Fimmtug og öflugri en nokkru sinni fyrr Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 7. janúar 2014 09:00 Svava er jákvæð og lífsglöð að upplagi og líður eins og hún sé 25 ára. Mynd/Nína Björk Hlöðversdóttir „Þetta er ótrúleg tala en mér líður vel. Mér líður eins og ég sé enn 25 ára,“ segir kaupmaðurinn Svava Johansen sem er fimmtug í dag. Hún eyðir afmælisdeginum sínum erlendis með sínum heittelskaða, Birni Sveinbjörnssyni, og góðum vinum en vill ekki gefa upp nákvæma staðsetningu. „Við erum í sólinni og horfum út á Miðjarðarhafið. Við erum hér að spila golf og ég vildi óska að sonur minn væri með. Ég reyndi að draga móður mína líka með en hún komst ekki,“ segir Svava létt í bragði. Hún stefnir á að halda stóra veislu í sumar. „Ég á afmæli 7.1. en ætla að halda upp á það 1.7. því þá er líklegra að sé sól á Íslandi. Ég ætla að safna mér orku á afmælisdaginn og halda stórum vinahópi og fjölskyldu geggjaða veislu í sumar.“ Aldurinn leggst vel í athafnakonuna. „Ég upplifi á svo margan hátt, bæði fyrir sjálfa mig, Ísland og heiminn, að 2014 verði mjög gott ár. Ég held að árið 2014 verði eitt það langbesta frá hruni. Ég er ánægð með að verða fimmtug – nú er ég komin á þann aldur að maður er ánægðari með að ná vissum aldri en að ná honum ekki. Ég er í góðu líkamlegu ástandi, með alla þessa reynslu á bakinu og með gríðarlegan kraft. Mér finnst eins og ég sé með marga orkusteina í hvorri hendi og með meiri orku en áður með alla mína reynslu og visku. Ég er öflugri en nokkru sinni fyrr. Ég er líka svo ánægð með það sem ég á; son minn og manninn minn og það góða fólk sem er í kringum mig. Ég er líka glöð með fyrirtækið mitt og þann sterka hóp sem stendur með mér í mínum rekstri. Ég er svo heppin að eiga mikið af góðum vinum og sterka, stóra og góða fjölskyldu – það gefur manni kraft í lífinu,“ segir Svava og sér ekki eftir neinu á þessari hálfu öld. „Ég horfi alltaf fram á við. Ég held að ég verði alltaf þannig. Ég er ánægð með allt sem ég hef gert og sé ekki eftir neinu. Mér finnst ofsalega gott að lifa lífinu þannig að maður sé góður við sig og sína og þá sem verða á vegi manns. Þá situr maður sáttari eftir þegar maður horfir yfir farinn veg. Mitt mottó er að ég geti sagt að ég hafi gert eitthvað gott ef ég næ að verða gömul. Ég vil ekki gera eitthvað sem ég sé eftir,“ segir Svava og endar samtalið á jákvæðum nótum. „Ég óska öllum gleðilegs nýs árs og vil að allir beri það í hjarta sínu að 2014 verði frábært ár því hver er sinnar gæfu smiður.“ Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Sjá meira
„Þetta er ótrúleg tala en mér líður vel. Mér líður eins og ég sé enn 25 ára,“ segir kaupmaðurinn Svava Johansen sem er fimmtug í dag. Hún eyðir afmælisdeginum sínum erlendis með sínum heittelskaða, Birni Sveinbjörnssyni, og góðum vinum en vill ekki gefa upp nákvæma staðsetningu. „Við erum í sólinni og horfum út á Miðjarðarhafið. Við erum hér að spila golf og ég vildi óska að sonur minn væri með. Ég reyndi að draga móður mína líka með en hún komst ekki,“ segir Svava létt í bragði. Hún stefnir á að halda stóra veislu í sumar. „Ég á afmæli 7.1. en ætla að halda upp á það 1.7. því þá er líklegra að sé sól á Íslandi. Ég ætla að safna mér orku á afmælisdaginn og halda stórum vinahópi og fjölskyldu geggjaða veislu í sumar.“ Aldurinn leggst vel í athafnakonuna. „Ég upplifi á svo margan hátt, bæði fyrir sjálfa mig, Ísland og heiminn, að 2014 verði mjög gott ár. Ég held að árið 2014 verði eitt það langbesta frá hruni. Ég er ánægð með að verða fimmtug – nú er ég komin á þann aldur að maður er ánægðari með að ná vissum aldri en að ná honum ekki. Ég er í góðu líkamlegu ástandi, með alla þessa reynslu á bakinu og með gríðarlegan kraft. Mér finnst eins og ég sé með marga orkusteina í hvorri hendi og með meiri orku en áður með alla mína reynslu og visku. Ég er öflugri en nokkru sinni fyrr. Ég er líka svo ánægð með það sem ég á; son minn og manninn minn og það góða fólk sem er í kringum mig. Ég er líka glöð með fyrirtækið mitt og þann sterka hóp sem stendur með mér í mínum rekstri. Ég er svo heppin að eiga mikið af góðum vinum og sterka, stóra og góða fjölskyldu – það gefur manni kraft í lífinu,“ segir Svava og sér ekki eftir neinu á þessari hálfu öld. „Ég horfi alltaf fram á við. Ég held að ég verði alltaf þannig. Ég er ánægð með allt sem ég hef gert og sé ekki eftir neinu. Mér finnst ofsalega gott að lifa lífinu þannig að maður sé góður við sig og sína og þá sem verða á vegi manns. Þá situr maður sáttari eftir þegar maður horfir yfir farinn veg. Mitt mottó er að ég geti sagt að ég hafi gert eitthvað gott ef ég næ að verða gömul. Ég vil ekki gera eitthvað sem ég sé eftir,“ segir Svava og endar samtalið á jákvæðum nótum. „Ég óska öllum gleðilegs nýs árs og vil að allir beri það í hjarta sínu að 2014 verði frábært ár því hver er sinnar gæfu smiður.“
Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Sjá meira