Hvað skapar farsælt þjóðfélag? Einar G. Harðarson skrifar 4. janúar 2014 06:00 Hugsum um orð biskups: „Þakklæti fyrir að fá að lifa í landi sem lýtur stjórn þeirra sem gert hafa Jesú Krist að leiðtoga lífsins, landi lýðræðisins.” Gera má mikið úr þessum orðum. Velsæld og frelsi eru ekki sjálfsagðir hlutir og við getum ekki tekið því sem gefnu að svona verði þetta um alla framtíð. Það er ekki tilviljun að þeir sem búa í Evrópu og Norður-Ameríku eru flestir kristnir og að velsældin sé hvað mest í þeim löndum. En er velmegun eingöngu vegna kristinnar trúar og lýðræðis? Suður-Ameríka er mest öll kristinnar trúar, einnig Filippseyjar, mörg ríki Afríku falla undir það að vera kristinnar trúar og lýðræðisríki. Það er því ekki vegna kristinnar trúar og lýðræðis sem Vesturlöndum vegnar vel. Það er ekki síður vegna margs konar tryggingar um jöfnuð í samfélögum okkar sem gerir okkur að velmegunarríkjum. Það er því jöfnuður og svo hugsanlega kristið hjartalag sem er lykillinn að velgengni okkar. Lýðræði er aðeins hluti af jöfnuði. Jöfnuður er meiri á Norðurlöndum en víðast hvar, en einmitt þar er hagvöxturinn mestur. Það er ekki síður margvísleg trygging um jöfnuð sem gerir samfélög okkar að velmegunarríkjum. Ekki vegnar öllum jafn vel og misjafnt er gefið í upphafi á allan máta. Sumum lætur vel að skapa auð og öðrum ekki. Auðsöfnun fárra getur hins vegar valdið því að peningar eru læstir inni í bankahólfum víðs vegar um heim og ná ekki að skapa hagvöxt. Verðmætasköpun, laun og skattar sem skapast ef margir meðhöndla sömu peningana í viðskiptum á skömmum tíma skapa hagvöxt. Auðsöfnun er samt ekki endilega markmiðið í sjálfu sér hjá þeim sem það gera. Heldur hitt, að peningarnir eru trygging fyrir framtíðina, að ellin, veikindi eða annað verði léttbærara og fjölskyldu og ættingjum sé borgið um óákveðna framtíð ef nóg er til af peningum. Norræna fyrirkomulagið með lífeyri og tryggingu fyrir aldraða, öryrkja og sjúka er lykillinn að því að minnka þörfina fyrir mikla auðsöfnun. Tryggingin er fyrir hendi, sem gerir hugsunina um lífið í ellinni bærilegra. Með því að draga úr þessari tryggingu eykst þörfin fyrir auðsöfnun aftur. Það er ekki tilviljun að hagvöxtur er oftast minnstur í Norður-Ameríku þegar Repúblikanar eru við völd. Þeir draga úr jöfnuði. Undirritaður hefur búið erlendis, m.a. í Afríku, í tæp 7 ár, þar sem fólk er svipt frelsi á einni nóttu. Líf þess breytist úr frelsi í fjötra það sem eftir er ævinnar. Í Kenýa varð ungur kennari, Daníel Arap Mói, þá með 200 US$ á mánuði í laun, kjörinn forseti. Nokkrum árum síðar var þessi maður kominn á lista yfir ríkustu menn heims. Hvernig má það vera? Við köllum það spillingu en spilling á sér m.a. stað hjá mörgum svokölluðum kristnum þjóðum. Forsetinn hirti, í bókstaflegri merkingu, allt af þeim sem áttu eitthvað sem hann girntist og margir þeirra hurfu í kjölfarið. Hann tók ekkert af þeim fátæku, af þeim var ekkert að taka. Hann tók frá þeim sem áttu eitthvað, millistéttinni. Í landinu urðu aðeins þeir eftir sem voru honum þóknanlegir og svo fátækir. Þeir fátæku þurfa ekki að gæta stöðu sinnar ef breytingar verða heldur þeir sem eiga eitthvað. Það sem við höfum kallað kreppu leiðir af sér fyrirbæri af sama toga og í þessu landi, það er að millistéttin hverfur. Í kreppu eiga sér stað mestu fjármagnsflutningar sem verða í samfélagi fyrir utan ef það brýst út stríð, ef ekki er spyrnt við fótum. Íslenska millistéttin má þakka núverandi ríkisstjórn fyrir það sem hún er að gera, sem er að standa gegn þeirri þróun. Það er mikilvægt að sátt ríki í þjóðfélagi. Sátt er t.d. einn af mörgum mælikvörðum á velgengni. Það er dýrmætt að búa við frelsi og jöfnuð þótt hvorugt sé fullkomið. Okkar mesta hugsjónavinna, til framtíðar litið, þarf að snúast um að gæta að og fullkomna lýðræðið og jafnréttið. Jöfnuðurinn þarf umyrðalaust að vera fyrir hendi, það þarf að jafna út misskiptingu. Það má þó ekki draga úr framkvæmdahvöt einstaklingsins. Driffjöðrin sjálf verður að vera sterk. Því verða þeir sem vinna verk sín vel, framkvæma hugmyndir og eru frumkvöðlar í margs konar mynd, að fá að njóta afrakstursins. Það er ekki síður mikilvægt að skipta auðæfum og öllum gæðum þjóðarinnar með eins sanngjörnum hætti og við best kunnum. Við misskiptingu verða uppákomurnar sem breyta þjóðum eins og dæmin sanna. Okkar bíður því stórt verkefni ef vel á að takast til, ekki aðeins í sjávarútvegi heldur einnig við að skipta þeim auðæfum sem kunna að vera eftir til að skipta. Misskiptingin á auði er einkenni þeirra þjóða þar sem mestur óstöðugleiki ríkir og viljinn til breytinga er mestur. Þjóða sem búa við harðstjórn, einræði og spillingu. Þar fjúka höfuð á einni nóttu og hlutir geta gerst sem ekki verða teknir til baka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Hugsum um orð biskups: „Þakklæti fyrir að fá að lifa í landi sem lýtur stjórn þeirra sem gert hafa Jesú Krist að leiðtoga lífsins, landi lýðræðisins.” Gera má mikið úr þessum orðum. Velsæld og frelsi eru ekki sjálfsagðir hlutir og við getum ekki tekið því sem gefnu að svona verði þetta um alla framtíð. Það er ekki tilviljun að þeir sem búa í Evrópu og Norður-Ameríku eru flestir kristnir og að velsældin sé hvað mest í þeim löndum. En er velmegun eingöngu vegna kristinnar trúar og lýðræðis? Suður-Ameríka er mest öll kristinnar trúar, einnig Filippseyjar, mörg ríki Afríku falla undir það að vera kristinnar trúar og lýðræðisríki. Það er því ekki vegna kristinnar trúar og lýðræðis sem Vesturlöndum vegnar vel. Það er ekki síður vegna margs konar tryggingar um jöfnuð í samfélögum okkar sem gerir okkur að velmegunarríkjum. Það er því jöfnuður og svo hugsanlega kristið hjartalag sem er lykillinn að velgengni okkar. Lýðræði er aðeins hluti af jöfnuði. Jöfnuður er meiri á Norðurlöndum en víðast hvar, en einmitt þar er hagvöxturinn mestur. Það er ekki síður margvísleg trygging um jöfnuð sem gerir samfélög okkar að velmegunarríkjum. Ekki vegnar öllum jafn vel og misjafnt er gefið í upphafi á allan máta. Sumum lætur vel að skapa auð og öðrum ekki. Auðsöfnun fárra getur hins vegar valdið því að peningar eru læstir inni í bankahólfum víðs vegar um heim og ná ekki að skapa hagvöxt. Verðmætasköpun, laun og skattar sem skapast ef margir meðhöndla sömu peningana í viðskiptum á skömmum tíma skapa hagvöxt. Auðsöfnun er samt ekki