Lífið

30 mistekist að klára risaborgara

Hér má sjá Magnús á veitingastað í Tucson. Þeir sem klára þrjár risapönnukökur fá máltíðina ókeypis.
Hér má sjá Magnús á veitingastað í Tucson. Þeir sem klára þrjár risapönnukökur fá máltíðina ókeypis. Mynd/Úr einkasafni
„Ef menn fara ekki að taka sig saman í andlitinu og klára risaborgarann þá fer ég í það sjálfur,“ segir Magnús Ingi Magnússon, betur þekktur sem Meistara-Maggi, eigandi Texasborgara. Í desember bauð Magnús svöngum gestum upp á áskorun, þeir áttu að klára þriggja kílóa hamborgara á innan við klukkustund. Takist þeim ætlunarverkið, borða þeir frítt, ef ekki þurfa þeir að borga fyrir máltíðina.

„Ég ætlaði upphaflega bara að hafa þessa áskorun í gangi í nokkra daga. En viðtökurnar voru svo svakalegar að ég hef ákveðið að halda henni gangandi til framtíðar,“ útskýrir Magnús. Hann segir gjafabréf í áskorunina hafa verið vinsæla jólagjöf. „Á nýju ári hafa sjö manns reynt við borgarann. Þetta er geysivinsælt alveg hreint,“ segir Magnús enn fremur. Hann stýrir matreiðsluþætti á ÍNN, Eldhús meistaranna. Í næstu þáttum mun hann sýna frá ferðalagi sínu til Texas, þar sem hann kynnti sér staðarhætti og verklag veitingastaða í fylkinu.

„Þetta var eins konar pílagrímsferð fyrir mig. Í þættinum á þriðjudaginn mun ég sýna frá því þegar ég fer á morgunverðarstað í Tucson og þar var áskorun um að klára þrjár risa pönnukökur – þá fengi maður máltíðina fría. Síðar í mánuðinum mun ég svo leyfa áhorfendum að sjá mig reyna við tveggja kílóa steik á veitingastað í Amarillo,“ segir Magnús glaðbeittur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.