Undanþágur kosta fyrirtæki og Seðlabanka 1,5 milljarða Óli Kristján Ármannsson skrifar 29. janúar 2014 07:00 Það kostar sitt að passa upp á að höftin haldi. Fréttablaðið/Rósa Torvelt er að setja verðmiða á kostnaðinn við gjaldeyrishöft. Friðrik Már Baldursson, hagfræðiprófessor, segir hann þó kunna að vera minni en margur kynni að ætla því lönd lagi sig „merkilega vel“ að höftum. Mælistika verður illa lögð á glötuð tækifæri. Með framreikningi er hins vegar hægt að leggja mat á beinan kostnað fyrirtækja og Seðlabanka Íslands við veitingu undanþága frá höftum. Ef bara er litið til umsókna sem fengið hafa afgreiðslu Seðlabankans frá árinu 2009 til og með síðasta ári má ætla að beinn kostnaður nemi yfir einum og hálfum milljarði króna. Er þá gengið út frá því að beinn kostnaður við hverja umsókn nemi rúmum 412 þúsund krónum.Dæmi eru engu að síður um töluvert meiri kostnað, líkt og dregið var fram í skýrslu sem Viðskiptaráð Íslands vann í árslok 2011. Þar var bent á að sprotafyrirtækið Clara, sem í fyrra var selt Jive Software í Bandaríkjunum á rúman milljarð, hafi birt kostnaðinn við að fá millifærslu á einum Bandaríkjadal, sem þurfti til að stofna dótturfyrirtæki í Bandaríkjunum. Þar kom fram að tími Clöru var reiknaður 15 klukkustundir, 20 klukkustundir fóru í lögfræðing, og tvær í skjalaþýðingu. Á þeim tíma mat fyrirtækið kostnaðinn á 750 þúsund krónur, sem framreiknað miðað við vísitölu neysluverðs nemur rétt tæpum 814 þúsund krónum. Í ársskýrslum Seðlabankans má sjá að árin 2009 til 2012 voru afgreiddar 2.850 umsóknir, ýmist með heimild, synjun, synjun að hluta eða með öðrum hætti. Þau svör fengust hins vegar hjá bankanum að tölur síðasta árs yrðu ekki birtar fyrr en í ársreikningi í mars.Sérstök umfjöllun um skaðsemi gjaldeyrishafta er í Markaðnum sem fylgir Fréttablaðinu í dag. Tengdar fréttir Glötuð tækifæri mælast illa Hér hefur verið byggð upp óþarflega mikil þolinmæði gagnvart gjaldeyrishöftum, segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Friðrik Már Baldursson, hagfræðiprófessor við Háskólann í Reykjavík, segir lönd aðlagast höftum merkilega vel. Önnur lögmál kunni þó að eiga við um þróuð ríki en þróunarlönd. 29. janúar 2014 09:15 Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Torvelt er að setja verðmiða á kostnaðinn við gjaldeyrishöft. Friðrik Már Baldursson, hagfræðiprófessor, segir hann þó kunna að vera minni en margur kynni að ætla því lönd lagi sig „merkilega vel“ að höftum. Mælistika verður illa lögð á glötuð tækifæri. Með framreikningi er hins vegar hægt að leggja mat á beinan kostnað fyrirtækja og Seðlabanka Íslands við veitingu undanþága frá höftum. Ef bara er litið til umsókna sem fengið hafa afgreiðslu Seðlabankans frá árinu 2009 til og með síðasta ári má ætla að beinn kostnaður nemi yfir einum og hálfum milljarði króna. Er þá gengið út frá því að beinn kostnaður við hverja umsókn nemi rúmum 412 þúsund krónum.Dæmi eru engu að síður um töluvert meiri kostnað, líkt og dregið var fram í skýrslu sem Viðskiptaráð Íslands vann í árslok 2011. Þar var bent á að sprotafyrirtækið Clara, sem í fyrra var selt Jive Software í Bandaríkjunum á rúman milljarð, hafi birt kostnaðinn við að fá millifærslu á einum Bandaríkjadal, sem þurfti til að stofna dótturfyrirtæki í Bandaríkjunum. Þar kom fram að tími Clöru var reiknaður 15 klukkustundir, 20 klukkustundir fóru í lögfræðing, og tvær í skjalaþýðingu. Á þeim tíma mat fyrirtækið kostnaðinn á 750 þúsund krónur, sem framreiknað miðað við vísitölu neysluverðs nemur rétt tæpum 814 þúsund krónum. Í ársskýrslum Seðlabankans má sjá að árin 2009 til 2012 voru afgreiddar 2.850 umsóknir, ýmist með heimild, synjun, synjun að hluta eða með öðrum hætti. Þau svör fengust hins vegar hjá bankanum að tölur síðasta árs yrðu ekki birtar fyrr en í ársreikningi í mars.Sérstök umfjöllun um skaðsemi gjaldeyrishafta er í Markaðnum sem fylgir Fréttablaðinu í dag.
Tengdar fréttir Glötuð tækifæri mælast illa Hér hefur verið byggð upp óþarflega mikil þolinmæði gagnvart gjaldeyrishöftum, segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Friðrik Már Baldursson, hagfræðiprófessor við Háskólann í Reykjavík, segir lönd aðlagast höftum merkilega vel. Önnur lögmál kunni þó að eiga við um þróuð ríki en þróunarlönd. 29. janúar 2014 09:15 Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Glötuð tækifæri mælast illa Hér hefur verið byggð upp óþarflega mikil þolinmæði gagnvart gjaldeyrishöftum, segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Friðrik Már Baldursson, hagfræðiprófessor við Háskólann í Reykjavík, segir lönd aðlagast höftum merkilega vel. Önnur lögmál kunni þó að eiga við um þróuð ríki en þróunarlönd. 29. janúar 2014 09:15