endilega markmiðið í sjálfu sér hjá þeim sem það gera. Heldur hitt, að peningarnir eru trygging fyrir framtíðina, að ellin, veikindi eða annað verði léttbærara og fjölskyldu og ættingjum sé borgið um óákveðna framtíð ef nóg er til af peningum. Norræna fyrirkomulagið með lífeyri og tryggingu fyrir aldraða, öryrkja og sjúka er lykillinn að því að minnka þörfina fyrir mikla auðsöfnun. Tryggingin er fyrir hendi, sem gerir hugsunina um lífið í ellinni bærilegra. Með því að draga úr þessari tryggingu eykst þörfin fyrir auðsöfnun aftur. Það er ekki tilviljun að hagvöxtur er oftast minnstur í Norður-Ameríku þegar Repúblikanar eru við völd. Þeir draga úr jöfnuði. Undirritaður hefur búið erlendis, m.a. í Afríku, í tæp 7 ár, þar sem fólk er svipt frelsi á einni nóttu. Líf þess breytist úr frelsi í fjötra það sem eftir er ævinnar. Í Kenýa varð ungur kennari, Daníel Arap Mói, þá með 200 US$ á mánuði í laun, kjörinn forseti. Nokkrum árum síðar var þessi maður kominn á lista yfir ríkustu menn heims. Hvernig má það vera? Við köllum það spillingu en spilling á sér m.a. stað hjá mörgum svokölluðum kristnum þjóðum. Forsetinn hirti, í bókstaflegri merkingu, allt af þeim sem áttu eitthvað sem hann girntist og margir þeirra hurfu í kjölfarið. Hann tók ekkert af þeim fátæku, af þeim var ekkert að taka. Hann tók frá þeim sem áttu eitthvað, millistéttinni. Í landinu urðu aðeins þeir eftir sem voru honum þóknanlegir og svo fátækir. Þeir fátæku þurfa ekki að gæta stöðu sinnar ef breytingar verða heldur þeir sem eiga eitthvað. Það sem við höfum kallað kreppu leiðir af sér fyrirbæri af sama toga og í þessu landi, það er að millistéttin hverfur. Í kreppu eiga sér stað mestu fjármagnsflutningar sem verða í samfélagi fyrir utan ef það brýst út stríð, ef ekki er spyrnt við fótum. Íslenska millistéttin má þakka núverandi ríkisstjórn fyrir það sem hún er að gera, sem er að standa gegn þeirri þróun. Það er mikilvægt að sátt ríki í þjóðfélagi. Sátt er t.d. einn af mörgum mælikvörðum á velgengni. Það er dýrmætt að búa við frelsi og jöfnuð þótt hvorugt sé fullkomið. Okkar mesta hugsjónavinna, til framtíðar litið, þarf að snúast um að gæta að og fullkomna lýðræðið og jafnréttið. Jöfnuðurinn þarf umyrðalaust að vera fyrir hendi, það þarf að jafna út misskiptingu. Það má þó ekki draga úr framkvæmdahvöt einstaklingsins. Driffjöðrin sjálf verður að vera sterk. Því verða þeir sem vinna verk sín vel, framkvæma hugmyndir og eru frumkvöðlar í margs konar mynd, að fá að njóta afrakstursins. Það er ekki síður mikilvægt að skipta auðæfum og öllum gæðum þjóðarinnar með eins sanngjörnum hætti og við best kunnum. Við misskiptingu verða uppákomurnar sem breyta þjóðum eins og dæmin sanna. Okkar bíður því stórt verkefni ef vel á að takast til, ekki aðeins í sjávarútvegi heldur einnig við að skipta þeim auðæfum sem kunna að vera eftir til að skipta. Misskiptingin á auði er einkenni þeirra þjóða þar sem mestur óstöðugleiki ríkir og viljinn til breytinga er mestur. Þjóða sem búa við harðstjórn, einræði og spillingu. Þar fjúka höfuð á einni nóttu og hlutir geta gerst sem ekki verða teknir til baka.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar