Menningarstjórnun er styrkur Njörður Sigurjónsson skrifar 13. febrúar 2014 00:00 Í ritstjórnarpistli í Fréttablaðinu 11. febrúar fjallar Friðrika Benónýsdóttir um „umræðuna“ svokölluðu, um ráðningu leikhússtjóra við stóru leikhúsin tvö í Reykjavík. Stöður leikhússtjóra eru sem sagt að losna og þá veltir fólk fyrir sér hverjir komi helst til greina sem næstu hæstráðendur í íslensku leikhúslífi en þeir sem gegna þessum stöðum hafa mikil tækifæri til þess að hafa áhrif á þróun leikhússins á næstu árum. Eitthvað virðist Friðrika rugla saman ólíkum hlutum varðandi hæfniskröfur til verðandi stjórnenda leikhúsanna og leggur þar að jöfnu menntun á sviði menningarstjórnunar og MBA-gráðu án þess þó að skýra almenna fordóma sína gagnvart þessum ólíku gráðum neitt frekar. Virðist hún þó helst halda að framhaldsgráða í stjórnun leiði til einhvers konar dómgreindarbrests varðandi listræna stefnu og að annaðhvort hugsi fólki um rekstur eða list. Jafnvel að sami aðili muni aldrei ná utan um bæði þessi svið, um svo ólíka eðliseiginleika sé að ræða. Nú er ekki rými hér til þess að elta ólar við þá römmu tvíhyggju lífs og listar sem kemur fram í greininni eða þær stæku staðalmyndir af listamönnum sem mara undir yfirborði vandlætingarinnar. Ég vil frekar nota þetta tækifæri til þess að útskýra ákveðin atriði varðandi fræðasviðið menningarstjórnun. Menningarstjórnun er heiti á rannsóknasviði og kennslugrein sem boðið hefur verið upp á í meistaranámi við Háskólann á Bifröst síðan 2004. Viðfangsefni menningarstjórnunar er samspil hugmynda um hlutverk menningar, lista, menningarstofnana og reksturs. Tekið er á ýmsum goðsögnum um stjórnun, listir og menningu, til dæmis þeirri að efnisleg takmörk eigi ekki við í listum, að menningarstarfsemi sé ekki vinna eða að listamenn geti ekki skilið rekstur. Nemendur okkar á Bifröst koma víða að en flestir hafa þeir talsverða reynslu af því að starfa við list sína eða vinna að menningarmálum. Framhaldsnám í stjórnun skerðir ekki listrænt innsæi fólks. Þvert á móti gerir nám fólki auðveldara fyrir að gera listræna sýn sína að veruleika, vinna með fólki, losa sig við fordóma og dogmatískan dilkadrátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öruggari Reykjavík Svala Hjörleifsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Í ritstjórnarpistli í Fréttablaðinu 11. febrúar fjallar Friðrika Benónýsdóttir um „umræðuna“ svokölluðu, um ráðningu leikhússtjóra við stóru leikhúsin tvö í Reykjavík. Stöður leikhússtjóra eru sem sagt að losna og þá veltir fólk fyrir sér hverjir komi helst til greina sem næstu hæstráðendur í íslensku leikhúslífi en þeir sem gegna þessum stöðum hafa mikil tækifæri til þess að hafa áhrif á þróun leikhússins á næstu árum. Eitthvað virðist Friðrika rugla saman ólíkum hlutum varðandi hæfniskröfur til verðandi stjórnenda leikhúsanna og leggur þar að jöfnu menntun á sviði menningarstjórnunar og MBA-gráðu án þess þó að skýra almenna fordóma sína gagnvart þessum ólíku gráðum neitt frekar. Virðist hún þó helst halda að framhaldsgráða í stjórnun leiði til einhvers konar dómgreindarbrests varðandi listræna stefnu og að annaðhvort hugsi fólki um rekstur eða list. Jafnvel að sami aðili muni aldrei ná utan um bæði þessi svið, um svo ólíka eðliseiginleika sé að ræða. Nú er ekki rými hér til þess að elta ólar við þá römmu tvíhyggju lífs og listar sem kemur fram í greininni eða þær stæku staðalmyndir af listamönnum sem mara undir yfirborði vandlætingarinnar. Ég vil frekar nota þetta tækifæri til þess að útskýra ákveðin atriði varðandi fræðasviðið menningarstjórnun. Menningarstjórnun er heiti á rannsóknasviði og kennslugrein sem boðið hefur verið upp á í meistaranámi við Háskólann á Bifröst síðan 2004. Viðfangsefni menningarstjórnunar er samspil hugmynda um hlutverk menningar, lista, menningarstofnana og reksturs. Tekið er á ýmsum goðsögnum um stjórnun, listir og menningu, til dæmis þeirri að efnisleg takmörk eigi ekki við í listum, að menningarstarfsemi sé ekki vinna eða að listamenn geti ekki skilið rekstur. Nemendur okkar á Bifröst koma víða að en flestir hafa þeir talsverða reynslu af því að starfa við list sína eða vinna að menningarmálum. Framhaldsnám í stjórnun skerðir ekki listrænt innsæi fólks. Þvert á móti gerir nám fólki auðveldara fyrir að gera listræna sýn sína að veruleika, vinna með fólki, losa sig við fordóma og dogmatískan dilkadrátt.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar