Áttatíu brottfarir og lendingar í Keflavík innan verkfallstímans Garðar Örn Úlfarsson skrifar 2. apríl 2014 07:00 Brottfarir og lendingar á Keflavíkurflugelli milli klukkan 4 og 9 þriðjudagsmorguninn 8. apríl. HEIMILD: ISAVIA „Ljóst er að komi til vinnustöðvunar mun það hafa í för með sér röskun á innanlandsflugi og millilandaflugi á umræddu tímabili,“ segir í yfirlýsingu frá Isavia vegna boðaðra verkfalla hjá um 400 flugvallastarfsmönnum félagsins. Þrjú félög starfsmanna á flugvöllum sem ekki hefur náðst að semja við um nýja kjarasamninga hafa samþykkt að grípa til þriggja tímabundinna vinnustöðvana nú í apríl og loks til ótímabundins verkfalls 30. apríl takist ekki að ná samningum. Þetta eru Félag flugmálastarfsmanna ríkisins, Stéttarfélag í almannaþjónustu og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Þetta er starfsmenn á öllum flugvöllum landsins og flugöryggisverðir á Keflavíkurflugvelli.„Ber þvi miður alltof mikið í milli“ „Það er því miður alltof mikið sem ber í milli,“ segir Kristján Jóhannsson, formaður Félags flugmálastarfsmanna ríkisins. Kristján kveður liðsmenn félaganna þriggja hafa gefið skýrt til kynna að þeir myndu fella samninga sem byggðu á þeirri 2,8 prósent launahækkun sem Samtök atvinnulífsins byðu. Tímabundnu vinnustöðvanirnar eiga að vera 8., 23. og 25. apríl og standa í fimm klukkutíma í hvert sinn, frá klukkan fjögur að morgni til klukkan níu. Mikið er um að vera í áætlunarflugi á þessum tíma dags. Þannig eru um 80 brottfarir og lendingar á Keflavíkurflugvelli innan þessa tímaramma umrædda þrjá daga.Búast má við mikilli röskun á áætlunarflugi til og frá landinu ef flugvallarstarfsmenn Isavia leggja niður vinnu. Fréttablaðið/ValliFylgjast þarf með tilkynningum „Isavia vinnur að viðbragðsáætlun ásamt flugrekstraraðilum sem miðar að því að takmarka sem mest röskun á flugi og óþægindi sem af þeim kunna að hljótast,“ segir í yfirlýsingu Isavia þar sem flugfarþegum er bent á að fylgjast með tilkynningum á vefsvæðum Isavia, Keflavíkurflugvallar og flugfélaganna um breytingar sem kunna að verða á flugáætlun þegar nær dragi boðuðum aðgerðum. Erfitt er að meta möguleikana á að samkomulag náist fyrir 8. apríl. Samkvæmt Isavia eru kröfur stéttarfélaga talsvert hærri en samið hefur verið um á almennum vinnumarkaði auk þess sem þau vilji gera samninga til skamms tíma.Segja félögin hafa hafnað hugmyndum „Þá hefur hugmyndum til að koma til móts við kröfur félaganna verið hafnað án efnislegrar umræðu. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hefur meðal annars sagt að ekkert í launaþróun þessa hóps réttlæti annað en að fylgja þeirri meginlínu sem aðilar á almennu vinnumarkaði hafa þegar samið um,“ segir Isavia. Þótt vinnustöðvununum eigi að ljúka klukkan níu umrædda morgna verður ekki hægt að hefja flugið strax þá því þar sem flugöryggisverðir eru ekki við vinnu er engum, hvorki öðru starfsfólki né farþegum, hleypt inn í flugstöðinni í Keflavík á meðan stöðvunin stendur. Það mun því líða nokkur tími þar til fyrstu vélar geta tekið í loftið eða lent.Innanlandsflug hefst klukkan níu Flugfélag Íslands og Flugfélagið Ernir sem stunda áætlunarflug innanlands myndu einnig verða fyrir truflunum af vinnustöðvunum. Ingi Þór Guðmundsson. markaðsstjóri Flugfélags Íslands, segir að verið sé að skoða hvað sé hægt að gera svo farþegar verði fyrir sem minnstri röskun. „Það er líklegt að Flugfélag Íslands hefji flug klukkan níu á alla áfangastaði,“ segir Ingi sem kveður félagið munu láta vita ef einhverjar breytingar verði. Næsti fundur samningafndur deiluaðilanna verður á föstudag.Áætlun Flugfélags Íslands á vinnustöðvunartímanum:NY112 Reykjavík 07:15 Akureyri 08:00NY113 Akureyri 08:25 Reykjavík 09:10 NY326 Reykjavík 07:30 Egilsstaðir 08:30NY327 Egilsstaðir 08:55 Reykjavík 09:55 NY016 Reykjavík 08:00 Ísafjörður 08:40NY017 Ísafjörður 09:05 Reykjavík 09:45 NY118 Reykjavík 08:30 Akureyri 09:15NY113 Akureyri 09:40 Reykjavík 10:25 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Sjá meira
„Ljóst er að komi til vinnustöðvunar mun það hafa í för með sér röskun á innanlandsflugi og millilandaflugi á umræddu tímabili,“ segir í yfirlýsingu frá Isavia vegna boðaðra verkfalla hjá um 400 flugvallastarfsmönnum félagsins. Þrjú félög starfsmanna á flugvöllum sem ekki hefur náðst að semja við um nýja kjarasamninga hafa samþykkt að grípa til þriggja tímabundinna vinnustöðvana nú í apríl og loks til ótímabundins verkfalls 30. apríl takist ekki að ná samningum. Þetta eru Félag flugmálastarfsmanna ríkisins, Stéttarfélag í almannaþjónustu og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Þetta er starfsmenn á öllum flugvöllum landsins og flugöryggisverðir á Keflavíkurflugvelli.„Ber þvi miður alltof mikið í milli“ „Það er því miður alltof mikið sem ber í milli,“ segir Kristján Jóhannsson, formaður Félags flugmálastarfsmanna ríkisins. Kristján kveður liðsmenn félaganna þriggja hafa gefið skýrt til kynna að þeir myndu fella samninga sem byggðu á þeirri 2,8 prósent launahækkun sem Samtök atvinnulífsins byðu. Tímabundnu vinnustöðvanirnar eiga að vera 8., 23. og 25. apríl og standa í fimm klukkutíma í hvert sinn, frá klukkan fjögur að morgni til klukkan níu. Mikið er um að vera í áætlunarflugi á þessum tíma dags. Þannig eru um 80 brottfarir og lendingar á Keflavíkurflugvelli innan þessa tímaramma umrædda þrjá daga.Búast má við mikilli röskun á áætlunarflugi til og frá landinu ef flugvallarstarfsmenn Isavia leggja niður vinnu. Fréttablaðið/ValliFylgjast þarf með tilkynningum „Isavia vinnur að viðbragðsáætlun ásamt flugrekstraraðilum sem miðar að því að takmarka sem mest röskun á flugi og óþægindi sem af þeim kunna að hljótast,“ segir í yfirlýsingu Isavia þar sem flugfarþegum er bent á að fylgjast með tilkynningum á vefsvæðum Isavia, Keflavíkurflugvallar og flugfélaganna um breytingar sem kunna að verða á flugáætlun þegar nær dragi boðuðum aðgerðum. Erfitt er að meta möguleikana á að samkomulag náist fyrir 8. apríl. Samkvæmt Isavia eru kröfur stéttarfélaga talsvert hærri en samið hefur verið um á almennum vinnumarkaði auk þess sem þau vilji gera samninga til skamms tíma.Segja félögin hafa hafnað hugmyndum „Þá hefur hugmyndum til að koma til móts við kröfur félaganna verið hafnað án efnislegrar umræðu. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hefur meðal annars sagt að ekkert í launaþróun þessa hóps réttlæti annað en að fylgja þeirri meginlínu sem aðilar á almennu vinnumarkaði hafa þegar samið um,“ segir Isavia. Þótt vinnustöðvununum eigi að ljúka klukkan níu umrædda morgna verður ekki hægt að hefja flugið strax þá því þar sem flugöryggisverðir eru ekki við vinnu er engum, hvorki öðru starfsfólki né farþegum, hleypt inn í flugstöðinni í Keflavík á meðan stöðvunin stendur. Það mun því líða nokkur tími þar til fyrstu vélar geta tekið í loftið eða lent.Innanlandsflug hefst klukkan níu Flugfélag Íslands og Flugfélagið Ernir sem stunda áætlunarflug innanlands myndu einnig verða fyrir truflunum af vinnustöðvunum. Ingi Þór Guðmundsson. markaðsstjóri Flugfélags Íslands, segir að verið sé að skoða hvað sé hægt að gera svo farþegar verði fyrir sem minnstri röskun. „Það er líklegt að Flugfélag Íslands hefji flug klukkan níu á alla áfangastaði,“ segir Ingi sem kveður félagið munu láta vita ef einhverjar breytingar verði. Næsti fundur samningafndur deiluaðilanna verður á föstudag.Áætlun Flugfélags Íslands á vinnustöðvunartímanum:NY112 Reykjavík 07:15 Akureyri 08:00NY113 Akureyri 08:25 Reykjavík 09:10 NY326 Reykjavík 07:30 Egilsstaðir 08:30NY327 Egilsstaðir 08:55 Reykjavík 09:55 NY016 Reykjavík 08:00 Ísafjörður 08:40NY017 Ísafjörður 09:05 Reykjavík 09:45 NY118 Reykjavík 08:30 Akureyri 09:15NY113 Akureyri 09:40 Reykjavík 10:25
Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Sjá meira