Watson ætlar að fella bestu menn Evrópu Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. september 2014 11:30 Tom Watson er elsti fyrirliðinn í sögu bandaríska Ryder-liðsins. vísir/getty Tom Watson, fyrirliði Ryder-liðs Bandaríkjanna, leggur upp með þá leikáætlun að leggja bestu menn Evrópu um helgina og einbeitir sér þar að Rory McIlroy og IanPoulter. Bandaríkin hafa ekki unnið Ryder-bikarinn í Evrópu í 21 ár og heimamenn mæta til leiks með besta kylfing heims, Rory McIlroy, og þrjá af fjórum sigurvegurum risamótanna í ár. Tom Watson á góðar minningar frá Skotlandi en þar vann hann fjóra af fimm sigrum sínum á opna breska meistaramótinu. Hann er viss um að sínir menn geti lagt Rory og Poulter að velli og fagnað sigri í Ryder-bikarnum. „Þegar bestu leikmenn andstæðingsins eru sigraðir gefur það þínu liði mikinn kraft. Niðurstaðan er alltaf sú, að ef okkar kylfingar vinna fleiri leiki en þeir tapa þá vinnum við sem lið. Þetta er það sem ég hef sagt okkar liði,“ segir Tom Watson. „Poulter hefur unnið 80 prósent allra leikja sinna í Ryder-bikarnum. Við viljum minnka það sigurhlutfall,“ segir Watson. Bandaríkin vilja hefna ófaranna í Medinah í fyrra þar sem þau voru 10-6 yfir fyrir lokadaginn en töpuðu átta einstaklingsviðureignum og gerðu eitt jafntefli sem færði Evrópu sigurinn. „Ég hef gert öllum í mínu liði það ljóst að við erum mættir til að bæta fyrir tapið í fyrra. Þeir sem voru í tapliðinu 2012 þurfa að bæta fyrir það sem gerðist þá,“ segir Tom Watson. Golf Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Tom Watson, fyrirliði Ryder-liðs Bandaríkjanna, leggur upp með þá leikáætlun að leggja bestu menn Evrópu um helgina og einbeitir sér þar að Rory McIlroy og IanPoulter. Bandaríkin hafa ekki unnið Ryder-bikarinn í Evrópu í 21 ár og heimamenn mæta til leiks með besta kylfing heims, Rory McIlroy, og þrjá af fjórum sigurvegurum risamótanna í ár. Tom Watson á góðar minningar frá Skotlandi en þar vann hann fjóra af fimm sigrum sínum á opna breska meistaramótinu. Hann er viss um að sínir menn geti lagt Rory og Poulter að velli og fagnað sigri í Ryder-bikarnum. „Þegar bestu leikmenn andstæðingsins eru sigraðir gefur það þínu liði mikinn kraft. Niðurstaðan er alltaf sú, að ef okkar kylfingar vinna fleiri leiki en þeir tapa þá vinnum við sem lið. Þetta er það sem ég hef sagt okkar liði,“ segir Tom Watson. „Poulter hefur unnið 80 prósent allra leikja sinna í Ryder-bikarnum. Við viljum minnka það sigurhlutfall,“ segir Watson. Bandaríkin vilja hefna ófaranna í Medinah í fyrra þar sem þau voru 10-6 yfir fyrir lokadaginn en töpuðu átta einstaklingsviðureignum og gerðu eitt jafntefli sem færði Evrópu sigurinn. „Ég hef gert öllum í mínu liði það ljóst að við erum mættir til að bæta fyrir tapið í fyrra. Þeir sem voru í tapliðinu 2012 þurfa að bæta fyrir það sem gerðist þá,“ segir Tom Watson.
Golf Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira