Einskis virði? Linda Björk Markúsardóttir skrifar 27. janúar 2014 07:00 Í fimm ár lagði ég stund á háskólanám. Vegna efnahags- og félagslegrar stöðu minnar tók ég jafnframt námslán í fimm ár og varð því af öðrum tekjum á meðan. Prófunum náði ég einu af öðru og gráðurnar urðu alls tvær, þar af ein meistaragráða í talmeinafræði. Margir hváðu þegar meistaranámið bar á góma. Ósjaldan heyrði maður hluti á borð við: „Já, ætlar þú að hjálpa þeim sem geta ekki sagt /r/? eða „Er það ekki svona eins og táknmálsfræði?“ Talmeinafræðingar geta vissulega aðstoðað þá sem eiga í erfiðleikum með að bera fram málhljóð en eiga lítið skylt við táknmálsfræðinga. Starfið getur falið svo ótalmargt annað í sér en óskýran framburð og talmeinafræðingar starfa víða. Má þar helst nefna sjálfstætt á stofum, innan leik- og grunnskóla, á skóla- og fræðsluskrifstofum, á þjónustumiðstöðvum, á endurhæfingarstofnunum á borð við Reykjalund og Grensás auk þess sem þeir sinna ýmsum öðrum verkefnum innan Landspítala. Talmeinafræðingar hitta fólk á öllum aldri með kynstrin öll af frávikum, einkennum og röskunum. Þeir sérhæfa sig í kyngingartregðu, málþroskaröskun, þvoglumæli, stami, málstoli, raddveilum, framburðarfrávikum og svo mætti lengi telja.Ábyrgðin mikil Ábyrgðin á herðum stéttarinnar er mikil og það er óhemju mikil vinna sem felst í því að setja sig inn í vandamál hvers einstaklings fyrir sig, greina hann rétt og veita honum í framhaldi viðeigandi meðferð. Þrátt fyrir það virðist það vera óvinnandi vegur fyrir stéttina að fá mannsæmandi laun fyrir sitt framlag. Flestir af vinnuveitendum talmeinafræðinga gera sér vissulega grein fyrir mikilvægi þeirra og þeirrar þjónustu sem þeir veita. Þeir sjá sér þó ekki fært að hækka við þá launin að neinu ráði og gefa fyrir því ýmsar ástæður. Meðal þeirra má nefna: „Það eru því miður ekki til neinir peningar.“ „Nei, ykkur er nú þegar svo hátt raðað í launatöflu“ eða „það eru erfiðir tímar núna en það breytist vonandi bráðum“. Þegar tvö ár verða liðin frá því að ég lauk mínu námi kemur Lánasjóður íslenskra námsmanna til með að senda mér fyrsta greiðsluseðilinn. Þegar hann berst ætla ég að reyna þessi sömu rök. „Kæri LÍN. Ég sé mér því miður ekki fært að greiða þér umsamda upphæð að svo stöddu. Ég met mikils þá þjónustu sem þú hefur veitt mér en fjármagnið er hreinlega ekki til. Vonandi verður breyting á að ári. Ekki vera sár, svona er lífið. Vertu bara þakklátur fyrir það sem þú hefur, það er til fullt af öðrum stofnunum sem fá ekki það sem þeim ber réttilega.“ LÍN hlýtur að skilja það, annað væri jú bara ósanngjarnt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Í fimm ár lagði ég stund á háskólanám. Vegna efnahags- og félagslegrar stöðu minnar tók ég jafnframt námslán í fimm ár og varð því af öðrum tekjum á meðan. Prófunum náði ég einu af öðru og gráðurnar urðu alls tvær, þar af ein meistaragráða í talmeinafræði. Margir hváðu þegar meistaranámið bar á góma. Ósjaldan heyrði maður hluti á borð við: „Já, ætlar þú að hjálpa þeim sem geta ekki sagt /r/? eða „Er það ekki svona eins og táknmálsfræði?“ Talmeinafræðingar geta vissulega aðstoðað þá sem eiga í erfiðleikum með að bera fram málhljóð en eiga lítið skylt við táknmálsfræðinga. Starfið getur falið svo ótalmargt annað í sér en óskýran framburð og talmeinafræðingar starfa víða. Má þar helst nefna sjálfstætt á stofum, innan leik- og grunnskóla, á skóla- og fræðsluskrifstofum, á þjónustumiðstöðvum, á endurhæfingarstofnunum á borð við Reykjalund og Grensás auk þess sem þeir sinna ýmsum öðrum verkefnum innan Landspítala. Talmeinafræðingar hitta fólk á öllum aldri með kynstrin öll af frávikum, einkennum og röskunum. Þeir sérhæfa sig í kyngingartregðu, málþroskaröskun, þvoglumæli, stami, málstoli, raddveilum, framburðarfrávikum og svo mætti lengi telja.Ábyrgðin mikil Ábyrgðin á herðum stéttarinnar er mikil og það er óhemju mikil vinna sem felst í því að setja sig inn í vandamál hvers einstaklings fyrir sig, greina hann rétt og veita honum í framhaldi viðeigandi meðferð. Þrátt fyrir það virðist það vera óvinnandi vegur fyrir stéttina að fá mannsæmandi laun fyrir sitt framlag. Flestir af vinnuveitendum talmeinafræðinga gera sér vissulega grein fyrir mikilvægi þeirra og þeirrar þjónustu sem þeir veita. Þeir sjá sér þó ekki fært að hækka við þá launin að neinu ráði og gefa fyrir því ýmsar ástæður. Meðal þeirra má nefna: „Það eru því miður ekki til neinir peningar.“ „Nei, ykkur er nú þegar svo hátt raðað í launatöflu“ eða „það eru erfiðir tímar núna en það breytist vonandi bráðum“. Þegar tvö ár verða liðin frá því að ég lauk mínu námi kemur Lánasjóður íslenskra námsmanna til með að senda mér fyrsta greiðsluseðilinn. Þegar hann berst ætla ég að reyna þessi sömu rök. „Kæri LÍN. Ég sé mér því miður ekki fært að greiða þér umsamda upphæð að svo stöddu. Ég met mikils þá þjónustu sem þú hefur veitt mér en fjármagnið er hreinlega ekki til. Vonandi verður breyting á að ári. Ekki vera sár, svona er lífið. Vertu bara þakklátur fyrir það sem þú hefur, það er til fullt af öðrum stofnunum sem fá ekki það sem þeim ber réttilega.“ LÍN hlýtur að skilja það, annað væri jú bara ósanngjarnt.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar