Hvernig skal túlka virðingarvott þjóðhöfðingja til stríðsglæpamanna? Ma Jisheng skrifar 16. janúar 2014 07:00 Eftirfarandi spurning snertir réttlætis- og siðferðiskennd allra: Hvaða tilfinning fer um þig þegar leiðtogi ríkis lítur á stríðsglæpamenn sem „píslarvotta“ og vottar þeim virðingu sína? Myndi þér finnast það sjálfsagt og eðlilegt? Eflaust kannt þú að spyrja hvort leiðtogi með slíkar skoðanir fyrirfinnist? Slíkur einstaklingur er til, hann er forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe. Í lok síðasta árs heimsótti hann og baðst fyrir í Yasukuni-stríðshofinu sem hefur m.a. að geyma grafir 14 af verstu stríðsglæpamönnum seinni heimsstyrjaldarinnar. Hann vottaði þeim virðingu sína og gaf opinberlega út að engin gagnrýni myndi hafa áhrif á staðfestu hans að heimsækja hofið. Hann veit fullvel að á sínum tíma þegar Japan stofnaði til árásarstríðs gagnvart öðrum þjóðum, þjónaði Yasukuni-hofið sem andlegt musteri hernaðarhyggju landsins og gegndi mikilvægu og illu hlutverki í þeirri þróun. Hann gerir sér fullkomlega grein fyrir að í Yasukuni-stríðshofinu eru grafnir 14 stríðsglæpamenn sem hlutu dóma fyrir alþjóðlegum stríðsglæpadómstól og teljast til verstu stríðsglæpamanna, þar á meðal, Hideki Tojo sem leiddi Japan í stríð gegn Kína, fyrirskipaði árásina á Perluhöfn ásamt mörgum öðrum glæpum sem hann hefur á samviskunni. Honum átti jafnframt að vera ljóst að heimsókn hans í stríðshofið yrði harðlega mótmælt af íbúum Kína, Kóreu og fjölda annarra þjóða Asíu, sem máttu þola yfirgang af hendi Japans, og særa þannig tilfinningar fólks þessara landa. Samt ákvað hann að fara og valdi til þess þau tímamót er menn kveðja hið gamla og taka á móti hinu nýja ásamt því að halda upp á eins árs starfsafmæli sitt sem forsætisráðherra með þessum hætti. Þessi atburður er augljóslega vel hugsaður og gefur sterk pólitísk skilaboð sem eru ætluð til ögrunar. Hann ögrar réttlátum dómum alþjóða stríðsglæpadómstólsins, ögrar sigri heimsins yfir fasismanum og skipulagi heimsmála eftir seinna stríð sem grundvallast á sáttmála Sameinuðu þjóðanna, hann ögrar samvisku mannkyns og tilfinningum þeirra þjóða sem þjáðust.Á braut hægri stefnu Á þessu eina ári síðan Shinzo Abe tók við völdum hefur hann fært Japan á braut hægri stefnu af auknum krafti. Hann hefur tilkynnt opinberlega að hans æðsta markmið sé að breyta stjórnarskrá landsins og hefur frá fyrsta degi sem forsætisráðherra ekki dregið af sér við að fylgja þessari stefnu eftir, að breyta núverandi friðarstjórnarskrá Japans. Hann hefur staðið fyrir aðgerðum til að efla her landsins. Hann hefur tjáð sig opinberlega á þann hátt að neita sögu yfirgangs gagnvart öðrum þjóðum. Í umræðum á þjóðþingi landsins hefur hann jafnvel látið hafa eftir sér að í heiminum í dag sé ekki nein ein sameiginleg skilgreining á því hvað felst í hugtakinu „innrás“ og dregið þannig úr merkingu orðsins. Undirmaður hans í ríkistjórninni, varaforsætisráðherra landsins, hefur jafnvel sagt að Japanir gætu lært af Þýskalandi nasismans og hvernig þeir breyttu sinni stjórnarskrá hægt og hljótt. Abe og kollegar hans í hinni hægrisinnuðu ríkisstjórn sem nú situr að völdum í Japan hafa sannarlega sýnt sitt rétta pólitíska andlit. Á fjórða áratug síðustu aldar varð Japan að uppsprettu fasisma í austri og ollu innrásir þeirra ómældum þjáningum fyrir íbúa Asíu, þar á meðal Japana sjálfra. Nú þegar tæp 70 ár eru síðan seinni heimstyrjöldinni lauk og alþjóðasamfélagið er á einu máli um hvernig meta skuli sögu yfirgangs Japans þess tíma eru leiðtogar Japans að reyna að breyta sögunni. Ekki einungis með því að fjalla á jákvæðan hátt um árásarstríð gagnvart öðrum þjóðum heldur einnig með því að tilbiðja stríðsglæpamenn frá þessum tíma. Það kemur því ekki á óvart að menn spyrji sig; hvað vakir fyrir Shinzo Abe og hvaða stefnu er Japan að taka? Augljóslega er þetta ekki einungis spurning um innanríkismál Japans eða tvíhliða samskipti Japans við einstök ríki heldur er þetta grundvallarspurning um hvernig beri að skilja þetta tímabil í mannkynssögunni og hvernig friði var komið á eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Ekki má gleyma sögunni, heldur læra af henni. Allir sem elska frið og réttlæti í heiminum, þar með talið Kínverjar og aðrir íbúar Asíu, munu ekki leyfa Abe að færa Japan inn á hættulegar brautir og endurtaka fyrri söguleg mistök. