Watson ætlar að fella bestu menn Evrópu Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. september 2014 11:30 Tom Watson er elsti fyrirliðinn í sögu bandaríska Ryder-liðsins. vísir/getty Tom Watson, fyrirliði Ryder-liðs Bandaríkjanna, leggur upp með þá leikáætlun að leggja bestu menn Evrópu um helgina og einbeitir sér þar að Rory McIlroy og IanPoulter. Bandaríkin hafa ekki unnið Ryder-bikarinn í Evrópu í 21 ár og heimamenn mæta til leiks með besta kylfing heims, Rory McIlroy, og þrjá af fjórum sigurvegurum risamótanna í ár. Tom Watson á góðar minningar frá Skotlandi en þar vann hann fjóra af fimm sigrum sínum á opna breska meistaramótinu. Hann er viss um að sínir menn geti lagt Rory og Poulter að velli og fagnað sigri í Ryder-bikarnum. „Þegar bestu leikmenn andstæðingsins eru sigraðir gefur það þínu liði mikinn kraft. Niðurstaðan er alltaf sú, að ef okkar kylfingar vinna fleiri leiki en þeir tapa þá vinnum við sem lið. Þetta er það sem ég hef sagt okkar liði,“ segir Tom Watson. „Poulter hefur unnið 80 prósent allra leikja sinna í Ryder-bikarnum. Við viljum minnka það sigurhlutfall,“ segir Watson. Bandaríkin vilja hefna ófaranna í Medinah í fyrra þar sem þau voru 10-6 yfir fyrir lokadaginn en töpuðu átta einstaklingsviðureignum og gerðu eitt jafntefli sem færði Evrópu sigurinn. „Ég hef gert öllum í mínu liði það ljóst að við erum mættir til að bæta fyrir tapið í fyrra. Þeir sem voru í tapliðinu 2012 þurfa að bæta fyrir það sem gerðist þá,“ segir Tom Watson. Golf Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tom Watson, fyrirliði Ryder-liðs Bandaríkjanna, leggur upp með þá leikáætlun að leggja bestu menn Evrópu um helgina og einbeitir sér þar að Rory McIlroy og IanPoulter. Bandaríkin hafa ekki unnið Ryder-bikarinn í Evrópu í 21 ár og heimamenn mæta til leiks með besta kylfing heims, Rory McIlroy, og þrjá af fjórum sigurvegurum risamótanna í ár. Tom Watson á góðar minningar frá Skotlandi en þar vann hann fjóra af fimm sigrum sínum á opna breska meistaramótinu. Hann er viss um að sínir menn geti lagt Rory og Poulter að velli og fagnað sigri í Ryder-bikarnum. „Þegar bestu leikmenn andstæðingsins eru sigraðir gefur það þínu liði mikinn kraft. Niðurstaðan er alltaf sú, að ef okkar kylfingar vinna fleiri leiki en þeir tapa þá vinnum við sem lið. Þetta er það sem ég hef sagt okkar liði,“ segir Tom Watson. „Poulter hefur unnið 80 prósent allra leikja sinna í Ryder-bikarnum. Við viljum minnka það sigurhlutfall,“ segir Watson. Bandaríkin vilja hefna ófaranna í Medinah í fyrra þar sem þau voru 10-6 yfir fyrir lokadaginn en töpuðu átta einstaklingsviðureignum og gerðu eitt jafntefli sem færði Evrópu sigurinn. „Ég hef gert öllum í mínu liði það ljóst að við erum mættir til að bæta fyrir tapið í fyrra. Þeir sem voru í tapliðinu 2012 þurfa að bæta fyrir það sem gerðist þá,“ segir Tom Watson.
Golf Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira