Útborgun í Alaska Guðmundur Örn Jónsson skrifar 7. janúar 2014 07:00 Þann 3. október síðastliðinn greiddi auðlindasjóður Alaska út sinn árlega arð til íbúa fylkisins. Þá fengu tæplega 600 þúsund manns millifærslu frá sjóðnum og var elsti viðtakandinn 108 ára gamall og sá yngsti rúmlega níu mánaða, en hann fæddist einni mínútu fyrir miðnætti á gamlársdag 2012. Í þetta sinnið var arðurinn í lægra lagi eða 900 dollarar. Það gerir um 110 þúsund krónur á mann. Til samanburðar var arðurinn 3.269 dollarar, eða um 400 þúsund krónur, árið 2008, og íbúi sem hefur fengið arð úr sjóðnum frá upphafi, eða frá 1982, er búinn að fá jafngildi 4,2 milljóna króna úr sjóðnum. Tilvist auðlindasjóðsins má rekja til bandaríska hægri flokksins, Repúblikanaflokksins, en seinustu áratugi hefur Alaska verið stjórnað, svo til alfarið, af honum. Repúblikanar eru systurflokkur Sjálfstæðisflokksins og sótti formaður Sjálfstæðisflokksins meðal annars seinasta landsþing þeirra. Það er því ljóst að sú hugsjón, að allir landsmenn njóti arðs af auðlindum þjóðar sinnar er ekki eingöngu hugsjón vinstrimanna. Er miklu frekar um að ræða almenna skynsemi. Enda hafa allir þeir Nóbelsverðlaunahafar í hagfræði, sem hafa tjáð sig um íslenskan sjávarútveg, lagt til að innheimt sé af honum auðlindagjald á markaðsforsendum. Nýlega bættist svo „Samráðsvettvangur um aukna hagsæld“, sem komið var á í kjölfar ráðlegginga McKinseys, í þann hóp. Hingað til hefur sá takmarkaði auðlindaarður, sem greiddur hefur verið af íslenskum sjávarútvegi, allur farið í ríkissjóð. Stuðningur við innheimtu arðsins hefur því jafnframt verði óbeinn stuðningur við aukningu á umsvifum ríkisins sem nemur upphæð hans, en hægrimenn eru sérstaklega tregir til þess að auka umsvif ríkisins. Enda hefur það jafngilt pólitísku sjálfsmorði í Alaska fyrir þá stjórnmálamenn sem hafa viljað taka auðlindaarðinn í ríkissjóð. Má því búast við mun víðtækari stuðningi við innheimtu auðlindaarðs sé hann greiddur beint út til landsmanna. Núverandi fyrirkomulag, þar sem flestir landsmenn sjá lítið af auðlindaarðinum falla sér í skaut, getur einnig haft áhrif á viðhorf landsmanna til nýtingar auðlinda í eigu þjóðarinnar. Jafn öfugsnúið og það er, gæti því andstaða við sölu á rafmagni gegnum sæstreng til Evrópu aukist ef það verð sem í boði væri hækkaði. Reynslan hefur nefnilega kennt Íslendingum að lítið af þeim tekjum sem fengist fyrir það rafmagn myndi falla okkur í skaut. Við munum einungis fá hærri rafmagnsreikning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Sjá meira
Þann 3. október síðastliðinn greiddi auðlindasjóður Alaska út sinn árlega arð til íbúa fylkisins. Þá fengu tæplega 600 þúsund manns millifærslu frá sjóðnum og var elsti viðtakandinn 108 ára gamall og sá yngsti rúmlega níu mánaða, en hann fæddist einni mínútu fyrir miðnætti á gamlársdag 2012. Í þetta sinnið var arðurinn í lægra lagi eða 900 dollarar. Það gerir um 110 þúsund krónur á mann. Til samanburðar var arðurinn 3.269 dollarar, eða um 400 þúsund krónur, árið 2008, og íbúi sem hefur fengið arð úr sjóðnum frá upphafi, eða frá 1982, er búinn að fá jafngildi 4,2 milljóna króna úr sjóðnum. Tilvist auðlindasjóðsins má rekja til bandaríska hægri flokksins, Repúblikanaflokksins, en seinustu áratugi hefur Alaska verið stjórnað, svo til alfarið, af honum. Repúblikanar eru systurflokkur Sjálfstæðisflokksins og sótti formaður Sjálfstæðisflokksins meðal annars seinasta landsþing þeirra. Það er því ljóst að sú hugsjón, að allir landsmenn njóti arðs af auðlindum þjóðar sinnar er ekki eingöngu hugsjón vinstrimanna. Er miklu frekar um að ræða almenna skynsemi. Enda hafa allir þeir Nóbelsverðlaunahafar í hagfræði, sem hafa tjáð sig um íslenskan sjávarútveg, lagt til að innheimt sé af honum auðlindagjald á markaðsforsendum. Nýlega bættist svo „Samráðsvettvangur um aukna hagsæld“, sem komið var á í kjölfar ráðlegginga McKinseys, í þann hóp. Hingað til hefur sá takmarkaði auðlindaarður, sem greiddur hefur verið af íslenskum sjávarútvegi, allur farið í ríkissjóð. Stuðningur við innheimtu arðsins hefur því jafnframt verði óbeinn stuðningur við aukningu á umsvifum ríkisins sem nemur upphæð hans, en hægrimenn eru sérstaklega tregir til þess að auka umsvif ríkisins. Enda hefur það jafngilt pólitísku sjálfsmorði í Alaska fyrir þá stjórnmálamenn sem hafa viljað taka auðlindaarðinn í ríkissjóð. Má því búast við mun víðtækari stuðningi við innheimtu auðlindaarðs sé hann greiddur beint út til landsmanna. Núverandi fyrirkomulag, þar sem flestir landsmenn sjá lítið af auðlindaarðinum falla sér í skaut, getur einnig haft áhrif á viðhorf landsmanna til nýtingar auðlinda í eigu þjóðarinnar. Jafn öfugsnúið og það er, gæti því andstaða við sölu á rafmagni gegnum sæstreng til Evrópu aukist ef það verð sem í boði væri hækkaði. Reynslan hefur nefnilega kennt Íslendingum að lítið af þeim tekjum sem fengist fyrir það rafmagn myndi falla okkur í skaut. Við munum einungis fá hærri rafmagnsreikning.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun