Hvernig framtíð vilt þú? Um mikilvægi jafnréttis í Morfís. Gró Einarsdóttir skrifar 21. febrúar 2014 06:00 Undanfarna daga hefur skapast umræða um hlutskipti kvenna í Morfís. Ég er ein þeirra sem hafa slæm kynni af keppninni. Ég hef aldrei fundið jafn greinilega fyrir kynferði mínu og hversu lítils það var metið og þegar ég tók þátt skólaönnina 2006/2007.Öfgakenndur karlakúltúr Í rökræðukeppni er markmiðið að færa góð rök fyrir máli sínu á sannfærandi hátt. Það virðist sem bæði fyrir og eftir mína tíð í Morfís hafi það tíðkast að ráðast á persónur í stað þess að færa rök fyrir máli sínu. Þessar persónuárásir hafa því miður orðið að föstum lið í Morfís, enda árangursrík aðferð til þess að uppskera hlátur áhorfenda, koma andstæðingnum úr jafnvægi og fá stig dómara. Þessi aðferð byggist á mannfyrirlitningu og er lágkúruleg. Auk þess eru persónuárásir engin rök. Í rökræðukeppni ætti frekar að benda á rangfærslur í staðhæfingum andstæðinganna. Mannfyrirlitning á ekki að viðgangast – hvað þá í ræðukeppni fyrir menntaskólanema. Þessi fyrirlitning í Morfís hefur mótast af karlakúltúr. Kynjaskiptingin í Morfís hefur verið ójöfn frá upphafi. Í þeim 29 lokakeppnum sem hafa verið haldnar hafa aðeins 16% liðsmanna verið konur. Það eru því fyrst og fremst karlar sem hafa haft um það að segja hvað einkenna á góðan ræðumann. Ræðumaður í Morfís á að hafa mikið sjálfsálit, taka pláss, vera ákafur, árásargjarn, harður og fyndinn. Allt eiginleikar sem tengjast ýktum staðalmyndum karlmanna.Hvaða fólk kemst til áhrifa í framtíðinni? Málið er stærra en bara Morfís. Stærra en menntaskólinn. Þetta snýst um framtíðina. Í Morfís æfa þátttakendur færni sem nýtist mörgum vel. Margir áhrifamestu menn þjóðarinnar hafa stigið sín fyrstu skref í keppninni. Það sem gerist í menntaskólum landsins í dag hefur áhrif á framtíðina. Hvernig framtíð viljum við?Fyrirframákveðið mót Stelpur sem voga sér inn fyrir dyr Morfís þurfa að passa inn í formið. Annars eiga þær á hættu að verða að athlægi. Ég fann sterkt fyrir því að mínir kostir féllu ekki að hinu karllæga móti Morfís. Ég var hvorki fyndin, hörð né árásargjörn. Mínir kostir fólust í því að vera klár, greinandi og að hafa sterkar skoðanir. Í mínu tilviki var ekki hægt að finna þessum eiginleikum farveg. Á endanum var ég rekin. Þrátt fyrir að fyrsta tilraun mín til að láta til mín taka hafi mistekist hef ég, þökk sé góðu baklandi, ekki látið það aftra mér. Á sínum tíma komu liðsmenn mínir og þjálfarar í Morfís ekki auga á hæfileika mína en nú, sjö árum síðar, er ég meðal annars á leið í doktorsnám í sálfræði. Góður leiðbeinandi við Gautaborgarháskóla tók eftir mér, lagði traust sitt á mig og fann hæfileikum mínum farveg. Nýlega átti ég meðal annars þátt í að landa ríflega hundrað milljóna króna styrk fyrir nýtt rannsóknarsvið við skólann og þurfti til þess bæði hugrekki og sannfæringarkraft, líkt og í Morfís. Við stelpurnar getum hvað sem er. Stundum þarf bara til að einhver trúi á okkur. Það er samfélagsleg ábyrgð okkar allra að „sjá“ stelpurnar í Morfís og hjálpa þeim að brjóta niður feðraveldið. Morfís er mikilvægur vettvangur þar sem ungar og hæfileikaríkar stúlkur eiga að fá að spreyta sig í tryggu umhverfi án þess að vera traðkaðar niður.Tími breytinga Til þess að þetta sé hægt þurfa að koma til róttækar breytingar á fyrirkomulagi Morfís. Í Morfís viðgengst kerfisbundin mismunun á kynjunum. Breytingar krefjast kerfisbundinna aðgerða.1) Ef á að vera hægt að brjóta niður karllæga menningu þarf hið skammarlega kynjahlutfall að breytast. Helmingur liðsmanna á að vera stelpur. Ef við viljum ekki að þetta taki marga áratugi, þarf að setja á kvótakerfi.2) Bæði dómarar og þjálfarar verða að taka afstöðu gegn persónuárásum. Engin stig ætti að gefa þegar ráðist er á persónu. Enginn þjálfari ætti að kenna ungu fólki að gera lítið úr öðrum.3) Samningaviðræður um umræðuefni hafa verið notaðar sem tækifæri til þess að reyna að hræða og lítillækka andstæðinga fyrir keppni. Allt yrði einfaldara ef fyrirfram ákveðin umræðuefni væru dregin.4) Það þarf að setja ábyrgan ramma í kringum keppnina. Skólayfirvöld og samtök sem styðja jafnrétti ættu að einbeita sér að því að fá stelpur til þess að taka þátt og styðja þær.5) Það verða að vera skýrar reglur um það sem er leyfilegt. Ef þessum reglum er ekki fylgt verða að vera skýr viðurlög.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur skapast umræða um hlutskipti kvenna í Morfís. Ég er ein þeirra sem hafa slæm kynni af keppninni. Ég hef aldrei fundið jafn greinilega fyrir kynferði mínu og hversu lítils það var metið og þegar ég tók þátt skólaönnina 2006/2007.Öfgakenndur karlakúltúr Í rökræðukeppni er markmiðið að færa góð rök fyrir máli sínu á sannfærandi hátt. Það virðist sem bæði fyrir og eftir mína tíð í Morfís hafi það tíðkast að ráðast á persónur í stað þess að færa rök fyrir máli sínu. Þessar persónuárásir hafa því miður orðið að föstum lið í Morfís, enda árangursrík aðferð til þess að uppskera hlátur áhorfenda, koma andstæðingnum úr jafnvægi og fá stig dómara. Þessi aðferð byggist á mannfyrirlitningu og er lágkúruleg. Auk þess eru persónuárásir engin rök. Í rökræðukeppni ætti frekar að benda á rangfærslur í staðhæfingum andstæðinganna. Mannfyrirlitning á ekki að viðgangast – hvað þá í ræðukeppni fyrir menntaskólanema. Þessi fyrirlitning í Morfís hefur mótast af karlakúltúr. Kynjaskiptingin í Morfís hefur verið ójöfn frá upphafi. Í þeim 29 lokakeppnum sem hafa verið haldnar hafa aðeins 16% liðsmanna verið konur. Það eru því fyrst og fremst karlar sem hafa haft um það að segja hvað einkenna á góðan ræðumann. Ræðumaður í Morfís á að hafa mikið sjálfsálit, taka pláss, vera ákafur, árásargjarn, harður og fyndinn. Allt eiginleikar sem tengjast ýktum staðalmyndum karlmanna.Hvaða fólk kemst til áhrifa í framtíðinni? Málið er stærra en bara Morfís. Stærra en menntaskólinn. Þetta snýst um framtíðina. Í Morfís æfa þátttakendur færni sem nýtist mörgum vel. Margir áhrifamestu menn þjóðarinnar hafa stigið sín fyrstu skref í keppninni. Það sem gerist í menntaskólum landsins í dag hefur áhrif á framtíðina. Hvernig framtíð viljum við?Fyrirframákveðið mót Stelpur sem voga sér inn fyrir dyr Morfís þurfa að passa inn í formið. Annars eiga þær á hættu að verða að athlægi. Ég fann sterkt fyrir því að mínir kostir féllu ekki að hinu karllæga móti Morfís. Ég var hvorki fyndin, hörð né árásargjörn. Mínir kostir fólust í því að vera klár, greinandi og að hafa sterkar skoðanir. Í mínu tilviki var ekki hægt að finna þessum eiginleikum farveg. Á endanum var ég rekin. Þrátt fyrir að fyrsta tilraun mín til að láta til mín taka hafi mistekist hef ég, þökk sé góðu baklandi, ekki látið það aftra mér. Á sínum tíma komu liðsmenn mínir og þjálfarar í Morfís ekki auga á hæfileika mína en nú, sjö árum síðar, er ég meðal annars á leið í doktorsnám í sálfræði. Góður leiðbeinandi við Gautaborgarháskóla tók eftir mér, lagði traust sitt á mig og fann hæfileikum mínum farveg. Nýlega átti ég meðal annars þátt í að landa ríflega hundrað milljóna króna styrk fyrir nýtt rannsóknarsvið við skólann og þurfti til þess bæði hugrekki og sannfæringarkraft, líkt og í Morfís. Við stelpurnar getum hvað sem er. Stundum þarf bara til að einhver trúi á okkur. Það er samfélagsleg ábyrgð okkar allra að „sjá“ stelpurnar í Morfís og hjálpa þeim að brjóta niður feðraveldið. Morfís er mikilvægur vettvangur þar sem ungar og hæfileikaríkar stúlkur eiga að fá að spreyta sig í tryggu umhverfi án þess að vera traðkaðar niður.Tími breytinga Til þess að þetta sé hægt þurfa að koma til róttækar breytingar á fyrirkomulagi Morfís. Í Morfís viðgengst kerfisbundin mismunun á kynjunum. Breytingar krefjast kerfisbundinna aðgerða.1) Ef á að vera hægt að brjóta niður karllæga menningu þarf hið skammarlega kynjahlutfall að breytast. Helmingur liðsmanna á að vera stelpur. Ef við viljum ekki að þetta taki marga áratugi, þarf að setja á kvótakerfi.2) Bæði dómarar og þjálfarar verða að taka afstöðu gegn persónuárásum. Engin stig ætti að gefa þegar ráðist er á persónu. Enginn þjálfari ætti að kenna ungu fólki að gera lítið úr öðrum.3) Samningaviðræður um umræðuefni hafa verið notaðar sem tækifæri til þess að reyna að hræða og lítillækka andstæðinga fyrir keppni. Allt yrði einfaldara ef fyrirfram ákveðin umræðuefni væru dregin.4) Það þarf að setja ábyrgan ramma í kringum keppnina. Skólayfirvöld og samtök sem styðja jafnrétti ættu að einbeita sér að því að fá stelpur til þess að taka þátt og styðja þær.5) Það verða að vera skýrar reglur um það sem er leyfilegt. Ef þessum reglum er ekki fylgt verða að vera skýr viðurlög.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun