Vilja reisa 77 milljarða kísilverksmiðju á Grundartanga Haraldur Guðmundsson skrifar 10. febrúar 2014 06:45 Athafnasvæðið á Grundartanga í Hvalfirði. Vísir/Pjetur Forsvarsmenn bandaríska fyrirtækisins Silicor Materials hafa óskað eftir lóð á Grundartanga undir eina stærstu sólarkísilverksmiðju í heimi. Fyrirtækið vill hefja framkvæmdir næsta haust og áætlaður byggingarkostnaður er samkvæmt heimildum Fréttablaðsins um 77 milljarðar króna. Áætlanir Silicor Materials gera ráð fyrir verksmiðju sem gæti framleitt um sextán þúsund tonn af kísil á ári og skapað um fjögur hundruð störf. Kísillinn yrði framleiddur með sérstakri framleiðsluaðferð þar sem efnið er hreinsað með bræddu áli og hann síðan seldur til framleiðenda sólarrafhlaðna. Gert er ráð fyrir að ál frá íslenskum álfyrirtækjum verði notað til framleiðslunnar og þá líklegast frá Norðuráli á Grundartanga.Davíð StefánssonDavíð Stefánsson, ráðgjafi Silicor Materials á Íslandi, staðfestir að fyrirtækið hafi sótt um lóð á svæðinu en tekur fram að önnur lönd séu einnig til skoðunar. „Það er ekki tímabært fyrir mig að tjá mig um málið. En gangi þetta eftir er þarna um mikla hagsmuni að ræða fyrir Íslendinga. Þetta er grænt verkefni sem skapar störf og styður við það sem fyrir er.“ Faxaflóahafnir, sem eiga lóðirnar á Grundartanga, eiga í viðræðum við Hvalfjarðarsveit um breytingar á aðalskipulagi svæðisins vegna aukins áhuga fyrirtækja á lóðunum.Laufey Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort farið verði í breytingar á aðalskipulaginu. „Málið er í ferli hjá umhverfis-, skipulags-, og náttúruverndarnefnd Hvalfjarðarsveitar sem er að skoða þessi skipulagsmál. Og það er ekki komin nein niðurstaða í þau mál,“ segir Laufey. Silicor Materials var stofnað árið 2006 og starfar í þremur löndum; Bandaríkjunum, Kanada og Þýskalandi. Fyrirtækið hefur fengið einkaleyfi á nýrri framleiðsluaðferð sem notar brætt ál til að fjarlægja óhreinindi úr kísil. Álið virkar þá eins og svampur sem dregur í sig óæskileg efni og eftir verður kísill sem hægt er að nota til framleiðslu á sólarrafhlöðum. Aðferðin er sögð helmingi ódýrari en aðrar. Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Forsvarsmenn bandaríska fyrirtækisins Silicor Materials hafa óskað eftir lóð á Grundartanga undir eina stærstu sólarkísilverksmiðju í heimi. Fyrirtækið vill hefja framkvæmdir næsta haust og áætlaður byggingarkostnaður er samkvæmt heimildum Fréttablaðsins um 77 milljarðar króna. Áætlanir Silicor Materials gera ráð fyrir verksmiðju sem gæti framleitt um sextán þúsund tonn af kísil á ári og skapað um fjögur hundruð störf. Kísillinn yrði framleiddur með sérstakri framleiðsluaðferð þar sem efnið er hreinsað með bræddu áli og hann síðan seldur til framleiðenda sólarrafhlaðna. Gert er ráð fyrir að ál frá íslenskum álfyrirtækjum verði notað til framleiðslunnar og þá líklegast frá Norðuráli á Grundartanga.Davíð StefánssonDavíð Stefánsson, ráðgjafi Silicor Materials á Íslandi, staðfestir að fyrirtækið hafi sótt um lóð á svæðinu en tekur fram að önnur lönd séu einnig til skoðunar. „Það er ekki tímabært fyrir mig að tjá mig um málið. En gangi þetta eftir er þarna um mikla hagsmuni að ræða fyrir Íslendinga. Þetta er grænt verkefni sem skapar störf og styður við það sem fyrir er.“ Faxaflóahafnir, sem eiga lóðirnar á Grundartanga, eiga í viðræðum við Hvalfjarðarsveit um breytingar á aðalskipulagi svæðisins vegna aukins áhuga fyrirtækja á lóðunum.Laufey Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort farið verði í breytingar á aðalskipulaginu. „Málið er í ferli hjá umhverfis-, skipulags-, og náttúruverndarnefnd Hvalfjarðarsveitar sem er að skoða þessi skipulagsmál. Og það er ekki komin nein niðurstaða í þau mál,“ segir Laufey. Silicor Materials var stofnað árið 2006 og starfar í þremur löndum; Bandaríkjunum, Kanada og Þýskalandi. Fyrirtækið hefur fengið einkaleyfi á nýrri framleiðsluaðferð sem notar brætt ál til að fjarlægja óhreinindi úr kísil. Álið virkar þá eins og svampur sem dregur í sig óæskileg efni og eftir verður kísill sem hægt er að nota til framleiðslu á sólarrafhlöðum. Aðferðin er sögð helmingi ódýrari en aðrar.
Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira