Ætlum ekki að leyfa þeim að stela þessum draumi frá okkur líka Henry Birgir Gunnarsson í Álaborg skrifar 14. janúar 2014 07:00 Íslenskir handboltaáhugamenn munu seint gleyma því er Ísland tapaði á grátlegan hátt gegn Ungverjum í átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum í London. Tíu leikmenn íslenska landsliðsins á EM í Danmörku tóku þátt í þeim leik. Eftir því sem næst verður komist hefur enginn þeirra treyst sér til að horfa á leikinn aftur. Þessu líklega grátlegasta tapi íslenskrar handboltasögu hafa leikmenn ekki gleymt og þeir munu því mæta beittir í leikinn í dag. „Við ætlum að reyna að nýta okkur þann leik á jákvæðan hátt til þess að mótívera okkur. Við eigum harma að hefna á móti þeim og ætlum ekki að leyfa þeim að stela þessum draumi frá okkur líka,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari. Hann veit sem er að þessi leikur verður gríðarlega erfiður enda eru Ungverjar sem fyrr með sterkt lið þó svo það vanti þeirra besta mann, Laszlo Nagy. „Ungverjarnir eru með hörkulið. Líkamlega sterkir og klókir leikmenn. Við þurfum að vera klárir og mikilvægt að við höldum hreyfanleikanum í vörninni. Þeir eru með öflugar skyttur sem refsa ef við stöndum ekki rétt,“ sagði landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson en Guðjón Valur Sigurðsson landsliðsfyrirliði segir að það sé blóðugt fyrir Ungverja að missa Nagy. „Það skiptir gríðarlegu máli. Hann er einn besti leikmaður heims,“ segir Guðjón, en bendir á að Ungverjar eigi samt tvo fína menn til að leysa hann af. „Hvorugur þeirra er samt hálfur á við Nagy. Hann er líka frábær varnarmaður og munar því um minna hjá þeim.“ Á meðan öll önnur lið riðilsins æfðu í aðalsalnum í Álaborg í gær mátti íslenska liðið gera sér að góðu að æfa í litla salnum sem þess utan lak. Strákarnir létu það ekki slá sig út af laginu heldur tóku fína æfingu þar sem farið var yfir taktíkina gegn Ungverjum. „Í sókninni þurfum við að fá þá á hreyfingu. Þeir eru stórir og nokkrir tæpir tveir rúmmetrar,“ sagði Aron léttur. „Við þurfum að halda fjarlægð í fintunum svo við séum ekki að lenda í fanginu á þeim. Ungverjar keyra hraðaupphlaupin grimmt og við verðum að vera klárir.“Aron Pálmarsson gat ekkert tekið þátt í æfingunni í gær og það mun ekki skýrast fyrr en skömmu fyrir leik hvort hann getur spilað. Hann er tognaður á ökkla, ökklinn er bólginn en meðferð hefur gengið vel. Það er mikið undir fyrir Ísland í leiknum því ef það vinnur leikinn þá er það komið í milliriðil og öruggt að það fari þangað með tvö stig. Strákarnir hafa fengið mikið lof fyrir Noregsleikinn og Guðjón segir að það geti verið hættulegt. „Ég hef mestar áhyggjur af því að menn verði of ánægðir of lengi og kikni undan öllu lofinu. Það er nákvæmlega þá sem menn þurfa að koma sér í burtu og byrja að hugsa um næsta leik. Mér líður aldrei vel í svona umhverfi. Þá vil ég koma mér í burtu sem fyrst.“ Myndbandsviðtal við Aron má sjá hér að ofan. EM 2014 karla Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Íslenskir handboltaáhugamenn munu seint gleyma því er Ísland tapaði á grátlegan hátt gegn Ungverjum í átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum í London. Tíu leikmenn íslenska landsliðsins á EM í Danmörku tóku þátt í þeim leik. Eftir því sem næst verður komist hefur enginn þeirra treyst sér til að horfa á leikinn aftur. Þessu líklega grátlegasta tapi íslenskrar handboltasögu hafa leikmenn ekki gleymt og þeir munu því mæta beittir í leikinn í dag. „Við ætlum að reyna að nýta okkur þann leik á jákvæðan hátt til þess að mótívera okkur. Við eigum harma að hefna á móti þeim og ætlum ekki að leyfa þeim að stela þessum draumi frá okkur líka,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari. Hann veit sem er að þessi leikur verður gríðarlega erfiður enda eru Ungverjar sem fyrr með sterkt lið þó svo það vanti þeirra besta mann, Laszlo Nagy. „Ungverjarnir eru með hörkulið. Líkamlega sterkir og klókir leikmenn. Við þurfum að vera klárir og mikilvægt að við höldum hreyfanleikanum í vörninni. Þeir eru með öflugar skyttur sem refsa ef við stöndum ekki rétt,“ sagði landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson en Guðjón Valur Sigurðsson landsliðsfyrirliði segir að það sé blóðugt fyrir Ungverja að missa Nagy. „Það skiptir gríðarlegu máli. Hann er einn besti leikmaður heims,“ segir Guðjón, en bendir á að Ungverjar eigi samt tvo fína menn til að leysa hann af. „Hvorugur þeirra er samt hálfur á við Nagy. Hann er líka frábær varnarmaður og munar því um minna hjá þeim.“ Á meðan öll önnur lið riðilsins æfðu í aðalsalnum í Álaborg í gær mátti íslenska liðið gera sér að góðu að æfa í litla salnum sem þess utan lak. Strákarnir létu það ekki slá sig út af laginu heldur tóku fína æfingu þar sem farið var yfir taktíkina gegn Ungverjum. „Í sókninni þurfum við að fá þá á hreyfingu. Þeir eru stórir og nokkrir tæpir tveir rúmmetrar,“ sagði Aron léttur. „Við þurfum að halda fjarlægð í fintunum svo við séum ekki að lenda í fanginu á þeim. Ungverjar keyra hraðaupphlaupin grimmt og við verðum að vera klárir.“Aron Pálmarsson gat ekkert tekið þátt í æfingunni í gær og það mun ekki skýrast fyrr en skömmu fyrir leik hvort hann getur spilað. Hann er tognaður á ökkla, ökklinn er bólginn en meðferð hefur gengið vel. Það er mikið undir fyrir Ísland í leiknum því ef það vinnur leikinn þá er það komið í milliriðil og öruggt að það fari þangað með tvö stig. Strákarnir hafa fengið mikið lof fyrir Noregsleikinn og Guðjón segir að það geti verið hættulegt. „Ég hef mestar áhyggjur af því að menn verði of ánægðir of lengi og kikni undan öllu lofinu. Það er nákvæmlega þá sem menn þurfa að koma sér í burtu og byrja að hugsa um næsta leik. Mér líður aldrei vel í svona umhverfi. Þá vil ég koma mér í burtu sem fyrst.“ Myndbandsviðtal við Aron má sjá hér að ofan.
EM 2014 karla Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira