Gerum skófatnað gjaldfrjálsan Guðmundur Edgarsson skrifar 29. maí 2014 07:00 Eitt helsta kosningaloforð Vinstri-grænna fyrir borgarstjórnarkosningarnar nú í vor er að gera leikskóla og frístundaheimili gjaldfrjáls fyrir lok næsta kjörtímabils. Uppræta verði fátækt og koma í veg fyrir sívaxandi mismunun. Flestir hljóta að taka undir þessi sjónarmið. Leikskólar og frístundaheimili eru jú hluti af grunnþjónustu sem allar fjölskyldur ættu að njóta.Skór hluti af grunnþörfum En Vinstri-græn ganga óþarflega skammt í stefnu sinni. Hugtakið grunnþjónusta á nefnilega víðar við. Tökum sem dæmi skó. Nær útilokað er að komast í gegnum lífið án skóa. Jafnframt er ljóst að skófatnaður er dýr. Heyrst hefur að sumar fjölskyldur dragi það fram úr hófi að endurnýja skófatnað barna sinna vegna peningaleysis. Jafnvel eru dæmi þess að systkini séu látin skiptast á skóm! Þetta getur verið meiri kostnaður en hlýst af ýmsu öðru sem er niðurgreitt á vegum hins opinbera, t.d. tannviðgerðir fyrir ungmenni. Þó er hægt að fyrirbyggja tannskemmdir að mestu leyti með því að draga úr sælgætisáti og bursta tennurnar. Fólk hefur engin sambærileg úrræði gagnvart skóm.Óreiða á skómarkaði Annað vandamál er, að algjör ringulreið ríkir á hinum frjálsa skómarkaði. Hver sem er má flytja inn og selja hvaða gerð af skóm sem hann vill. Þá er ekki gerð nein krafa um menntun skókaupmanna. Skófræðingur er ekki enn orðið lögverndað starfsheiti! Ennfremur er ekkert eftirlit með endingartíma skófatnaðar. Neytandinn er því berskjaldaður gagnvart ýmis konar svikum. Dæmi eru um fólk sem hefur keypt dýra skó sem entust ekki út árið! Og hver stjórnar verðlagningu á skóm? Svo virðist sem skókaupmenn geti bara sett hvaða verðmiða á sem þeim þóknast!Samfélagsleg fjárfesting Góðar skóbúðir eru fjárfesting fyrir allt samfélagið í heild. Hvernig haldið þið að viðskipti gengju fyrir sig ef fólk kæmist ekki erinda sinna vegna skóleysis? Það er því deginum ljósara að hver króna sem ríkið leggur í skóbúðir mun skila sér margfalt til baka í formi aukinna viðskipta og verðmætasköpunar. Til dæmis er ljóst að erlend fjárfesting mun aukast til muna ef Íslendingar eru vel skóaðir. Og þannig græðum við öll, ekki satt? Gerum því skó gjaldfrjálsa, aukum verðmætasköpun í þjóðfélaginu og drögum úr félagslegum ójöfnuði í leiðinni. Í raun er þetta spurning um mannréttindi og samfélagslega ábyrgð. Um það hlýtur þú, lesandi góður, að vera sammála, nema þú sért einn af þessum forhertu frjálshyggjumönnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Eitt helsta kosningaloforð Vinstri-grænna fyrir borgarstjórnarkosningarnar nú í vor er að gera leikskóla og frístundaheimili gjaldfrjáls fyrir lok næsta kjörtímabils. Uppræta verði fátækt og koma í veg fyrir sívaxandi mismunun. Flestir hljóta að taka undir þessi sjónarmið. Leikskólar og frístundaheimili eru jú hluti af grunnþjónustu sem allar fjölskyldur ættu að njóta.Skór hluti af grunnþörfum En Vinstri-græn ganga óþarflega skammt í stefnu sinni. Hugtakið grunnþjónusta á nefnilega víðar við. Tökum sem dæmi skó. Nær útilokað er að komast í gegnum lífið án skóa. Jafnframt er ljóst að skófatnaður er dýr. Heyrst hefur að sumar fjölskyldur dragi það fram úr hófi að endurnýja skófatnað barna sinna vegna peningaleysis. Jafnvel eru dæmi þess að systkini séu látin skiptast á skóm! Þetta getur verið meiri kostnaður en hlýst af ýmsu öðru sem er niðurgreitt á vegum hins opinbera, t.d. tannviðgerðir fyrir ungmenni. Þó er hægt að fyrirbyggja tannskemmdir að mestu leyti með því að draga úr sælgætisáti og bursta tennurnar. Fólk hefur engin sambærileg úrræði gagnvart skóm.Óreiða á skómarkaði Annað vandamál er, að algjör ringulreið ríkir á hinum frjálsa skómarkaði. Hver sem er má flytja inn og selja hvaða gerð af skóm sem hann vill. Þá er ekki gerð nein krafa um menntun skókaupmanna. Skófræðingur er ekki enn orðið lögverndað starfsheiti! Ennfremur er ekkert eftirlit með endingartíma skófatnaðar. Neytandinn er því berskjaldaður gagnvart ýmis konar svikum. Dæmi eru um fólk sem hefur keypt dýra skó sem entust ekki út árið! Og hver stjórnar verðlagningu á skóm? Svo virðist sem skókaupmenn geti bara sett hvaða verðmiða á sem þeim þóknast!Samfélagsleg fjárfesting Góðar skóbúðir eru fjárfesting fyrir allt samfélagið í heild. Hvernig haldið þið að viðskipti gengju fyrir sig ef fólk kæmist ekki erinda sinna vegna skóleysis? Það er því deginum ljósara að hver króna sem ríkið leggur í skóbúðir mun skila sér margfalt til baka í formi aukinna viðskipta og verðmætasköpunar. Til dæmis er ljóst að erlend fjárfesting mun aukast til muna ef Íslendingar eru vel skóaðir. Og þannig græðum við öll, ekki satt? Gerum því skó gjaldfrjálsa, aukum verðmætasköpun í þjóðfélaginu og drögum úr félagslegum ójöfnuði í leiðinni. Í raun er þetta spurning um mannréttindi og samfélagslega ábyrgð. Um það hlýtur þú, lesandi góður, að vera sammála, nema þú sért einn af þessum forhertu frjálshyggjumönnum.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun