Lífið

Brjóstin gætu drepið mig

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
„Ég er alltaf kvalin. Það er erfitt fyrir mig að beygja mig og klæða mig því mér er svo illt í bakinu vegna þyngd brjóstanna,“segir klámmyndastjarnan Elizabeth Starr. Hún fór í ólöglega brjóstastækkun fyrir fimmtán árum og hefur aldrei beðið þess bætur en hún er í brjóstastærð O.

Læknar hafa mælt með því að hún láti fjarlægja bæði brjóstin því brjóstafyllingarnar gætu dregið hana til dauða. Elizabeth hefur farið í 63 aðgerðir til að reyna að laga brjóstin og vill ekki fara í fleiri aðgerðir.

„Ég er fórnarlamb tilraunar og ég hef þurft að borga fyrir þetta alla tíð síðan. Í þá daga var ég með fjölskyldu á framfæri og vissi að stærri brjóst myndu auka atvinnumöguleika mína. Nú óttast ég á hverjum degi að ég gæti fengið blóðtappa eða sýkingu - brjóstin hafa eyðilagt líf mitt," segir Elizabeth. Hún var í stærð 32F þegar hún fór í aðgerðina árið 1999 en fann fyrir óþægindum nokkrum dögum eftir hana.



„Hægra brjóstið mitt var rautt og bólgið og ég var veikluleg og titraði. Sársaukinn var óbærilegur.“ Hún lét fjarlægja fyllinguna úr hægra brjósti en ekki var hægt að gera það með það vinstra. 

„Þessar fyllingar virka þannig að þær halda áfram að vaxa inní þér og verða samvaxnar brjóstavefjum. Mér var sagt að aðgerðin hefði verið samþykkt af heilbrigðisyfirvöldum en það var ekki satt,“ segir Elizabeth. Hún hefur eytt fúlgu fjár síðustu fjórtán ár til að reyna að lagfæra brjóstin og hefur verið við dauðans dyr þrisvar sinnum. Hún vonar að saga sín sé víti til varnaðar fyrir aðrar konur.

„Þú tekur mikla áhættu ef þú ætlar að reyna að vera með jafn stór brjóst og ég. Þú verður að gera þér grein fyrir í hvað stefnir því þetta mun breyta lífi þínu að eilífu.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.