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Eftirfarandi spurning snertir réttlætis- og siðferðiskennd allra: Hvaða tilfinning fer um þig þegar leiðtogi ríkis lítur á stríðsglæpamenn sem „píslarvotta“ og vottar þeim virðingu sína? Myndi þér finnast það sjálfsagt og eðlilegt? Eflaust kannt þú að spyrja hvort leiðtogi með slíkar skoðanir fyrirfinnist? Slíkur einstaklingur er til, hann er forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe. Í lok síðasta árs heimsótti hann og baðst fyrir í Yasukuni-stríðshofinu sem hefur m.a. að geyma grafir 14 af verstu stríðsglæpamönnum seinni heimsstyrjaldarinnar. Hann vottaði þeim virðingu sína og gaf opinberlega út að engin gagnrýni myndi hafa áhrif á staðfestu hans að heimsækja hofið. Hann veit fullvel að á sínum tíma þegar Japan stofnaði til árásarstríðs gagnvart öðrum þjóðum, þjónaði Yasukuni-hofið sem andlegt musteri hernaðarhyggju landsins og gegndi mikilvægu og illu hlutverki í þeirri þróun. Hann gerir sér fullkomlega grein fyrir að í Yasukuni-stríðshofinu eru grafnir 14 stríðsglæpamenn sem hlutu dóma fyrir alþjóðlegum stríðsglæpadómstól og teljast til verstu stríðsglæpamanna, þar á meðal, Hideki Tojo sem leiddi Japan í stríð gegn Kína, fyrirskipaði árásina á Perluhöfn ásamt mörgum öðrum glæpum sem hann hefur á samviskunni. Honum átti jafnframt að vera ljóst að heimsókn hans í stríðshofið yrði harðlega mótmælt af íbúum Kína, Kóreu og fjölda annarra þjóða Asíu, sem máttu þola yfirgang af hendi Japans, og særa þannig tilfinningar fólks þessara landa. Samt ákvað hann að fara og valdi til þess þau tímamót er menn kveðja hið gamla og taka á móti hinu nýja ásamt því að halda upp á eins árs starfsafmæli sitt sem forsætisráðherra með þessum hætti. Þessi atburður er augljóslega vel hugsaður og gefur sterk pólitísk skilaboð sem eru ætluð til ögrunar. Hann ögrar réttlátum dómum alþjóða stríðsglæpadómstólsins, ögrar sigri heimsins yfir fasismanum og skipulagi heimsmála eftir seinna stríð sem grundvallast á sáttmála Sameinuðu þjóðanna, hann ögrar samvisku mannkyns og tilfinningum þeirra þjóða sem þjáðust.Á braut hægri stefnu Á þessu eina ári síðan Shinzo Abe tók við völdum hefur hann fært Japan á braut hægri stefnu af auknum krafti. Hann hefur tilkynnt opinberlega að hans æðsta markmið sé að breyta stjórnarskrá landsins og hefur frá fyrsta degi sem forsætisráðherra ekki dregið af sér við að fylgja þessari stefnu eftir, að breyta núverandi friðarstjórnarskrá Japans. Hann hefur staðið fyrir aðgerðum til að efla her landsins. Hann hefur tjáð sig opinberlega á þann hátt að neita sögu yfirgangs gagnvart öðrum þjóðum. Í umræðum á þjóðþingi landsins hefur hann jafnvel látið hafa eftir sér að í heiminum í dag sé ekki nein ein sameiginleg skilgreining á því hvað felst í hugtakinu „innrás“ og dregið þannig úr merkingu orðsins. Undirmaður hans í ríkistjórninni, varaforsætisráðherra landsins, hefur jafnvel sagt að Japanir gætu lært af Þýskalandi nasismans og hvernig þeir breyttu sinni stjórnarskrá hægt og hljótt. Abe og kollegar hans í hinni hægrisinnuðu ríkisstjórn sem nú situr að völdum í Japan hafa sannarlega sýnt sitt rétta pólitíska andlit. Á fjórða áratug síðustu aldar varð Japan að uppsprettu fasisma í austri og ollu innrásir þeirra ómældum þjáningum fyrir íbúa Asíu, þar á meðal Japana sjálfra. Nú þegar tæp 70 ár eru síðan seinni heimstyrjöldinni lauk og alþjóðasamfélagið er á einu máli um hvernig meta skuli sögu yfirgangs Japans þess tíma eru leiðtogar Japans að reyna að breyta sögunni. Ekki einungis með því að fjalla á jákvæðan hátt um árásarstríð gagnvart öðrum þjóðum heldur einnig með því að tilbiðja stríðsglæpamenn frá þessum tíma. Það kemur því ekki á óvart að menn spyrji sig; hvað vakir fyrir Shinzo Abe og hvaða stefnu er Japan að taka? Augljóslega er þetta ekki einungis spurning um innanríkismál Japans eða tvíhliða samskipti Japans við einstök ríki heldur er þetta grundvallarspurning um hvernig beri að skilja þetta tímabil í mannkynssögunni og hvernig friði var komið á eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Ekki má gleyma sögunni, heldur læra af henni. Allir sem elska frið og réttlæti í heiminum, þar með talið Kínverjar og aðrir íbúar Asíu, munu ekki leyfa Abe að færa Japan inn á hættulegar brautir og endurtaka fyrri söguleg mistök.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar