Hver er fasteignasali? Einar G. Harðarson skrifar 31. janúar 2014 06:00 Starfsfólk sem starfar í fasteignaviðskiptum er að mínu mati þrískipt. Í grunninn eru löggiltir fasteignasalar, þ.e. fasteignasalar sem eru um 200 aðilar með full réttindi. Hægt er að ljúka námi á tveimur árum við HÍ (80-90 ECTS-einingar). Löggildingarnám er af mörgum talið erfitt nám og krafist er hærri meðaleinkunnar en í flestu öðru háskólanámi við HÍ eða meðaleinkunnar að lágmarki sjö. Námið er að mestu byggt upp á lögfræði, hagfræði o.fl. Síðan er farið fram á 12 mánaða starfsreynslu á fasteignasölu áður en viðkomandi getur fengið löggildingu sem fasteignasali. Einnig má viðkomandi aldrei, samkvæmt lögum, hafa orðið gjaldþrota, til að öðlast löggildingu en hægt er að fá undanþágu frá því eftir 5 ár. Tryggingu til að bæta hugsanlegt tjón er skylda að hafa til að öðlast löggildingu. Tryggingafélög gera kröfu um að viðkomandi sé ekki á vanskilaskrá til að hann fái tryggingu. Næsta lag má kalla rótgróna sölufulltrúa sem eru um 200 manns sem hafa haft fasteignasölu að aðalatvinnu í mörg ár. Þessir aðilar geta verið ómenntaðir og engar kröfur eru gerðar um neitt annað. Í flestum tilvikum eru þeir sölumenn sem endast í starfinu hinir bestu menn, vandvirkir og standa vel undir flestum kröfum sem sölufulltrúar og koma vel fram fyrir hönd fasteignasalans. Svo kemur þriðja lagið sem samanstendur af um 100-500 óvönum starfsmönnum sem eru oft blautir á bak við eyrun. Þetta eru t.d. byggingamenn, lagermenn, skrifstofufólk, húsmæður eða hver annar sem verða vill. Þeir kaupa sér lakkskó, lakkrísbindi og jakkaföt í t.d. Dressmann og fara síðan út á markaðinn sem „fasteignasalar“. Fjöldi þessa hóps fer algerlega eftir því hvernig fasteignamarkaðurinn er. Ef hann er á uppleið hrúgast menn og konur inn á fasteignasölur til að selja eignir en hætta fljótt þegar harðna fer á dalnum. Hinn almenni maður þekkir ekki mun á þessu fólki og fyrrnefndum hópum þegar það kynnir sig. Í augum almennings eru þetta allt fasteignasalar. Algengt er að allir hafi sömu laun, þ.e. prósentur af sölu, og sinni að mestu sömu störfum.Óskýrar reglur Lög um fasteignsala nr. 99 voru sett árið 2004. Þau kveða á um hvað fasteignasali er og á að gera og hvað aðrir mega ekki gera. Hvorki lögin né reglugerðir eru hins vegar nægilega skýr svo það hefur verið nokkuð auðvelt að túlka lögin eftir hentisemi. Endurskoðun laganna átti að fara fram fyrir árið 2008 en það hefur ekki gerst ennþá. Þó hefur verið skipuð eftirlitsnefnd fasteignasala samkvæmt þessum lögum og er hún við störf núna. Nefndin gaf fasteignasölum frest til að fara eftir lögunum, eins og nefndin túlkar þau, til 1. nóvember 2013. Það heyrir til nokkurra tíðinda að lægra yfirvald en Alþingi gefi frest á að fara eftir lögum. Hvernig er það hægt? Það þekkist varla á öðrum stöðum eða löndum að menn geti brotið lög í dag eins og hver vill en eftir einhvern ákveðinn tíma verða allir að fara eftir þeim. Lögin tóku gildi árið 2004, ekki í gær. Eftirlitsnefndin hefur úrskurðað í mörgum málum en hins vegar er sá galli á gjöf Njarðar að úrskurðir eru ekki birtir svo enginn fær að vita hvernig þeir eru nema þær persónur sem eiga að fara eftir úrskurðunum. Stjórnmálamenn virðast ekki hafa haft bein í nefinu til að taka alvarlega á þessu máli. Flest mistök í fasteignaviðskiptum verða þegar ómenntaðir menn eru að vinna vinnu fasteignasala og meðhöndla gögn sem eiga eingöngu að vera meðhöndluð af fasteignasölum samkvæmt lögum. Þar má nefna skoðun og verðmat eigna, tilboð (sem er löggerningur og bindandi samningur), alls konar ráðgjöf og skjalagerð. Í kjölfarið þarf svo löggilti fasteignasalinn að hnoða saman kaupsamningi og úr verður tómt klúður, málaferli og oft fjárhagslegt tjón fyrir marga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Starfsfólk sem starfar í fasteignaviðskiptum er að mínu mati þrískipt. Í grunninn eru löggiltir fasteignasalar, þ.e. fasteignasalar sem eru um 200 aðilar með full réttindi. Hægt er að ljúka námi á tveimur árum við HÍ (80-90 ECTS-einingar). Löggildingarnám er af mörgum talið erfitt nám og krafist er hærri meðaleinkunnar en í flestu öðru háskólanámi við HÍ eða meðaleinkunnar að lágmarki sjö. Námið er að mestu byggt upp á lögfræði, hagfræði o.fl. Síðan er farið fram á 12 mánaða starfsreynslu á fasteignasölu áður en viðkomandi getur fengið löggildingu sem fasteignasali. Einnig má viðkomandi aldrei, samkvæmt lögum, hafa orðið gjaldþrota, til að öðlast löggildingu en hægt er að fá undanþágu frá því eftir 5 ár. Tryggingu til að bæta hugsanlegt tjón er skylda að hafa til að öðlast löggildingu. Tryggingafélög gera kröfu um að viðkomandi sé ekki á vanskilaskrá til að hann fái tryggingu. Næsta lag má kalla rótgróna sölufulltrúa sem eru um 200 manns sem hafa haft fasteignasölu að aðalatvinnu í mörg ár. Þessir aðilar geta verið ómenntaðir og engar kröfur eru gerðar um neitt annað. Í flestum tilvikum eru þeir sölumenn sem endast í starfinu hinir bestu menn, vandvirkir og standa vel undir flestum kröfum sem sölufulltrúar og koma vel fram fyrir hönd fasteignasalans. Svo kemur þriðja lagið sem samanstendur af um 100-500 óvönum starfsmönnum sem eru oft blautir á bak við eyrun. Þetta eru t.d. byggingamenn, lagermenn, skrifstofufólk, húsmæður eða hver annar sem verða vill. Þeir kaupa sér lakkskó, lakkrísbindi og jakkaföt í t.d. Dressmann og fara síðan út á markaðinn sem „fasteignasalar“. Fjöldi þessa hóps fer algerlega eftir því hvernig fasteignamarkaðurinn er. Ef hann er á uppleið hrúgast menn og konur inn á fasteignasölur til að selja eignir en hætta fljótt þegar harðna fer á dalnum. Hinn almenni maður þekkir ekki mun á þessu fólki og fyrrnefndum hópum þegar það kynnir sig. Í augum almennings eru þetta allt fasteignasalar. Algengt er að allir hafi sömu laun, þ.e. prósentur af sölu, og sinni að mestu sömu störfum.Óskýrar reglur Lög um fasteignsala nr. 99 voru sett árið 2004. Þau kveða á um hvað fasteignasali er og á að gera og hvað aðrir mega ekki gera. Hvorki lögin né reglugerðir eru hins vegar nægilega skýr svo það hefur verið nokkuð auðvelt að túlka lögin eftir hentisemi. Endurskoðun laganna átti að fara fram fyrir árið 2008 en það hefur ekki gerst ennþá. Þó hefur verið skipuð eftirlitsnefnd fasteignasala samkvæmt þessum lögum og er hún við störf núna. Nefndin gaf fasteignasölum frest til að fara eftir lögunum, eins og nefndin túlkar þau, til 1. nóvember 2013. Það heyrir til nokkurra tíðinda að lægra yfirvald en Alþingi gefi frest á að fara eftir lögum. Hvernig er það hægt? Það þekkist varla á öðrum stöðum eða löndum að menn geti brotið lög í dag eins og hver vill en eftir einhvern ákveðinn tíma verða allir að fara eftir þeim. Lögin tóku gildi árið 2004, ekki í gær. Eftirlitsnefndin hefur úrskurðað í mörgum málum en hins vegar er sá galli á gjöf Njarðar að úrskurðir eru ekki birtir svo enginn fær að vita hvernig þeir eru nema þær persónur sem eiga að fara eftir úrskurðunum. Stjórnmálamenn virðast ekki hafa haft bein í nefinu til að taka alvarlega á þessu máli. Flest mistök í fasteignaviðskiptum verða þegar ómenntaðir menn eru að vinna vinnu fasteignasala og meðhöndla gögn sem eiga eingöngu að vera meðhöndluð af fasteignasölum samkvæmt lögum. Þar má nefna skoðun og verðmat eigna, tilboð (sem er löggerningur og bindandi samningur), alls konar ráðgjöf og skjalagerð. Í kjölfarið þarf svo löggilti fasteignasalinn að hnoða saman kaupsamningi og úr verður tómt klúður, málaferli og oft fjárhagslegt tjón fyrir marga.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar