Niðurrif Fluggarða er hafið Greta Björg Egilsdóttir skrifar 29. maí 2014 14:33 Í svari Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar vegna athugasemda sem gerðar voru við nýtt deiliskipulag á Reykjavíkurflugvelli er stuðst að miklu leyti við skýrslu Björns Óla Haukssonar forstjóra Isavía sem ég hef áður ritað um. Skýrslan hefur verið harðlega gagnrýnd þar sem hún er unnin út frá algjörlega röngum forsendum sem stangast á við gildandi reglugerð um flugvelli. Í skugga hótunar um stjórnsýslukæru sendi forstjóri Isavía leiðréttingarbréf til skipulagsfulltrúa þann 23. apríl síðastliðinn þar sem minniháttar rangfærslur eru leiðréttar en ekkert er minnst á að nothæfistuðull flugvallarins í þessari skýrslu er rangur. Skýrslan gefur því algjörlega ranga mynd af raunverulegu áhættustigi fyrir sjúkraflug verði neyðarbrautinni lokað. Af þessum sökum er Reykjavíkurborg enn að skipuleggja Vatnsmýrina miðað við rangar upplýsingar frá forstjóra Isavía og því ekkert lát á vinnu við að vængstífa flugvöllinn. Í þessum skrifuðu orðum eru gröfur á vegum bílaleigunnar Hölds að spilla lóðinni þar sem að úthlutað hefur verið nærri 5000 fermetra sérafnotareit úr Fluggörðum án samráðs við hlutaðeigandi aðila að óskiptri sameign Fluggarða. En í skipulagsreglum fyrir svæðið segir „Óheimilt er stunda eða reka aðra starfsemi innan hvers reits en þá sem samræmist starfsemi í viðkomandi flokki sem skilgreindir eru í skilmálum þessum undir flokkunum „ Svæði án bygginga“ og „Svæði með byggingum/mannvirkjum”. Er flugvallarstjóra Reykjavíkurflugvallar, fyrir hönd rekstraraðila flugvallarins, heimilt að veita tímabundna undanþágu frá þessu, enda sé um að ræða starfsemi sem tengist flugrekstri eða rekstri flugvallarins, og sérstakar ástæður sem mæla með undanþágunni." Seint verða þó bílaleigur taldar til flugtengdrar starfsemi þó svo að rekstur þeirra sé flugsækin starfsemi sem á heima utan flugvallarsvæðisins eins og gerist annarsstaðar í heiminum. Vinna er nú þegar hafin eins og áður sagði við að flytja girðingu Fluggarða og reisa nýja til þess að bílaleigan Höldur fái nær 5000 fm svæði undir bílastæði. Þetta er ólíðandi þar sem formaður Rögnunefndarinnar sem ætíð er vitnað til hefur óskað eftir svigrúmi til þess að klára sína vinnu áður en pólitísk afskipti séu höfð af svæðinu þar sem flugvöllurinn er nú. Þetta verður að stöðva. Stöndum vörð um vilja kjósenda, kjósum Framsókn og flugvallarvini til að tryggja opna og faglega stjórnsýslu, xB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Sjá meira
Í svari Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar vegna athugasemda sem gerðar voru við nýtt deiliskipulag á Reykjavíkurflugvelli er stuðst að miklu leyti við skýrslu Björns Óla Haukssonar forstjóra Isavía sem ég hef áður ritað um. Skýrslan hefur verið harðlega gagnrýnd þar sem hún er unnin út frá algjörlega röngum forsendum sem stangast á við gildandi reglugerð um flugvelli. Í skugga hótunar um stjórnsýslukæru sendi forstjóri Isavía leiðréttingarbréf til skipulagsfulltrúa þann 23. apríl síðastliðinn þar sem minniháttar rangfærslur eru leiðréttar en ekkert er minnst á að nothæfistuðull flugvallarins í þessari skýrslu er rangur. Skýrslan gefur því algjörlega ranga mynd af raunverulegu áhættustigi fyrir sjúkraflug verði neyðarbrautinni lokað. Af þessum sökum er Reykjavíkurborg enn að skipuleggja Vatnsmýrina miðað við rangar upplýsingar frá forstjóra Isavía og því ekkert lát á vinnu við að vængstífa flugvöllinn. Í þessum skrifuðu orðum eru gröfur á vegum bílaleigunnar Hölds að spilla lóðinni þar sem að úthlutað hefur verið nærri 5000 fermetra sérafnotareit úr Fluggörðum án samráðs við hlutaðeigandi aðila að óskiptri sameign Fluggarða. En í skipulagsreglum fyrir svæðið segir „Óheimilt er stunda eða reka aðra starfsemi innan hvers reits en þá sem samræmist starfsemi í viðkomandi flokki sem skilgreindir eru í skilmálum þessum undir flokkunum „ Svæði án bygginga“ og „Svæði með byggingum/mannvirkjum”. Er flugvallarstjóra Reykjavíkurflugvallar, fyrir hönd rekstraraðila flugvallarins, heimilt að veita tímabundna undanþágu frá þessu, enda sé um að ræða starfsemi sem tengist flugrekstri eða rekstri flugvallarins, og sérstakar ástæður sem mæla með undanþágunni." Seint verða þó bílaleigur taldar til flugtengdrar starfsemi þó svo að rekstur þeirra sé flugsækin starfsemi sem á heima utan flugvallarsvæðisins eins og gerist annarsstaðar í heiminum. Vinna er nú þegar hafin eins og áður sagði við að flytja girðingu Fluggarða og reisa nýja til þess að bílaleigan Höldur fái nær 5000 fm svæði undir bílastæði. Þetta er ólíðandi þar sem formaður Rögnunefndarinnar sem ætíð er vitnað til hefur óskað eftir svigrúmi til þess að klára sína vinnu áður en pólitísk afskipti séu höfð af svæðinu þar sem flugvöllurinn er nú. Þetta verður að stöðva. Stöndum vörð um vilja kjósenda, kjósum Framsókn og flugvallarvini til að tryggja opna og faglega stjórnsýslu, xB.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar