Lífið

Buxnalaus í neðanjarðarlestum um heim allan

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Þessi skildu buxurnar eftir heima.
Þessi skildu buxurnar eftir heima. Vísir/Instagram
Annual No Pants Subway Ride, eða alþjóðlegur dagur þar sem fólk ferðast um í neðanjarðarlestum án buxna, var haldinn í þrettánda sinn á sunnudaginn. 

Á þessum degi er fólk út um allan heim hvatt til að vera buxnalaust í neðanjarðarlestum og hefur deginum verið vel tekið í stórborgum á borð við London, New York, París og München.

Meðfylgjandi myndband var tekið í New York en dagurinn er haldinn hátíðlegur árlega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.