Segja Rio Tinto fara gróflega inn í einkalíf starfsmanna Brjánn Jónasson skrifar 7. janúar 2014 06:30 Starfsmenn Rio Tinto Alcan geta þurft að ræða fjarvistir við yfirmann sinn. Fréttablaðið/GVA Farið er gróflega inn í einkalíf starfsmanna álvers Rio Tinto Alcan í Straumsvík í samtölum yfirmanna við starfsmenn vegna veikinda, að mati forsvarsmanna Verkalýðsfélagsins Hlífar. Hlíf kvartaði yfir fyrirkomulagi sem tekið var upp hjá fyrirtækinu á síðasta ári til Persónuverndar. Samkvæmt nýja verklaginu eru starfsmenn sem eru mikið fjarverandi vegna veikinda kallaðir til viðtals við næsta yfirmann. Forsvarsmenn Hlífar telja það ekki verkefni verkstjóra að ræða um veikindi við starfsmenn, heldur ætti trúnaðarlæknir fyrirtækisins að eiga slík samtöl. Í kvörtun Hlífar segir að þær ítarlegu spurningar sem lagðar séu fyrir starfsmenn í fjarvistarsamtölunum fari langt fram úr þeim tilgangi sem samtölin hafi. Þá séu starfsmenn í erfiðri aðstöðu til að neyta að svara, enda ríki ekki jafnræði með vinnuveitanda og starfsmanni. Í svörum Rio Tinto til Persónuverndar segir að starfsmenn séu kallaðir til viðtals nái fjarvistir tólf dögum á tólf mánaða tímabili. Þar segir jafnframt að starfsmönnum beri ekki skylda til að svara spurningum yfirmanna um heilsu sína eða persónuleg mál þeim viðtölum. Þau svör sem þeir kjósi að veita séu skráð niður og geymd í læstri hirslu og einungis skoðuð í sambærilegum samtölum í framtíðinni. Þar kemur fram að fyrirkomulagið við fjarvistarsamtölin sé samkvæmt stefnu VIRK - starfsendurhæfingarsjóðs, sem stofnaður var af aðilum vinnumarkaðarins, ríki og sveitarfélögum til að draga úr brottfalli af vinnumarkaði vegna örorku. Forsvarsmenn Rio Tinto segja í svörum til Persónuverndar að fyrirtækið telji það ekki vinnslu persónuupplýsinga að skrá svör starfsmanna á fjarvistarfundum og geyma þau í hirslu yfirmanns. Ekki sé unnið frekar með gögnin og þau ekki skráð í gagnagrunn. Persónuvernd telur augljóst að um vinnslu persónuupplýsinga sé að ræða, og að starfsmenn séu spurðir spurninga sem geti talist nærgöngular. Í úrskurði Persónuverndar er brýnt fyrir Rio Tinto að kynna starfsmönnum það með skýrum hætti fyrir fjarvistarsamtöl að þeim sé ekki skylt að svara neinum af spurningunum.Nærgöngular spurningar Í kvörtun Verkalýðsfélagsins Hlífar til Persónuverndar er vitnað í eyðublað sem yfirmaður hjá Rio Tinto Alcan á að fylla út á fjarvistarfundi með undirmanni sínum. Meðal þess sem spurt er um er:Hvort starfsmaður sé haldinn undirliggjandi sjúkdómi sem skýri fjarvistirnar. Hvort eitthvað í daglegu lífi trufli starfsmanninn, til dæmis svefnvandamál, félagslegar aðstæður, fjárhagsaðstæður, fjölskylduaðstæður eða annað. Hvort eitthvað á vinnustaðnum hafi áhrif á fjarvistir starfsmannsins, til dæmis samskipti við vinnufélaga eða yfirmenn. Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Farið er gróflega inn í einkalíf starfsmanna álvers Rio Tinto Alcan í Straumsvík í samtölum yfirmanna við starfsmenn vegna veikinda, að mati forsvarsmanna Verkalýðsfélagsins Hlífar. Hlíf kvartaði yfir fyrirkomulagi sem tekið var upp hjá fyrirtækinu á síðasta ári til Persónuverndar. Samkvæmt nýja verklaginu eru starfsmenn sem eru mikið fjarverandi vegna veikinda kallaðir til viðtals við næsta yfirmann. Forsvarsmenn Hlífar telja það ekki verkefni verkstjóra að ræða um veikindi við starfsmenn, heldur ætti trúnaðarlæknir fyrirtækisins að eiga slík samtöl. Í kvörtun Hlífar segir að þær ítarlegu spurningar sem lagðar séu fyrir starfsmenn í fjarvistarsamtölunum fari langt fram úr þeim tilgangi sem samtölin hafi. Þá séu starfsmenn í erfiðri aðstöðu til að neyta að svara, enda ríki ekki jafnræði með vinnuveitanda og starfsmanni. Í svörum Rio Tinto til Persónuverndar segir að starfsmenn séu kallaðir til viðtals nái fjarvistir tólf dögum á tólf mánaða tímabili. Þar segir jafnframt að starfsmönnum beri ekki skylda til að svara spurningum yfirmanna um heilsu sína eða persónuleg mál þeim viðtölum. Þau svör sem þeir kjósi að veita séu skráð niður og geymd í læstri hirslu og einungis skoðuð í sambærilegum samtölum í framtíðinni. Þar kemur fram að fyrirkomulagið við fjarvistarsamtölin sé samkvæmt stefnu VIRK - starfsendurhæfingarsjóðs, sem stofnaður var af aðilum vinnumarkaðarins, ríki og sveitarfélögum til að draga úr brottfalli af vinnumarkaði vegna örorku. Forsvarsmenn Rio Tinto segja í svörum til Persónuverndar að fyrirtækið telji það ekki vinnslu persónuupplýsinga að skrá svör starfsmanna á fjarvistarfundum og geyma þau í hirslu yfirmanns. Ekki sé unnið frekar með gögnin og þau ekki skráð í gagnagrunn. Persónuvernd telur augljóst að um vinnslu persónuupplýsinga sé að ræða, og að starfsmenn séu spurðir spurninga sem geti talist nærgöngular. Í úrskurði Persónuverndar er brýnt fyrir Rio Tinto að kynna starfsmönnum það með skýrum hætti fyrir fjarvistarsamtöl að þeim sé ekki skylt að svara neinum af spurningunum.Nærgöngular spurningar Í kvörtun Verkalýðsfélagsins Hlífar til Persónuverndar er vitnað í eyðublað sem yfirmaður hjá Rio Tinto Alcan á að fylla út á fjarvistarfundi með undirmanni sínum. Meðal þess sem spurt er um er:Hvort starfsmaður sé haldinn undirliggjandi sjúkdómi sem skýri fjarvistirnar. Hvort eitthvað í daglegu lífi trufli starfsmanninn, til dæmis svefnvandamál, félagslegar aðstæður, fjárhagsaðstæður, fjölskylduaðstæður eða annað. Hvort eitthvað á vinnustaðnum hafi áhrif á fjarvistir starfsmannsins, til dæmis samskipti við vinnufélaga eða yfirmenn.
Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira