Rúnar samdi aftur við Aue | Þjálfar bróður sinn og son Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. febrúar 2014 15:15 Rúnar Sigtryggson er að gera fína hluti með Aue í Þýskalandi. Mynd/Heimasíða Aue „Framkvæmdastjórinn RüdigerJurke gerir starfsumhverfið hjá EHV Aue svo sérstakt,“ segir Rúnar Sigtryggson, þjálfari þýska 2. deildar liðsins Aue, í stuttu viðtali við vefinn Handball-World.com en Akureyringurinn skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við félagið á dögunum. „Ég nýt starfsins hjá Aue og er með frábært fólk á bakvið mig sem vill að félagið nái árangri. Þannig vitum við að félagið er búið að taka skref fram á við,“ segir Rúnar. Rúnar, sem er fyrrverandi landsliðsmaður og þjálfaði lið Akureyrar á fyrstu árum þess hér heima, er á sínu öðru tímabili með Aue. Liðið endaði í 16. sæti af 19 liðum í 2. deildinni í fyrra en er í níunda sæti nú þegar 22 umferðir af 36 hafa verið leiknar. Með Aue leika nokkrir Íslendingar. Markvörðurinn SveinbjörnPétursson fylgdi Rúnari út í fyrra og Bjarki Már Gunnarsson, nýjasta stjarna íslenska landsliðsins, gekk í raðir þess síðasta sumar. Þá leikur bróðir Rúnars, Árni Sigtryggson, með Aue sem og sonur hans, Sigtryggur Rúnarsson. „Við gátum alltaf spilað á okkar besta liði í upphafi leiktíðar sem gaf okkur smá forskot. Við vorum bara án eins leikmanns fyrri hluta tímabilsins. Þannig náðum við í fullt af stigum með góðum liðsanda,“ segir Rúnar en þá var liðið einnig nálægt því að komast í undanúrslit þýsku bikarkeppninnar seint á síðasta ári. Eins og flestir íslenskir handboltamenn og þjálfarar sem lifa og starfa erlendis var Rúnar beðinn um að reyna útskýra gríðarlega velgengni Íslendinga í handbolta á undanförnum árum. „Handbolti er þekktasta íþróttin á Íslandi og hana æfa mjög margir. Þannig vinnum við á móti því hversu fáir búa á landinu. Íslenska sambandið gerir líka góða hluti eins og það þýska. Þýska landsliðið á eftir að verða sigursælt í framtíðinni.“ Fyrir utan Íslendingana fimm í Aue er nóg af öðrum íslenskum atvinnumönnum í þýsku 1. deildinni og Rúnar segir ástæðuna fyrir því vera einfalda. Deildarkeppnin heima er eðlilega ekki jafnspennandi og atvinnumennskan. „Ef þú býrð á Íslandi viltu komast burt,“ segir Rúnar Sigtryggsson. Handbolti Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór - Valur | Hungraðar heimakonur í síðasta leik fyrir jól Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Sjá meira
„Framkvæmdastjórinn RüdigerJurke gerir starfsumhverfið hjá EHV Aue svo sérstakt,“ segir Rúnar Sigtryggson, þjálfari þýska 2. deildar liðsins Aue, í stuttu viðtali við vefinn Handball-World.com en Akureyringurinn skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við félagið á dögunum. „Ég nýt starfsins hjá Aue og er með frábært fólk á bakvið mig sem vill að félagið nái árangri. Þannig vitum við að félagið er búið að taka skref fram á við,“ segir Rúnar. Rúnar, sem er fyrrverandi landsliðsmaður og þjálfaði lið Akureyrar á fyrstu árum þess hér heima, er á sínu öðru tímabili með Aue. Liðið endaði í 16. sæti af 19 liðum í 2. deildinni í fyrra en er í níunda sæti nú þegar 22 umferðir af 36 hafa verið leiknar. Með Aue leika nokkrir Íslendingar. Markvörðurinn SveinbjörnPétursson fylgdi Rúnari út í fyrra og Bjarki Már Gunnarsson, nýjasta stjarna íslenska landsliðsins, gekk í raðir þess síðasta sumar. Þá leikur bróðir Rúnars, Árni Sigtryggson, með Aue sem og sonur hans, Sigtryggur Rúnarsson. „Við gátum alltaf spilað á okkar besta liði í upphafi leiktíðar sem gaf okkur smá forskot. Við vorum bara án eins leikmanns fyrri hluta tímabilsins. Þannig náðum við í fullt af stigum með góðum liðsanda,“ segir Rúnar en þá var liðið einnig nálægt því að komast í undanúrslit þýsku bikarkeppninnar seint á síðasta ári. Eins og flestir íslenskir handboltamenn og þjálfarar sem lifa og starfa erlendis var Rúnar beðinn um að reyna útskýra gríðarlega velgengni Íslendinga í handbolta á undanförnum árum. „Handbolti er þekktasta íþróttin á Íslandi og hana æfa mjög margir. Þannig vinnum við á móti því hversu fáir búa á landinu. Íslenska sambandið gerir líka góða hluti eins og það þýska. Þýska landsliðið á eftir að verða sigursælt í framtíðinni.“ Fyrir utan Íslendingana fimm í Aue er nóg af öðrum íslenskum atvinnumönnum í þýsku 1. deildinni og Rúnar segir ástæðuna fyrir því vera einfalda. Deildarkeppnin heima er eðlilega ekki jafnspennandi og atvinnumennskan. „Ef þú býrð á Íslandi viltu komast burt,“ segir Rúnar Sigtryggsson.
Handbolti Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór - Valur | Hungraðar heimakonur í síðasta leik fyrir jól Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Sjá meira