Meyr gagnvart fegurð lífsins Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 11. janúar 2014 09:00 Eva Finnbogadóttir ákvað að verða ljósmóðir á unglingsárum og hefur unnið markvisst að því síðan. Hún þarf að taka á móti 40 börnum í starfsnámi sínu sem ljósmóðir. mynd/valli Ljósmóðurneminn Eva Finnbogadóttir fer á sína fyrstu vakt í Hreiðrinu á fæðingardeildinni í nótt. Hún strengdi þess heit að hekla gullfallegar peysur handa krílum sem hún kemur í heiminn sem ljósmóðir ef hún kæmist í ljósmóðurnám. „Minn mesti ótti er að beygja af vegna geðshræringar þegar barn kemur í heiminn því ég er orðin svo meyr gagnvart fallegu hlutum lífsins eftir að ég eignaðist barn sjálf. Mér skilst þó á starfandi ljósmæðrum að slík hluttekning sé eðlileg á svo undursamlegri stundu og að oft komi fram tár hjá viðstöddum,“ segir Eva, sem í kvöld fer á sína fyrstu vakt sem ljósmóðurnemi í Hreiðrinu á fæðingardeild Landspítalans. „Þetta er stór dagur í lífi mínu. Ég man enn eftir deginum þegar ég ákvað að verða ljósmóðir. Þá var ég fimmtán ára og eignaðist lítinn frænda. Í heimaþjónustu hjá frænku minni var ljósmóðir sem ég fékk að fylgjast með og heillaðist af. Eftir það stefndi ég ótrauð á ljósmóðurstarfið,“ segir Eva, sem nú er á fyrsta ári í ljósmóðurnámi. Fyrsta önn fyrsta árs er bókleg en svo tekur við eins og hálfs árs starfsnám þar sem Eva þarf að taka á móti að minnsta kosti fjörutíu börnum. „Ég hlakka mikið til vaktarinnar í nótt og er eðlilega spennt að vera loks komin á stað sem ég hef stefnt að frá unglingsaldri. Ljósmóðurnemar eru ljósmæðrum innan handar til að byrja með og ég á nú tvær „ljósumömmur“ sem ég læri handtökin af. Það kallast ljósmæður sem taka við ljóðsmóðurnemum í starfsnáminu og bekkjarsysturnar kallast ?ljósusystur? enda með mjög náin systratengsl innbyrðis,“ útskýrir Eva sem hrósar happi yfir að hafa komist í námið í haust. „Aðsókn í ljósmóðurnám er mikil og mun færri sem komast að en vilja. Óvenju margar sóttu um í haust og því er enn ánægjulegra að hafa náð þessu takmarki nú,“ segir Eva, sem í starfsnámi sínu sem hjúkrunarfræðingur fékk að vera viðstödd þrjár fæðingar á sjúkrahúsinu í Keflavík. Eftir útskrift úr hjúkrunarfræði starfaði hún á geðdeild Landspítalans.Matthías Orri, sonur Evu, í heklaðri peysu eins og ófædd „börn“ Evu munu fá í sængurgjöf frá ljósunni sinni.mynd/úr einkasafniEva strengdi þess heit að kæmist hún inn í ljósmóðurnámið í haust skyldi hún hekla peysur á fyrstu börnin sem hún tæki á móti sem ljósmóðurnemi. „Upphaflega skráði ég mig á heklnámskeið hjá Tinnu Þórudóttur Þorvaldar til að hekla peysu á son minn. Fljótt hafði ég yndi af því að hekla og þótti peysur Tinnu svo fallegar að mig langaði að hekla þær fleiri. Ég hafði lengi haft í huga að færa mínum konum eitthvað á sængina þegar draumurinn um ljósmóðurnám yrði að veruleika en er hins vegar svo hjátrúarfull að ég vildi ekki byrja að hekla fyrr en ég hefði örugga skólavist í höndum. Því keypti ég garnið í fyrstu peysuna daginn sem ég fékk jákvætt svar úr skólanum,“ segir Eva, alsæl með tilveruna. Ljósusystur á fyrsta ári eru tíu talsins og átta af þeim nýkomnar úr fæðingarorlofi, eins og Eva. „Ég hef kennt ljósusystrum mínum að hekla peysurnar góðu og margar farnar að hekla á sín eigin ungbörn eða til að gefa nýburum sem þær munu taka á móti í náminu. Þá eru þrjár af peysunum sem ég hef heklað handa ófæddum börnum þriggja óléttra vinkvenna minna sem nú þegar eru búnar að panta að ég taki á móti börnum þeirra. Reyndar er stutt í fyrsta barnið og ég bíð spennt með símann í höndunum til að svara kallinu,“ segir Eva sem hlakkar til að færa „sínum“ börnum hlýjar peysur út í lífið. „Gjöf ljósmóður til sængurkonu er hjartfólgin og dýrmæt til framtíðar. Það er gjöf sem gleður.“ Mest lesið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira
Ljósmóðurneminn Eva Finnbogadóttir fer á sína fyrstu vakt í Hreiðrinu á fæðingardeildinni í nótt. Hún strengdi þess heit að hekla gullfallegar peysur handa krílum sem hún kemur í heiminn sem ljósmóðir ef hún kæmist í ljósmóðurnám. „Minn mesti ótti er að beygja af vegna geðshræringar þegar barn kemur í heiminn því ég er orðin svo meyr gagnvart fallegu hlutum lífsins eftir að ég eignaðist barn sjálf. Mér skilst þó á starfandi ljósmæðrum að slík hluttekning sé eðlileg á svo undursamlegri stundu og að oft komi fram tár hjá viðstöddum,“ segir Eva, sem í kvöld fer á sína fyrstu vakt sem ljósmóðurnemi í Hreiðrinu á fæðingardeild Landspítalans. „Þetta er stór dagur í lífi mínu. Ég man enn eftir deginum þegar ég ákvað að verða ljósmóðir. Þá var ég fimmtán ára og eignaðist lítinn frænda. Í heimaþjónustu hjá frænku minni var ljósmóðir sem ég fékk að fylgjast með og heillaðist af. Eftir það stefndi ég ótrauð á ljósmóðurstarfið,“ segir Eva, sem nú er á fyrsta ári í ljósmóðurnámi. Fyrsta önn fyrsta árs er bókleg en svo tekur við eins og hálfs árs starfsnám þar sem Eva þarf að taka á móti að minnsta kosti fjörutíu börnum. „Ég hlakka mikið til vaktarinnar í nótt og er eðlilega spennt að vera loks komin á stað sem ég hef stefnt að frá unglingsaldri. Ljósmóðurnemar eru ljósmæðrum innan handar til að byrja með og ég á nú tvær „ljósumömmur“ sem ég læri handtökin af. Það kallast ljósmæður sem taka við ljóðsmóðurnemum í starfsnáminu og bekkjarsysturnar kallast ?ljósusystur? enda með mjög náin systratengsl innbyrðis,“ útskýrir Eva sem hrósar happi yfir að hafa komist í námið í haust. „Aðsókn í ljósmóðurnám er mikil og mun færri sem komast að en vilja. Óvenju margar sóttu um í haust og því er enn ánægjulegra að hafa náð þessu takmarki nú,“ segir Eva, sem í starfsnámi sínu sem hjúkrunarfræðingur fékk að vera viðstödd þrjár fæðingar á sjúkrahúsinu í Keflavík. Eftir útskrift úr hjúkrunarfræði starfaði hún á geðdeild Landspítalans.Matthías Orri, sonur Evu, í heklaðri peysu eins og ófædd „börn“ Evu munu fá í sængurgjöf frá ljósunni sinni.mynd/úr einkasafniEva strengdi þess heit að kæmist hún inn í ljósmóðurnámið í haust skyldi hún hekla peysur á fyrstu börnin sem hún tæki á móti sem ljósmóðurnemi. „Upphaflega skráði ég mig á heklnámskeið hjá Tinnu Þórudóttur Þorvaldar til að hekla peysu á son minn. Fljótt hafði ég yndi af því að hekla og þótti peysur Tinnu svo fallegar að mig langaði að hekla þær fleiri. Ég hafði lengi haft í huga að færa mínum konum eitthvað á sængina þegar draumurinn um ljósmóðurnám yrði að veruleika en er hins vegar svo hjátrúarfull að ég vildi ekki byrja að hekla fyrr en ég hefði örugga skólavist í höndum. Því keypti ég garnið í fyrstu peysuna daginn sem ég fékk jákvætt svar úr skólanum,“ segir Eva, alsæl með tilveruna. Ljósusystur á fyrsta ári eru tíu talsins og átta af þeim nýkomnar úr fæðingarorlofi, eins og Eva. „Ég hef kennt ljósusystrum mínum að hekla peysurnar góðu og margar farnar að hekla á sín eigin ungbörn eða til að gefa nýburum sem þær munu taka á móti í náminu. Þá eru þrjár af peysunum sem ég hef heklað handa ófæddum börnum þriggja óléttra vinkvenna minna sem nú þegar eru búnar að panta að ég taki á móti börnum þeirra. Reyndar er stutt í fyrsta barnið og ég bíð spennt með símann í höndunum til að svara kallinu,“ segir Eva sem hlakkar til að færa „sínum“ börnum hlýjar peysur út í lífið. „Gjöf ljósmóður til sængurkonu er hjartfólgin og dýrmæt til framtíðar. Það er gjöf sem gleður.“
Mest lesið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira