Adam og Mokka hjálpa Opel Finnur Thorlacius skrifar 14. janúar 2014 14:30 Opel Adam seldist vel í fyrra. Tíðin hefur ekki verið of góð hjá þýska bílasmiðnum Opel á undanförnum árum, en nú virðist rofa til með nýjum bílgerðum. Smábíllinn Opel Adam og jepplingurinn Mokka virðast ætla að skora hátt fyrir Opel og seljast þeir báðir mjög vel. Þessir tveir bílar lyftu Opel upp í markaðshlutdeild í Þýskalandi í fyrra, en það hefur ekki gerst lengi. Fór hlutdeild Opel úr 6,9% í 7,0%. Sama á við hlutdeild Opel í Evrópu allri, en hún hækkaði úr 5,59% í 5,61%. Þetta eru ekki miklar hækkanir, en vissulega spor í rétta átt hjá fyrirtæki sem hefur þurft að horfa á minnkandi hlutdeild á síðustu árum. Opel Adam seldist í 21.000 eintökum bara í Þýskalandi og var það vel umfram áætlanir. Opel er í eigu General Motors í Bandaríkjunum og þessi ágæti árangur gæti minnkað það viðvarandi tap sem verið hefur á bílasölu GM í Evrópu, sem varð til þes að GM ákvað að draga merki Chevrolet frá álfunni. Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent
Tíðin hefur ekki verið of góð hjá þýska bílasmiðnum Opel á undanförnum árum, en nú virðist rofa til með nýjum bílgerðum. Smábíllinn Opel Adam og jepplingurinn Mokka virðast ætla að skora hátt fyrir Opel og seljast þeir báðir mjög vel. Þessir tveir bílar lyftu Opel upp í markaðshlutdeild í Þýskalandi í fyrra, en það hefur ekki gerst lengi. Fór hlutdeild Opel úr 6,9% í 7,0%. Sama á við hlutdeild Opel í Evrópu allri, en hún hækkaði úr 5,59% í 5,61%. Þetta eru ekki miklar hækkanir, en vissulega spor í rétta átt hjá fyrirtæki sem hefur þurft að horfa á minnkandi hlutdeild á síðustu árum. Opel Adam seldist í 21.000 eintökum bara í Þýskalandi og var það vel umfram áætlanir. Opel er í eigu General Motors í Bandaríkjunum og þessi ágæti árangur gæti minnkað það viðvarandi tap sem verið hefur á bílasölu GM í Evrópu, sem varð til þes að GM ákvað að draga merki Chevrolet frá álfunni.
Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent