Pálmi grínast Ólafur Hauksson skrifar 15. febrúar 2014 06:00 Viðskiptablaðið sagði fyrir nokkru frá gjaldþrotameðferð Iceland Express. Í fréttinni mátti lesa brandara sem er í meira lagi absúrd. Skyldi svo sem ekki furða, því að brandarasmiðurinn er Pálmi Haraldsson, fyrrum eigandi Iceland Express. Í Viðskiptablaðinu kom fram að Iceland Express hefði höfðað skaðabótamál á hendur Icelandair í nóvember 2012, áður en félagið fór í þrot og meðan það var enn í eigu Pálma. Iceland Express krafði Icelandair um 300 milljón króna skaðabætur vegna samkeppnislagabrota. Þrotabú Iceland Express hefur nú tekið við málarekstrinum.Brandarakallinn Samkeppnislagabrot Icelandair gegn Iceland Express áttu sér stað á árunum 2003 og 2004. Þá var félagið í eigu stofnenda þess. Sá sem helst beitti sér fyrir þessum lögbrotum í stjórn Icelandair var Pálmi Haraldsson, þáverandi varaformaður stjórnar fyrirtækisins. Sá sem átta árum síðar höfðaði skaðabótamál gegn Icelandair, vegna lögbrotanna, var hinn sami Pálmi Haraldsson. Pálmi eignaðist Iceland Express haustið 2004 fyrir gjafverð, nýbúinn að selja hlut sinn í Icelandair. Iceland Express var þá komið að fótum fram vegna undirboða Icelandair, þ.e. í boði Pálma og félaga. Pálmi varð því ekki fyrir tjóni þegar hann eignaðist Iceland Express, heldur fékk hann félagið á brunaútsölu vegna elds sem hann hafði kveikt sjálfur.Báðir aðilar töpuðu Þeir sem töpuðu á lögbrotum stjórnar og forstjóra Icelandair voru stofnendur Iceland Express. Þeir töpuðu gróðavænlegu félagi. Snjallri og rétt tímasettri viðskiptahugmynd var stolið frá þeim. En ekki síður tapaði Icelandair. Farþegatekjur félagsins lækkuðu um 20 milljarða króna á núvirði á árunum 2003 og 2004 miðað við árin 2001 og 2002. Farþegum fækkaði ekkert og því má rekja tekjutapið beint til undirboðanna. En vissulega gerði það sitt til að Pálmi og félagi hans gætu eignast keppinautinn á lágu verði.Brandarinn Pálmi Haraldsson var sem sé að sækja sér skaðabætur vegna eigin lögbrota sem stjórnarmaður í Icelandair. Vægast sagt absúrd, en varpar ljósi á afskaplega sérkennilegt viðskiptasiðferði.Samráð í stað undirboða Rifja má upp að um leið og Pálmi hafði komist yfir Iceland Express á brunaútsölunni lét Icelandair af undirboðunum. Lægstu fargjöld beggja félaganna hækkuðu um 50% fyrsta hálfa árið á eftir. Iceland Express hagnaðist um 262 milljónir króna strax árið 2005. Enda var hugur þeirra Pálma og Hannesar Smárasonar, stjórnarformanns Icelandair, ekki bundinn við óvægna samkeppni heldur samráð og samstarf, meðal annars í danska flugfélaginu Sterling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Viðskiptablaðið sagði fyrir nokkru frá gjaldþrotameðferð Iceland Express. Í fréttinni mátti lesa brandara sem er í meira lagi absúrd. Skyldi svo sem ekki furða, því að brandarasmiðurinn er Pálmi Haraldsson, fyrrum eigandi Iceland Express. Í Viðskiptablaðinu kom fram að Iceland Express hefði höfðað skaðabótamál á hendur Icelandair í nóvember 2012, áður en félagið fór í þrot og meðan það var enn í eigu Pálma. Iceland Express krafði Icelandair um 300 milljón króna skaðabætur vegna samkeppnislagabrota. Þrotabú Iceland Express hefur nú tekið við málarekstrinum.Brandarakallinn Samkeppnislagabrot Icelandair gegn Iceland Express áttu sér stað á árunum 2003 og 2004. Þá var félagið í eigu stofnenda þess. Sá sem helst beitti sér fyrir þessum lögbrotum í stjórn Icelandair var Pálmi Haraldsson, þáverandi varaformaður stjórnar fyrirtækisins. Sá sem átta árum síðar höfðaði skaðabótamál gegn Icelandair, vegna lögbrotanna, var hinn sami Pálmi Haraldsson. Pálmi eignaðist Iceland Express haustið 2004 fyrir gjafverð, nýbúinn að selja hlut sinn í Icelandair. Iceland Express var þá komið að fótum fram vegna undirboða Icelandair, þ.e. í boði Pálma og félaga. Pálmi varð því ekki fyrir tjóni þegar hann eignaðist Iceland Express, heldur fékk hann félagið á brunaútsölu vegna elds sem hann hafði kveikt sjálfur.Báðir aðilar töpuðu Þeir sem töpuðu á lögbrotum stjórnar og forstjóra Icelandair voru stofnendur Iceland Express. Þeir töpuðu gróðavænlegu félagi. Snjallri og rétt tímasettri viðskiptahugmynd var stolið frá þeim. En ekki síður tapaði Icelandair. Farþegatekjur félagsins lækkuðu um 20 milljarða króna á núvirði á árunum 2003 og 2004 miðað við árin 2001 og 2002. Farþegum fækkaði ekkert og því má rekja tekjutapið beint til undirboðanna. En vissulega gerði það sitt til að Pálmi og félagi hans gætu eignast keppinautinn á lágu verði.Brandarinn Pálmi Haraldsson var sem sé að sækja sér skaðabætur vegna eigin lögbrota sem stjórnarmaður í Icelandair. Vægast sagt absúrd, en varpar ljósi á afskaplega sérkennilegt viðskiptasiðferði.Samráð í stað undirboða Rifja má upp að um leið og Pálmi hafði komist yfir Iceland Express á brunaútsölunni lét Icelandair af undirboðunum. Lægstu fargjöld beggja félaganna hækkuðu um 50% fyrsta hálfa árið á eftir. Iceland Express hagnaðist um 262 milljónir króna strax árið 2005. Enda var hugur þeirra Pálma og Hannesar Smárasonar, stjórnarformanns Icelandair, ekki bundinn við óvægna samkeppni heldur samráð og samstarf, meðal annars í danska flugfélaginu Sterling.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun