveldið. Morfís er mikilvægur vettvangur þar sem ungar og hæfileikaríkar stúlkur eiga að fá að spreyta sig í tryggu umhverfi án þess að vera traðkaðar niður.Tími breytinga Til þess að þetta sé hægt þurfa að koma til róttækar breytingar á fyrirkomulagi Morfís. Í Morfís viðgengst kerfisbundin mismunun á kynjunum. Breytingar krefjast kerfisbundinna aðgerða.1) Ef á að vera hægt að brjóta niður karllæga menningu þarf hið skammarlega kynjahlutfall að breytast. Helmingur liðsmanna á að vera stelpur. Ef við viljum ekki að þetta taki marga áratugi, þarf að setja á kvótakerfi.2) Bæði dómarar og þjálfarar verða að taka afstöðu gegn persónuárásum. Engin stig ætti að gefa þegar ráðist er á persónu. Enginn þjálfari ætti að kenna ungu fólki að gera lítið úr öðrum.3) Samningaviðræður um umræðuefni hafa verið notaðar sem tækifæri til þess að reyna að hræða og lítillækka andstæðinga fyrir keppni. Allt yrði einfaldara ef fyrirfram ákveðin umræðuefni væru dregin.4) Það þarf að setja ábyrgan ramma í kringum keppnina. Skólayfirvöld og samtök sem styðja jafnrétti ættu að einbeita sér að því að fá stelpur til þess að taka þátt og styðja þær.5) Það verða að vera skýrar reglur um það sem er leyfilegt. Ef þessum reglum er ekki fylgt verða að vera skýr viðurlög.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun