Meyr gagnvart fegurð lífsins Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 11. janúar 2014 09:00 Eva Finnbogadóttir ákvað að verða ljósmóðir á unglingsárum og hefur unnið markvisst að því síðan. Hún þarf að taka á móti 40 börnum í starfsnámi sínu sem ljósmóðir. mynd/valli Ljósmóðurneminn Eva Finnbogadóttir fer á sína fyrstu vakt í Hreiðrinu á fæðingardeildinni í nótt. Hún strengdi þess heit að hekla gullfallegar peysur handa krílum sem hún kemur í heiminn sem ljósmóðir ef hún kæmist í ljósmóðurnám. „Minn mesti ótti er að beygja af vegna geðshræringar þegar barn kemur í heiminn því ég er orðin svo meyr gagnvart fallegu hlutum lífsins eftir að ég eignaðist barn sjálf. Mér skilst þó á starfandi ljósmæðrum að slík hluttekning sé eðlileg á svo undursamlegri stundu og að oft komi fram tár hjá viðstöddum,“ segir Eva, sem í kvöld fer á sína fyrstu vakt sem ljósmóðurnemi í Hreiðrinu á fæðingardeild Landspítalans. „Þetta er stór dagur í lífi mínu. Ég man enn eftir deginum þegar ég ákvað að verða ljósmóðir. Þá var ég fimmtán ára og eignaðist lítinn frænda. Í heimaþjónustu hjá frænku minni var ljósmóðir sem ég fékk að fylgjast með og heillaðist af. Eftir það stefndi ég ótrauð á ljósmóðurstarfið,“ segir Eva, sem nú er á fyrsta ári í ljósmóðurnámi. Fyrsta önn fyrsta árs er bókleg en svo tekur við eins og hálfs árs starfsnám þar sem Eva þarf að taka á móti að minnsta kosti fjörutíu börnum. „Ég hlakka mikið til vaktarinnar í nótt og er eðlilega spennt að vera loks komin á stað sem ég hef stefnt að frá unglingsaldri. Ljósmóðurnemar eru ljósmæðrum innan handar til að byrja með og ég á nú tvær „ljósumömmur“ sem ég læri handtökin af. Það kallast ljósmæður sem taka við ljóðsmóðurnemum í starfsnáminu og bekkjarsysturnar kallast ?ljósusystur? enda með mjög náin systratengsl innbyrðis,“ útskýrir Eva sem hrósar happi yfir að hafa komist í námið í haust. „Aðsókn í ljósmóðurnám er mikil og mun færri sem komast að en vilja. Óvenju margar sóttu um í haust og því er enn ánægjulegra að hafa náð þessu takmarki nú,“ segir Eva, sem í starfsnámi sínu sem hjúkrunarfræðingur fékk að vera viðstödd þrjár fæðingar á sjúkrahúsinu í Keflavík. Eftir útskrift úr hjúkrunarfræði starfaði hún á geðdeild Landspítalans.Matthías Orri, sonur Evu, í heklaðri peysu eins og ófædd „börn“ Evu munu fá í sængurgjöf frá ljósunni sinni.mynd/úr einkasafniEva strengdi þess heit að kæmist hún inn í ljósmóðurnámið í haust skyldi hún hekla peysur á fyrstu börnin sem hún tæki á móti sem ljósmóðurnemi. „Upphaflega skráði ég mig á heklnámskeið hjá Tinnu Þórudóttur Þorvaldar til að hekla peysu á son minn. Fljótt hafði ég yndi af því að hekla og þótti peysur Tinnu svo fallegar að mig langaði að hekla þær fleiri. Ég hafði lengi haft í huga að færa mínum konum eitthvað á sængina þegar draumurinn um ljósmóðurnám yrði að veruleika en er hins vegar svo hjátrúarfull að ég vildi ekki byrja að hekla fyrr en ég hefði örugga skólavist í höndum. Því keypti ég garnið í fyrstu peysuna daginn sem ég fékk jákvætt svar úr skólanum,“ segir Eva, alsæl með tilveruna. Ljósusystur á fyrsta ári eru tíu talsins og átta af þeim nýkomnar úr fæðingarorlofi, eins og Eva. „Ég hef kennt ljósusystrum mínum að hekla peysurnar góðu og margar farnar að hekla á sín eigin ungbörn eða til að gefa nýburum sem þær munu taka á móti í náminu. Þá eru þrjár af peysunum sem ég hef heklað handa ófæddum börnum þriggja óléttra vinkvenna minna sem nú þegar eru búnar að panta að ég taki á móti börnum þeirra. Reyndar er stutt í fyrsta barnið og ég bíð spennt með símann í höndunum til að svara kallinu,“ segir Eva sem hlakkar til að færa „sínum“ börnum hlýjar peysur út í lífið. „Gjöf ljósmóður til sængurkonu er hjartfólgin og dýrmæt til framtíðar. Það er gjöf sem gleður.“ Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Lífið „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun Fleiri fréttir Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Sjá meira
Ljósmóðurneminn Eva Finnbogadóttir fer á sína fyrstu vakt í Hreiðrinu á fæðingardeildinni í nótt. Hún strengdi þess heit að hekla gullfallegar peysur handa krílum sem hún kemur í heiminn sem ljósmóðir ef hún kæmist í ljósmóðurnám. „Minn mesti ótti er að beygja af vegna geðshræringar þegar barn kemur í heiminn því ég er orðin svo meyr gagnvart fallegu hlutum lífsins eftir að ég eignaðist barn sjálf. Mér skilst þó á starfandi ljósmæðrum að slík hluttekning sé eðlileg á svo undursamlegri stundu og að oft komi fram tár hjá viðstöddum,“ segir Eva, sem í kvöld fer á sína fyrstu vakt sem ljósmóðurnemi í Hreiðrinu á fæðingardeild Landspítalans. „Þetta er stór dagur í lífi mínu. Ég man enn eftir deginum þegar ég ákvað að verða ljósmóðir. Þá var ég fimmtán ára og eignaðist lítinn frænda. Í heimaþjónustu hjá frænku minni var ljósmóðir sem ég fékk að fylgjast með og heillaðist af. Eftir það stefndi ég ótrauð á ljósmóðurstarfið,“ segir Eva, sem nú er á fyrsta ári í ljósmóðurnámi. Fyrsta önn fyrsta árs er bókleg en svo tekur við eins og hálfs árs starfsnám þar sem Eva þarf að taka á móti að minnsta kosti fjörutíu börnum. „Ég hlakka mikið til vaktarinnar í nótt og er eðlilega spennt að vera loks komin á stað sem ég hef stefnt að frá unglingsaldri. Ljósmóðurnemar eru ljósmæðrum innan handar til að byrja með og ég á nú tvær „ljósumömmur“ sem ég læri handtökin af. Það kallast ljósmæður sem taka við ljóðsmóðurnemum í starfsnáminu og bekkjarsysturnar kallast ?ljósusystur? enda með mjög náin systratengsl innbyrðis,“ útskýrir Eva sem hrósar happi yfir að hafa komist í námið í haust. „Aðsókn í ljósmóðurnám er mikil og mun færri sem komast að en vilja. Óvenju margar sóttu um í haust og því er enn ánægjulegra að hafa náð þessu takmarki nú,“ segir Eva, sem í starfsnámi sínu sem hjúkrunarfræðingur fékk að vera viðstödd þrjár fæðingar á sjúkrahúsinu í Keflavík. Eftir útskrift úr hjúkrunarfræði starfaði hún á geðdeild Landspítalans.Matthías Orri, sonur Evu, í heklaðri peysu eins og ófædd „börn“ Evu munu fá í sængurgjöf frá ljósunni sinni.mynd/úr einkasafniEva strengdi þess heit að kæmist hún inn í ljósmóðurnámið í haust skyldi hún hekla peysur á fyrstu börnin sem hún tæki á móti sem ljósmóðurnemi. „Upphaflega skráði ég mig á heklnámskeið hjá Tinnu Þórudóttur Þorvaldar til að hekla peysu á son minn. Fljótt hafði ég yndi af því að hekla og þótti peysur Tinnu svo fallegar að mig langaði að hekla þær fleiri. Ég hafði lengi haft í huga að færa mínum konum eitthvað á sængina þegar draumurinn um ljósmóðurnám yrði að veruleika en er hins vegar svo hjátrúarfull að ég vildi ekki byrja að hekla fyrr en ég hefði örugga skólavist í höndum. Því keypti ég garnið í fyrstu peysuna daginn sem ég fékk jákvætt svar úr skólanum,“ segir Eva, alsæl með tilveruna. Ljósusystur á fyrsta ári eru tíu talsins og átta af þeim nýkomnar úr fæðingarorlofi, eins og Eva. „Ég hef kennt ljósusystrum mínum að hekla peysurnar góðu og margar farnar að hekla á sín eigin ungbörn eða til að gefa nýburum sem þær munu taka á móti í náminu. Þá eru þrjár af peysunum sem ég hef heklað handa ófæddum börnum þriggja óléttra vinkvenna minna sem nú þegar eru búnar að panta að ég taki á móti börnum þeirra. Reyndar er stutt í fyrsta barnið og ég bíð spennt með símann í höndunum til að svara kallinu,“ segir Eva sem hlakkar til að færa „sínum“ börnum hlýjar peysur út í lífið. „Gjöf ljósmóður til sængurkonu er hjartfólgin og dýrmæt til framtíðar. Það er gjöf sem gleður.“
Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Lífið „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun Fleiri fréttir Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“